Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar þann 21/8 2002 haldinn að Staðarbakka.

Allir nefndarmenn mættir:

1. Farið yfir reikninga síðastliðið ár og yfirfarin tillaga að álagningu fjallskila fyrir árið 2002. Smávægilegar athugasemdir gerðar.
Samþykkt að álagningin verði óbreytt frá fyrra ári þ.e. 14 kr. per landverð og 60 kr. á per ásetta kind.
Áætlun gerir ráð fyrir tekjum vegna álagningar kr. 714.042, vinnuframlag
kr. 416.000,- leitarmenn, fæði og annar kostnaður kr. 300.000,-
Farið yfir skipan í leitir, smávægilegar breytingar gerðar.

2. Lögð fram tillag um þóknun fyrir umsjón húsa fyrir Bólstað 24.000,- kr.,
Fell 12.000,- kr. , önnur vinna og akstur greitt samkv. reikningum. Samþykkt.

Fleira ekki gert
Fundi slitið 11:50

Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson