3. fundur Fræðslunefndar Rangárþings eystra haldinn í Leikskólanum Örk Hvolsvelli, mánudaginn 31. janúar 2011, Kl: 16:30

Mætt eru: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Guðmunda Þorsteinsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Lárus Bragason, Esther Sigurpálsdóttir, Heiða Scheving leikskólastjóri Arkar, Ingibjörg Sæmundsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskólans, Anna Kristín Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra barna í leikskólanum, Pálína Björk Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks skólans, Anna Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra í Hvolsskóla. Sigurlín Sveinbjarnardóttir skólastjóri Hvolsskóla boðaði forföll, Gissur Jónsson er staðgengill skólastjóra.

Dagskrá

1. Heiða segir frá starfinu í leikskólanum.

Í leikskólanum eru 96 börn nú, verða 99 í næsta mánuði. Deildirnar eru fjórar og fjöldi barna á hverri deild 16 til 29. Árgangar 2005, 2006 og 2008 eru frekar stórir. Tíu börn eru á biðlista öll fædd 2009. Starfsmenn eru 27 í 22 stöðugildum, auk tveggja starfsmanna í ræstingu. 12 kennarar starfandi við skólann, tveir kennarar með kennaramenntun á hverri deild. Dagur leikskólans er 6. Febrúar, verður að því tilefni eldri borgurum boðið að koma í leiksólann föstudaginn 4. Febrúar.

2. Heiða sýndi okkur leikskólann og greindi frá því starfi sem fram fer á deildunum.

3. Starfsmannamál leikskólans. 

Starfsmannahald er í járnum en ekki er stefnt á að auglýsa eftir frekara fólki til starfa.

4. Gissur greindi frá starfi Hvolsskóla. 

Þennan vetur hefur náðst ákveðinn stöðugleiki. Samstarf við leikskólann hefur verið mjög gott, þó heimsóknir séu færri en í fyrra. Hvolskóli hefur tekið þátt í skólahreysti, farið í skíðaferð og leikhúsferð en í þeim sparnaði sem nú er áformaður eru þessar uppákomur til endurskoðunar. Gissur nefnir að það hafi verið farið í skólabúðir að Skógum í haust í stað Reykja í Hrútafirði og það hafi tekist mjög vel. Tíundi bekkur er að safna sér fyrir ferð til Kaupmannahafnar.
Í vor er stefnt er á að vera með stundatöflu fyrir næsta skólaár tilbúna. Fyrirhuguð er námsferð fyrir starfsmenn til Edinborgar í júní til að kynna sér útikennslu og grænfánann.

5. Hugmyndir að sparnaði í Hvolsskóla kynntar. 

Guðlaug greinir frá því að stjórnendur Hvolsskóla hafi kynnt mögulegar sparnaðarleiðir fyrir skólann á fundi þann12. janúar síðast liðinn. Gissur kynnir hugmyndir að sparnaðarleiðum og drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár.

6. Tekið fyrir bréf frá foreldrafélagi Hvolskóla. 

Anna Kristín H. greinir frá því að mjög margir hafi komið að máli við félagið vegna vandræða foreldra á frídögum barnanna. Vilji foreldrafélagsins er að Skólaskjólið verið opið allt árið nema fjórar vikur á ári. Þetta fyrirkomulag er í mörgum öðrum sveitarfélögum. Guðlaug sagði frá því að sveitarfélagið stefnir á að vera með leikjanámskeið eða aðrar lausnir yfir sumartímann.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
Fræðslunefnd telur það mikilvægt að Skjólið verði opið þá daga sem eru starfsdagar, foreldradagar og aðra daga sem eru frídagar samkvæmt kjarasamningum kennara en eru almennir vinnudagar hjá flestum foreldrum. Sveitarstjórn er hvött til fylgja þessu máli eftir.


7. Borist hafa óskir um aðstoð við heimanám í Skjólinu. 

Það fyrirkomulag var á síðast liðinn vetur en vegna mannekklu hefur ekki verið hægt að sinna því í vetur. Rætt kosti þess og galla að börnin sinni heimanámi í Skjólinu eða heima með foreldrum. Ljóst er að vilji er hjá foreldrum að hafa möguleika á heimanámi í skjólinu. Á föstudögum lokar m.a. Skjólið klukkan 16:00 sem kemur sér mjög illa á einstaka vinnustöðum.
Umræður spunnust um hvernig greitt er fyrir Skjólið. Bent er á að upplýsingar um Skjólið hafa ekki komist nógu vel til skila. Stungið upp á því koma samræmdum upplýsingum inn á heimasíðu skólans um þjónustuna sem Skjólið veitir.

8. Gissur fór yfir hugmyndir að eflingu fjarnáms. 

Sigurlín skólastjóra var falið að kanna hvort hægt væri að taka hluta framhaldsnámsins á svæðinu í samstarfi við framhaldsskóla. Í könnun sem skólinn lagði fyrir kom fram að foreldrar 10. bekkingja voru mjög jákvæðir en nemendur síður jákvæðir. Sigurlín vinnur áfram að verkefninu.


9. Önnur mál:

Guðlaug veltir upp hugmyndum um tónlistarskólann og tónlistarnám sem tengist niður í leikskólann. Borin upp eftirfarandi ályktun:
Fræðslunefnd vill beina því til sveitarstjórnar að athuga hvort að Tónlistarskólinn geti kennt börnum á elsta stigi í leikskólanum fyrir þá foreldra sem það vilja. Og mun kennslan fara fram í leikskólanum á leikskólatíma í samvinnu með starfsfólki leikskólans.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 19:22
Fundargerð ritaði Oddný Steina Valsdóttir.

Guðlaug Ósk Svansdóttir
Guðmunda Þorsteinsdóttir
Esther Sigurpálsdóttir
Oddný Steina Valsdóttir
Lárus Bragason
Gissur Jónsson
Heiða Scheving
Ingibjörg Sæmundsdóttir
Anna Kristín Guðjónsdóttir
Anna Kristín Helgadóttir
Pálína Björk Jónsdóttir