3. fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Rangárþings eystra
föstudaginn 30. nóv. 2012, kl. 10.00, á Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir:
Guðlaug Ósk Svansdóttir form., Lilja Einarsdóttir, Kristján Ólafsson, Elvar Eyvindsson og Guðmundur Ólafsson , Anton Kári Halldórsson byggingarfulltrúi, Gísli Gíslason skipulagsfulltrúi og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti sf ritar fundargerð.

Dagskrá:

SKIPULAGSMÁL:
S001-2012 – Þórunúpur
S004-2012 – Fimmvörðuháls. – Lýsing v. deiliskipulags
S005-2012 – Framkvæmdaleyfi – háspennustrengur til Vestmannaeyja
S006-2012 – Framkvæmdaleyfi vegna varnargarða við Markarfljót
S007-2012 – Stóra-Mörk – skógræktarsvæði
S008-2012 – Þórunúpur – Landskipti
095-2009 - Fagrahlíð
145-2010 – Staðarbakki
142-2010 - Sámsstaðir
127-2010 - Forsæti I
184-2011 - Skeið
205-2011 - Skeggjastaðir
207-2011 - Dægra
182-2011 - Eystra-Seljaland
146-2010 - Koltursey
147-2010 - Skarðshlíð
000-2006 - Langanes
225-2011 - Baldvinsskáli
148-2010 – Forsæti 2
204-2011 – Moldnúpur
113-2010 – Torfastaðir / Hlíðarbakki
BYGGINGARMÁL:
B005 - 2012 Þórunúpur.
B006 – 2012 Heimatún 24, Múlakoti
B007 – 2012 Ormsvöllur 17-19
B008 – 2012 Vallarbraut 16
B009 – 2012 Hellishólar
B010 – 2012 Eyvindamúli
B011 – 2012 Ljónshöfði

Formaður bauð fundarmenn velkomna.

DEILISKIPULAGSMÁL:
001-2012 – Þórunúpur
Ark-þing f.h. Lýsis hf. leggja fram deiliskipulagstillögu sem tekur til um 15,9 ha svæðis landnr. 212981 úr landi Þórunúps. Tillagan tekur til tveggja lóða, 9,1ha og 6,8ha. Á hvorri lóð er heimilað að byggja allt að 160 m² frístundahús og 30 m² geymslu. Aðkoma er frá heimreið að Þórunúpi sem liggur af Vallakróksvegi, nr. 262.
Tillaga að deiliskipulagi er samþykkt og verður auglýst í samræmi við 41. gr. skip-ulagslaga nr. 123/2010.

S007-2012 – Stóra-Mörk Skógræktarsvæði
Ásgeir Árnason óskar umsagnar vegna áforma um skórækt í Merkurnesi. Áætlunin snýst um að planta í um 150 ha svæði, fjölbreytt plöntuval. Markmið er að gera landið hæft til að taka við öskufalli, samhliða því að bæta landið til beitar og útivistar.
Nefndin tekur jákvætt í framkomnar tillögur en bendir á ákvæði aðalskipulags varðandi skógrækt. Bent er á að æskilegt sé að plöntuval og plöntun sé í samræmi við skógarsvæði í Þórsmörk og Goðalandi við gerð skógræktaráætlunar fyrir svæðið. Nefndin leggur til að fullbúin skógræktaráætlun verði lögð fyrir sveitar-stjórn til kynningar.

S004-2012 – Fimmvörðuskáli – lýsing
Landform, f.h. Útivistar leggur fram lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Fimmvörðuskála.
Lýsing samþykkt og heimiluð er gerð deiliskipulags. Bent er á að deiliskipulag verði unnið í nánu samráði við landeigendur.

FRAMKVÆMDALEYFI
S005-2012 – Framkvæmdaleyfi – háspennustrengur til Vestmannaeyja
Verkís f.h. Landsnets sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 66 kV háspennustreng um Landeyjar til Vestmannaeyja. Jarðstrengurinn mun liggja um land Rimakots, Butru Hólma, Hólmahjáleigu og Bakka. Framkvæmdatími er frá maí til ágúst 2013.
Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Einnig liggur fyrir úrskurður Skipulagsstofnunnar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaleyfi verður gefið út þegar leyfi landeigenda liggur fyrir.

