1. Samþykkt að Kristinn Jónsson verði formaður nefndarinnar og ritari.
2. Farið yfir reikninga síðasta árs.
Samþykkt að fyrsta leit á Grænafjall verði föstudaginn 12.september.
Byggðasmölun fari fram 20.september.
Samþykkt að álögð fjallskil 2014 verði eftirfarandi. Greitt verði 5 kr. á per landverð og 60 kr. á per ásetta kind.
Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá fyrra ári.
Samþykkt að smala Rauðanefstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim.
Skipað var í leitir og réttarferðir.
3. Borið var á afréttinn 16.júní samtals 20 poka af 25-5. Styrkur úr Landbótasjóði var 460.000,- og 300.000,- frá Rangárþingi eystra.
Sjö bændur sáu um áburðadreifinguna + grill. Leyft var að fara með fé á afrétt 8.júní.
4. Bréf vegna gerðs landbótaáætlunar vegna landnýtingarhluta gæðastýrðar sauðfjárframleiðslu. Samþykkt að fá Gústaf Ásbjörnsson verkefnisstjóra gæðastýringamála hjá Landgræðslu ríkisins á fund með nefndinni.
5. Önnur mál :
Fellsgirðingin er ekki í lagi, einnig er afréttargirðingin mjög léleg.
Samþykkt að koma þessu í lag.
Fjallað um sólarrafhlöður í skálana. Ákveðið að kanna málið.
Fundi slitið kl. 22:10.
Kristinn Jónsson
Rúnar Ólafsson
Ágúst Jensson