Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka þann 15.júlí 2013 kl.21:00.

Allir aðalnefndarmenn mættir, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Ágúst Jensson.

Formaður, Kristinn Jónsson setti fund og stjórnaði.

1. Áburðadreifing á afréttinn fór fram þann 14.júní samkvæmt uppgræðsluáætlun. Borið var á svæði í Tröllagjá einnig austan og vestan við hana samtals 10.2 tonn. Sjá nánar á loftmyndum. Að verkinu komu Eggert Pálsson, Rúnar Ólafsson, Ólafur Þorri Gunnarsson , Guðmundur Jónsson, Ágúst Jensson, Kristinn Jónsson, Jens Jóhannsson og Bjarni Steinarsson. Guðbjörg Júlídóttir og Auður Ágústsdóttir grilluðu fyrir mannskapinn að loknu verki í Felli.
Skoðunarferð til að kanna ástand gróðurs hafði verið farinn með fulltrúa Landgræðslunnar þann 9.júní og þá var ákveðið að heimila upprekstur 11.júní.

2. Farið var yfir reikninga síðasta árs.
Samþykkt að álagning 2013 verði eftirfarandi: 
Greitt verði 5 kr.per landverð og 60 kr. per ásett  kind. Lækkun er á landverð en hækkun á per kind. Greiðsla fyrir leitir og réttarhefðir verði óbreytt frá fyrra ári. Samþykkt að smala Rauðanefsstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim. Fyrsta leit á Grænafjall verður farin föstudaginn 13.september.
Byggðasmölun fari fram laugardaginn 21.september .
Lögrétt verður sunnudaginn 22.september.
Skipað var í leitir og réttarferðir.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:45
Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Ágúst Jensson