Samgöngu- og umferðarnefnd Rangárþings eystra kom til fundar í Félagsheimilinu Hvoli þriðjudaginn 10. janúar 2017. Mættir voru: Elimar Hauksson, Jón Valur Baldursson, Þröstur Ólafsson, Linda Rós Sigurbjörnsdóttir, Anton Kári Halldórsson, byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Ísólfur Gylfi Pálmason. Christine L. Banher boðaði forföll. Þar að auki var hluti orku- og veitunefndar Rangárþings eystra mætt til fundarins en það voru Óli Kristinn Ottósson, Sigríkur Jónsson, Guðmundur Ólafsson og Lárus Einarsson. Samkvæmt skipunarbréfi er Samgöngu- umferðarnefnd umsagnaraðili um þennan málaflokk.
1.Kjör formanns og meðstjórnenda. Samþykkt var samhljóða að Elimar Hauksson verði formaður nefndarinnar. Lagt er til að Jón Valur Baldursson verði varaformaður og Linda Rós Sigurbjörnsdóttir verði ritari nefndari nefndarinnar. Það samþykkt.

2.Í framhaldinu bættist Orku og veitunefnd í hópinn þeir Lárus Einarsson, Sigríkur Jónsson, einnig Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi í hópinn. Einar Grétar Magnússon boðaði forföll.

3.Ljósleiðaravæðing dreifbýlis í Rangárþingi eystra. Ísólfur Gylfi fór yfir fyrirliggjandi gögn og forsögu. Tilboði Mílu var tekið, ekki búið að skrifa undir. Anton Kári segir frá umsóknarferlinu, gert er ráð fyrir 93 tengingum í fyrsta hluta, þ.e undir Eyjafjöllum. Þeir sem ekki styrkhæfir borga allan kostnað sjálfir. Kostnaðaráætlun við verkefnið er um 88 milljónir. Rætt hvaða leið væri best fara, búið var að samþykkja í sveitastjórn að Míla myndi eiga og reka ljósleiðarakerfið. Ókostir við að Míla ætti kerfið ræddir. Póst- og fjarskiptastofnun kemur mögulega til með að setja þak á gjaldtöku og það ætti að halda línugjaldi á sama verði og í þéttbýli. Einstaklingar, sveitafélag og ríki eru að leggja til fé sem fer í einkarekið félag, þ.e. Mílu. Ókostir þess að sveitafélagið ætti kerfið voru einnig ræddir. Mikil útgjöld fyrir sveitafélagið núna, þyrfti að útvega fjármagn. Ótryggt með verðmæti kerfisins í framtíðinni, tækniþróun er hröð. Allur viðhalds- og viðgerðarkostnaður sem og afskriftakostnaður myndi lenda á sveitafélagi ætti það kerfið. Engin trygging er fyrir því að þeir sem nú taka þátt verði áfram notendur kerfisins í framtíðinni. Það tekur langan tíma að borga upp stofnkostnað og raunverulegur rekstrarkostnaður kerfisins er ekki þekktur. Gengið hefur misvel hjá þeim sveitafélögum sem eiga kerfið, lítil reynsla komin á reksturinn.

Míla á strengi hér víða en það ekki eitthvað sem skiptir máli í þessu efni, sama hvaða leið verður farin. Nýttir verða strengir sem fyrir eru ef hægt er.

Ræddur var sá möguleiki sem nú þegar er í skoðun um hvort sveitarfélagið geti átt kerfið en leigi út reksturinn.

Mikilvægt er að semja vel við Mílu með hagsmuni íbúa að leiðarljósi verði sú leið farin. Til stendur að klára að ljósleiðaravæða Rangárþing Eystra árið 2017 ef nægur styrkur fæst úr Fjarskiptasjóði. Ef það gengur ekki þarf að búta verkefnið niður.

Samdóma álit samgöngunefndar er að eðlilegt sé að ganga til samninga við Mílu um að eiga og reka ljósleiðarakerfið undir Eyjafjöllum eins og gert var ráð fyrir í upphafi. Álit nefndarinnar er að unnið verði áfram að ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Rangárþingi eystra með sambærilegum hætti og gert er ráð fyrir í Eyjafjallahluta verkefnisins.

Orku- og veitunefnd tekur undir álit samgöngunefndar varðandi eignarhald á ljósleiðarakerfinu.



Fundargerð upplesin og staðfest af fundarmönnum.