Fundur fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 27.maí 2013 kl 21:00.

Allir aðalnefndarmenn mættir, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Ágúst Jensson.

Formaður setti fund og stjórnaði.

1. Styrkveitingar til uppgræðslu á afréttinum hafa verið samþykktar, samtals kr.800.000,- 500.000,- frá Landbótasjóði og 300.000,- frá sveitarfélaginu. 
Þar sem að skattyfirvöld hafa hafnað því að búnaðarfélagið fái endurgreiddan skattinn af áburðakaupunum er ákveðið að kaupa áburðinn í gegnum þrjá einstaklinga þ.e. stjórnarmenn. Búnaðarfélagið sér áfram um umsýsluna á áburðakaupum.

2. Ákveðið að fara í skoðunarferð um 10.júní til að kanna ástand gróðurs, áburðadreifing fari helst fram fyrir 17.júní.


Fleira ekki gert, fundi slitið
Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Ágúst Jensson