3. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í Skógum, mánudaginn 5. júní 2007, kl. 14:00.

Mætt: Unnur Brá Konráðsdóttir, Sigurbjartur Pálsson, Kjartan Magnússon, Haukur G Kristjánsson, Þorgils Torfi Jónsson, Eydís Indriðadóttir og Ólafur Eggertsson. Auk þess sátu fundinn, Sverrir Magnússon, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Örn Þórðarson og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.

1. Ársreikningar 2006:
1.1 Ársreikningur Skógasafna lagður fram.
Byggðasafnið, hagnaður af rekstri nam 6.199 þús og eigið fé í árslok 136.100 þús.
Héraðsskjalasafnið, hagnaður af restri nam 1.584 þús og eigið fé í árslok 5.485 þús.
Ferðaþjónusta, tap af rekstri nam 1.665 þús og eigið fé í árslok ( 682 ) þús.
Skógakaffi, hagnaður af rekstri nam 62 þús og eigið fé árslok 290 þús.
Samstæðuyfirlit, hagnaður af rekstri nam 6.180 þús og eigið fé í árlok 141.195 þús.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

1.2 Ársreikningur Héraðssjóðs Rangæinga lagður fram.
Hagnaður af rekstri nam 6.916 þús og eigið fé í árslok 157.231 þús.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

1.3. Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga lagður fram.
Hagnaður af rekstri nam 3 þús og eigið fé í árlok 11.378 þús.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
Einnig var rætt nokkuð um málefni tónlistarskólans undir þessum lið.

2. Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu:
Með bréfi landbúnaðarráðuneytisins dags. 13.3.2007, bárust nokkrar athugasemdir vegna draga að fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu. Fjallskilanefnd hefur komið saman og breytt drögunum með tilliti til þessara athugasemda. Héraðsnefnd samþykkti fjallskilasamþykktina með þessum breytingum og fól Guðmundi Einarssyni að senda ráðuneytinu þær að nýju.

3. Innsend erindi:
3.1 Lagt fram bréf frá Kristni Guðnasyni og Ingvari Pétri Guðbjörnssyni þar sem óskað er eftir stuðningi við byggingu reiðhallar á Gaddstaðaflötum. Héraðsnefnd lýsti yfir stuðningi við verkefnið og leggur til að sveitarfélögin í sýslunni styðji verkefnið um kr. 30 milljónir, þannig að Ásahreppur og Rangárþing ytra greiði í sameiningu kr. 10 milljónir og hinum 20 milljónunum verði skipt á milli sveitarfélaganna þriggja.

3.2 Lagt fram bréf frá Margréti Böðvarsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá úthlutað til eignar 1 hektara lands úr landi jarðarinnar Ytri-Skóga. Smári Óskarsson mætti á fundinn, skýrði beiðnina og lagði fram erindi erfingja gefenda jarðarinnar varðandi ráðstöfun jarðarinnar. Formanni Héraðsnefndar falið að taka málið til athugunar. Jafnframt var formanni falið að vinna áfram að deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga.

3.3 Lagt fram bréf frá ábúendum Ytri-Skóga, þar sem þeir óska eftir viðræðum um kaup á jörðinni. Að svo stöddu telur Héraðsnefnd sér ekki fært að verða við ósk landeigenda um sölu á jörðinni.

3.4 Helga Jóhannessyni hrl. falið að yfirfara landamerki milli jarðanna Ytri- og Eystri Skóga.

3.5. Lagt fram bréf frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, þar sem óskað er eftir stuðningi Héraðsnefndar við uppbyggingu á verknámshúsinu Hamri. Fram kom í bréfinu að um yrði að ræða 20 til 25 milljónir sem kæmu í hlut sveitarfélaganna á Suðurlandi. Samþykkt samhljóða.

3.6. Lagt fram bréf frá aðstandendum nýs tónlistarskóla sem fyrirhugað er að stofna, þar sem fyrirhuguð starfsemi var kynnt.

3.7. Lagt fram bréf frá Héraðsbókasafni Ragnæinga ( frestað frá síðasta fundi ) þar sem óskað er eftir framlagi til safnsins á árinu 2007. Samþykkt að veita umbeðinn styrk kr. 1.100.000.

3.8. Lagt fram bréf frá Rangárþingi ytra ( frestað frá síðasta fundi ) þar sem óskað er eftir framlagi til að gera upp skuldir vegna töðugjalda árið 2004. Samþykkt að veita umbeðinn styrk kr. 1.000.000.

Skipan í nefndir:
Í náttúru- og gróðurverndarnefnd voru þessir skipaðir;
Ingibjörg Sveinsdóttir, formaður
Kristinn Jónsson og Valmundur Gíslason.

Til vara;
Ísleifur Jónasson, Haukur G Kristjánsson og Magnús Jóhannson.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Unnur Brá Konráðsdóttir formaður
Guðmundur Einarsson fundarritari