S006-2012 – Framkvæmdaleyfi vegna varnargarða við Markarfljót
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna styrkingar varnargarða við Markafljót. Einnig er sótt um efnistöku til framkvæmdanna, í námur, staðsettar í farvegi Markarfljóts.
Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og styrkingu núverandi varnargarða.
Varðandi nýjan garð í Kverk er óskað eftir rökstuðningi og nánari útfærslu varðandi ásýnd og aðlögun

S008-2012 – Þórunúpur – Landskipti
Sigurður Hallgrímsson f.h. Lýsis hf., kt.4402695089, óskar eftir því að stærð jarðarinnar Þórunúpur land 212981 breytist í 9,1 ha. og úr henni verði stofnuð lóð með heitið Núpur 2 landnr.221238, 6,8 ha. skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Arkþing, dags.11.okt.2012. Einnig er óskað eftir því að heiti jarðarinnar Þórunúpur land, verði breytt í Núpur 1. Lögbýlisréttur fylgir áfram Þórunúpi land, eftir breytingu Núpur 1.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við landskiptin. Gerð er athugasemd við heiti jarðarinnar sé breytt í Núpur 1 þar sem samnefndar jarðir Núpur 1 og Núpur 2 eru í sveitarfélaginu. Jafnframt er bent á að skv. lögum fer Örnefnanefnd með nafngiftir býla.

000-2012 - Bréf Skipulagsstofnunar
Byggðarráð vísar bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 9. nóv. 2012, til Skipulags- og byggingarnefndar. Þar er farið yfir úrskurð Úrskurðarnefndar Skipulagsmála þar sem deiliskipulag Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi er dæmt ógilt. Rök dóms eru að meira en þrír mánuðir liðu frá því að deiliskipulag var staðfest í sveitarstjórn þar til það var auglýst í B. deild stjórnartíðinda, í samræmi við 3. mgr. 42 gr. skipulagslaga.

Minnisblað Skipulagstofnunar dags. 9. nóv. 2012.
Í samræmi við ofangreindan dóm hefur Skipulagsstofnun farið yfir mál í Rangþingi eystra og niðurstaða hennar er að 9 skipulagsáætlanir séu ekki gildar vegna tímafrests og óljóst sé um 3 aðrar þar sem dagsetningar vantar.
Í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar er lagt til að eftirtalin mál verði auglýst aftur óbreytt frá því sem þau voru lögð fram á sínum tíma;
 095-2009 - Fagrahlíð – deiliskipulag
 145-2010 – Staðarbakki – deiliskipulag
 142-2010 - Sámsstaðir – deiliskipulag
 127-2010 - Forsæti I – deiliskipulag
 184-2011 - Skeið – deiliskipulag
 205-2011 - Skeggjastaðir – deiliskipulag
 207-2011 - Dægra – deiliskipulag
 182-2011 - Eystra-Seljaland – deiliskipulag
 146-2010 - Koltursey - deiliskipulag
 147-2010 - Skarðshlíð – deiliskipulag
 000-2006 - Langanes – deiliskipulagsbreyting

Samþykkt að vegna formgalla verða ofangreindar deiliskipulagstillögur auglýstar aftur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

225-2011 - Baldvinsskáli
Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 14. mars 2012 og frestur til að skila athugasemdum var til 24. apríl. Engar athugasemdir bárust.
Deiliskipulagstillaga fyrir Baldvinsskála er samþykkt.

