Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn á Staðarbakka 31.júlí 2014 kl.20:30.
Mættir voru allir nefndarmenn, Kristinn Jónsson, Rúnar Ólafsson og Ágúst Jensson.

1. Samþykkt að Kristinn Jónsson verði formaður nefndarinnar og ritari.
2. Farið yfir reikninga síðasta árs.
Samþykkt að fyrsta leit á Grænafjall verði föstudaginn 12.september.
Byggðasmölun fari fram 20.september.
Samþykkt að álögð fjallskil 2014 verði eftirfarandi. Greitt verði 5 kr. á per landverð og 60 kr. á per ásetta kind.
Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá fyrra ári.
Samþykkt að smala Rauðanefstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim.
Skipað var í leitir og réttarferðir.
3. Borið var á afréttinn 16.júní samtals 20 poka af 25-5. Styrkur úr Landbótasjóði var 460.000,- og 300.000,- frá Rangárþingi eystra.
Sjö bændur sáu um áburðadreifinguna + grill. Leyft var að fara með fé á afrétt 8.júní.
4. Bréf vegna gerðs  landbótaáætlunar vegna landnýtingarhluta gæðastýrðar sauðfjárframleiðslu. Samþykkt að fá Gústaf Ásbjörnsson verkefnisstjóra gæðastýringamála hjá Landgræðslu ríkisins á fund með nefndinni.
5. Önnur mál :
Fellsgirðingin er ekki í lagi, einnig er afréttargirðingin mjög léleg.
Samþykkt að koma þessu í lag.
Fjallað um sólarrafhlöður í skálana. Ákveðið að kanna málið.




Fundi slitið kl. 22:10.


Kristinn Jónsson
Rúnar Ólafsson
Ágúst Jensson