Fundargerð 29. fundar fræðslunefndar Rangárþings eystra,  haldinn fimmtudaginn 7. Janúar 2016
Formaður setti fund kl 16:30
Mættir eru: Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Daníel Gunnarsson, Benedikt Benediktsson varamaður Tómasar Grétars Gunnarssonar sem boðaði forföll, Unnur Óskarsdóttir, Pálína Björk Jónssdóttir, Birna Sigurðardóttir, Anna Kristín Helgadóttir, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (fulltrúi foreldra grunnskólabarna) og Berglind Hákonardóttir (fulltrúi foreldra leikskólabarna). Christiane Bahner varamaður Hildar Ágústsdóttur boðaði forföll.

1.Skólanámskrá Hvolsskóla borin upp til samþykktar
Birna fylgdi skólanámskrá úr hlaði. Starfsmanna hlutinn er á lokametrunum í endurritun.
Skólanámskrá borin upp til samþykktar, samþykkt samhljóða

2.Mat á innleiðingu Skólastefnu Rangárþings eystra
Skólastjórar grípa til Skólastefnunnar  í sínum störfum. Anna Kristín ræddi um að jafnréttisætlun er í gangi í leikskólanum. Ekki er til áætlun í grunnskólanum en er í vinnslu.  Jákvæð viðbrögð vegna upplýsinga um skólastarf á samfélagsmiðlum. Skólastefnu varpað upp og umræður um hana:
Umhverfismál: Leikskólastjóri vill taka fastari tökum. Meiri flokkun á sorpi. 
Námið: Sjálstæð vinnubrögð ofarlega hjá leikskólanum.  Kennaramenntaðir einstaklingar í öllum kennarastöðum í grunnskóla.  Sjálstæð vinnubrögð. Hugmynd í gangi hjá skólaráði og leikskólastjóra um halda fund með foreldrum um læsi. Samvinna í gangi á milli leik- og grunnskóla.  Rædd hugmyndin að senda einn bekk í leikskólann til að lesa fyrir leikskólabörn í tengslum við dag íslenskrar tungu.  Upplýsinga- og tæknimennt: mest er breytingin á yngsta stigi í notkun snalltækja í kennslu.  Fyrirspurn  frá Kalta Geopark hvort  grunnskólinn hafi áhuga að vera þáttakandi í Unesco Geopark skóla. 
Skólarnir og nærsamfélagið: Nýbúar:  verið er að vinna að móttökuáæltun fyrir allt sveitarfélagið. Forvarnaráætlun í vinnslu á vegum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Umræður um framhaldsskólamál í sveitafélaginu.  Formaður fræðslunefndar ræði við sveitastjóra um málið.  Einnig um ástæður þess að heimavist Fsu hafi verið seld.
Eftir yfirferð Skólastefnunar  er ljóst að hún er lifandi plagg. Fræðslunefnd lýsir ánægju með hvernig tekist hefur til með að vinna eftir skólastefnu Rangárþings eystra.  Huga verður að umbótaáætlun að ári eftir yfirferðina þá ef þörf krefur.

3.Þátttaka í Skólapúlsinum
Ákveðið hjá grunnskóla að taka þátt í Skólapúlsinum. Starfsmanakönnun annað hvert ár og foreldrakönnun annað hvert ár. Nemendakönnum á hverju ári.  Verið er að vinna að þróun á mati hjá leikskólanum, ekki ljóst hvort Skólapúlsinn verði notaður. 

4.Önnur mál
Anna Kristín sagði frá starfinu á leikskólanum. Starfmenn að fara í námsferð til Svíþjóðar. Fjöldi nem 103 sem er sögulegt hámark. Búið að fullmannna allar stöður á leikskólanum samtals 36 starfsmenn.
Einnig sagði hún frá aðgerðaráætlun um að fjölga fagfólki m.a. hefur verið látið vita í fjölmiðlum hvað er að gerast í leikskólanum og vilji er til að starfið sé sýnilegt út á við.  Kynna þarf leikskólann betur fyrir  nemendum a elsta stigi Hvolsskóla og hvetja þá til að velja leikskólann í vali grunnskólans. Útbúa auglýsingabækling um leikskólann og sveitafélagið til að kynna fyrir leikskólakennaranemum.
Vinnstaðasálfræðingur er að vinna með starfmönnum leikskólans. Tvö námskeið í gangi; Hamingja hversdagsins og  Vinnumennig á vinnustað.
Matarsóun rædd: nefndin benir því til skólastjórnenda að skoða hvað er hægt að gera  í þeim efnum og hvort sóun sé vandamál og koma tillögur á næsta fundi ef þarf. 
Fundi slitið kl 18:20