3. fundur heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar, haldinn miðvikudaginn 6. Apríl 2011, kl. 17.00 í Pálsstofu.


Mætt eru Lilja Einarsdóttir, Guðrún Ósk Birgisdóttir, Benedikt Benediktsson, Lárus Viðar Stefánsson og Helgi Jens Hlíðdal.

Efni fundar;

1. Heilsustígar- hugmyndavinna vegna staðsetningar.

Búið er að panta æfingatæki vegna stíganna (sveitastjórn), nú þarf að skipuleggja hvar á að koma tækjum fyrir, en um er að ræða 15 tæki. Engin endanleg niðurstaða fékkst eftir miklar umræður. Ákveðið að funda eftir ca. 2 vikur með landslagsarkitekt og reyna að komast að einhverri niðurstöðu.
Nefndin fagnar að þetta verkefni sé komið svo langt á leið og skorar á sveitarstjórn að skipuleggja fleiri göngustíga í kjölfar þessa verkefnis.

2. Íþróttamiðstöðin- tengibygging.
Lagðar fram breyttar teikningar af stækkun og/eða breytingum á íþróttahúsi, þar sem aðal áherslur eru að stækka ,,anddyri‘‘ og hafa þar tveggja hæða byggingu . Ætlunin er að hafa tvo búningsklefa á jarðhæð og líkamsræktaraðstöðu á efri hæð, sbr. framlagðar teikningar. Miklar umræður sköpuðust um þetta mál , en nefndin er sammála um forgang stækkunar á búningsklefum og líkamsræktaraðstöðu og fagnar því að vinna sé í gangi við skipulagningu stækkunar.

3. Leikjanámskeið sumarið 2011- umræður.
( breytt dagskrá fundar átti að vera 4.liður dagskrár)
Þröstur Sigfússon mætti á fund til að ræða mál Félagsmiðstöðvar.
Bar Þröstur upp þá ósk að fá að nota útistofu á skólasvæði til útiverkefna/vinnu í Félagsmiðstöð- nefndinni lýst vel á þessa hugmynd og styður hana- Þresti bent á að tala við skólastjóra.
Leikjanámskeið sumarsins. Búið er að ræða við forsvarsmenn Dímon íþróttafélags og Þröst um að hafa umsjón og skipuleggja þau. Mörgu velt upp og rætt í sambandi við leikjanámskeið sumarsins og skipulag þeirra. Nefndin sér fyrir sér að gott væri að hefja námskeiðin strax að loknum skóla í vor þá í sirka 3 vikur og svo strax aftur eftir verslunarmannahelgi til byrjunar skóla. Gera þarf þarfagreiningu og auglýsa eftir tillögum um starfsemi leikjanámskeiða. Þröstur mun setja sig í samband við skrifstofu vegna þessa. Standa þarf tímanlega að skipulagningu námskeiða.

4. Tour de Hvolsvöllur- tillögur að dagskrá.
Kynntar hugmyndir um hátíðina, en hugmyndir eru um að hún verði sömu helgi og Hvolsvöllur.is ( grill og fjölskylduhátíð) þ.e 9. júlí 2011.
Lilja lagði fram hugmyndir að dagskrá og óskaði eftir tillögum. Ýmislegt rætt í sambandi við hátíðina, nefndin er sammála að vinna þurfi áfram að dagskránni og tala við þá aðila sem að hafa verið í sambandi við Lilju um skipulag og framkvæmdir hjólreiðahátíðarinnar.

5. Uppbygging leikvalla- farið yfir tillögur um leiktæki.
Lilja kynnti tillögur og verðskrá frá Krumma (fyrirtæki) sendir póst á nefndarmenn, nefndin frestar umfjöllun þessa liðar til næsta fundar.

6. Önnur mál.
Benedikt lagði fram rekstrar og efnahagsreikning KFR 2010til kynningar, hann staðfestur. Helgi Jens skýrði frá að mikið sé af búnaði í íþróttahúsi í ólagi, t.d. badmínton net, dýnur ofl.
Huga þarf að því að laga þetta.

Fundi slitið kl. 19.20.
Fundarritari Guðrún Ósk Birgisdóttir.