148-2010 – Forsæti 2
Tillaga að deiliskipulag að Forsæti 2 tekur til byggingar íbúðarhúss og útihúsa. Deili-skipulagstillaga var auglýst 1. sept. 2010 og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við veg að Forsæti 2 að hann færi yfir veg annars aðila.
Samþykkt er að taka aftur fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir Forsæti 2 þar sem of langt er um liðið síðan tillagan var auglýst. Varðandi athugasemdir Skipulags-stofnunar er bent á að veghelgunarsvæði meðfram Akureyjarvegi er 15m út frá miðlínu vegar. Samþykkt að auglýsa aftur tillögu að deiliskipulagi Forsætis 2 í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

204-2011 – Moldnúpur
Tillaga að deiliskipulagi Moldnúps tekur til um 4 ha landsvæðis og tekur til byggingar einbýlishúss, bílskúra og ferðaþjónustuhúsa.
Samþykkt að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

113-2010 – Torfastaðir / Hlíðarbakki
Tillaga að deiliskipulagi var upphaflega tekin fyrir í jan. 2010 og tillagan var auglýst 27. okt. 2010. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Samþykkt er að taka aftur fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarbakka þar sem of langt er um liðið síðan tillagan var auglýst. Samþykkt að auglýsa aftur tillögu að deiliskipulagi Hlíðarbakka í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

BYGGINGARMÁL:

B005 - 2012 Þórunúpur
Sigurður Hallgrímsson arkitekt f.h Lýsis ehf sækir um leyfi til að byggja 2 Heilsárshús, hvort 149,7 m2 að stærð, við Þórunúp samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.

B006 – 2012 Heimatún 24, Múlakoti
Ingibjörg Þorsteinsdóttir kt.290464-4989 og Hans Jakob Beck kt.260761-4989, sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð sinni Heimatún 24 ln.200677 skv. Með-fylgjandi uppdráttum.
Byggingaráform eru samþykkt.

B007 – 2012 Ormsvöllur 17-19
Sigurður Ingimarsson fyrir hönd Ormsvallar ehf. kt.480911-0400, sækir um leyfi til að koma fyrir tveimur vörumóttökudyrum, á suðurhlið hússins að Ormsvelli 17-19, Hvolsvelli.
Samþykkt. Um er að ræða óverulega breytingu á útliti byggingarinnar.

B008 – 2012 Vallarbraut 16
Hjálmar Ingvarsson fyrir hönd Rangárþings eystra kt.470602-2440, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur íbúðargámum á lóð Hvolsskóla að Vallarbraut 16. Gámarnir verða notaðir í þágu nemenda Hvolsskóla sem inngangur eða vindföng, annars vegar inn í sundlaugarbyggingu og hins vegar inn í íþróttahús. Gámarnir standa austan vegin við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús. Gámarnir verða notaðir á meðan framkvæmdir standa yfir við tengibyggingu íþróttahúss og sundlaugar.
Samþykkt að veita stöðuleyfi þar til að núverandi framkvæmdum við tengibyggingu er lokið. Að þeim loknum skulu gámarnir fjarlægðir.

B009 – 2012 Hellishólar
Rúnar Guðmundsson fyrir hönd Hellishóla ehf. Kt.460105-2690, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á mhl.02 íbúðarhúsi að Hellishólum ln.164018, Rangárþingi eystra. Um er að ræða breytingu á íbúðarhúsi í gistiheimili skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.

B010 – 2012 Eyvindamúli
Jón Þórðarson kt.270442-7819, sækir um leyfi til að byggja sumarhús til flutnings á hlaðinu að Eyvindarmúla. Að smíði lokinni verður byggingin flutt á lóð í Árnessýslu.
Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda.

B011 – 2012 Ljónshöfði
Runólfur Þ. Sigurðsson fyrir hönd Welcome Edinborg ehf. Kt.600412-0430, sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á mhl.01, íbúðarhúsi að Ljónshöfða ln.195241, Rangárþingi eystra. Um er að ræða breytingu á íbúðarhúsi í gistihús (hótel).
Samþykkt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.

ÖNNUR MÁL


ÞJÓÐLENDUR
Forsætisráðneytið sendir inn beiðni, dags. 5. okt. 2012, um að stofnaðar verði þjóðlendur um Fljótshlíðarafrétt, Hólatungur/Borgartungur, Merkurtungur, Þórsmörk, Goðaland, Stakkholt.
Málinu frestað, óskað er eftir fullnægjandi gögnum.

 

Guðlaug Ósk Svansdóttir
Lilja Einarsdóttir
Kristján Ólafsson
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson
Gísli Gíslason
Anton Kári Halldórsson
Ásgeir Jónsson