F U N D A R G E R Ð

 

 

 

253. fundur sveitarstjórnar

haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 12:00.

 

 

Fundinn sátu:

Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Viðarsson, Lilja Einarsdóttir, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson, Christiane L. Bahner og Margrét Jóna Ísólfsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Margrét Jóna Ísólfsdóttir, Skrifstofu- og fjármálastjóri.

 

 

                                    

Dagskrá:

Oddviti leitar eftir því að fá að bæta á dagskrá fundarins:
Lið 20, 9. fundi Fargráðs söguseturs, Lið 22, 70. fundi skipulagsnefndar, lið 23. umsögn um grænbók og lið 24. Breytingu á nefndarskipan skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða.

1.

Kosning í Byggðarráð - 1906049

 

Skv. 27. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra skal kjósa þrjá sveitarstjórnarmenn í byggðarráð til eins árs.
Tillaga er um að Elín Fríða Sigurðardóttir, Benedikt Benediktsson og Christiane L. Bahner verði kosin í byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga er um að Elín Fríða Sigurðardóttir verði kosin formaður byggðarráðs og Benedikt Benediktsson varaformaður.
Samþykkt samhljóða.

     

2.

Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs - 1906048

 

Skv. 7. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra skal kjósa oddvita og varaoddvita til eins árs í senn.
Tillaga er um að Lilja Einarsdóttir verði kosin oddviti og Benedikt Benediktsson varaoddviti.
Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum AKH, EFS, BB, GHÓ, RB og GV. 1 situr hjá CLB.

     

3.

Sumarleyfi sveitarstjórnar - 1906052

 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir tillögu að sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 8. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með störf og ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur ella skv. 31. gr. um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Felldir eru niður reglulegir fundir sveitarstjórnar í júlí og ágúst, næsti fundur sveitarstjórnar 12. september 2019. Þess má geta að byggðarráð fundar að jafnaði síðasta fimmtudag í mánuði.
Tillagan samþykkt samhljóða.

     

4.

Ósk um samstarf sveitarfélagsins við Tónsmiðju Suðurlands - 1906047

 

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að ganga til samstarfs að svo stöddu. Sveitarfélagið á og rekur Tónlistarskóla Rangæinga ásamt öðrum sveitarfélögum. Þar er boðið upp á fjölbreitt og metnaðarfullt nám fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

     

5.

Unicef á Íslandi; erindi til sveitarstjórnar - 1906044

 

UNICEF á Íslandi hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrlausnar og gagnaöflunar.
Samþykkt samhljóða.

     

6.

Beiðni um styrkveitingu til Styrktarfélags Klúbbsins Stróks - 1906051

 

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

     

24.

Skipulagsnefnd; Breyting á nefndarskipan - 1906077

 

Víðir Jóhannsson hefur beðist lausnar frá störfum skipulagsnefndar, vegna anna. Í hans stað tekur sæti Þórir Már Ólafsson.
Sveitarstjórn þakkar Víði fyrir vel unnin störf í skipulagsnefnd og býður Þóri Má velkomin til starfa.
Samþykkt samhljóða.

     

7.

Umsögn; Hvolsvegur 29, rekstrarleyfi - 1906062

 

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

     

8.

Umsögn; Ysta Skála; gistileyfi - 1906063

 

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

     

9.

Skipulagsnefnd - 71 - 1906002F

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð í heild sinni.

 

9.1

1906012 - Þórsmörk; Brú yfir Þröngá

 

Þar sem umrætt svæði er innan þjóðlendu þarf að fá umsögn forsætisráðuneytis vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Skipulagsnefnd leggur einnig til að fá umsögn afréttarhafa þar sem að framkvæmdarsvæði er á afréttarsvæði V-Eyfellinga. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna varðandi hönnun og staðsetningu brúarinnar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

 

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.

 

9.2

1905084 - Landskipti; Eystra Seljaland

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

 

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.

 

9.3

1905080 - Ósk um breytingu á staðfangi

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á spildunni.

 

Sveitarstjórn samþykkir nafnið á spildunni.

 

9.4

1905072 - Landskipti; Stóra-Mörk 1 - Lóð C

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Nefndin fer fram á að uppdrætti verði breytt og teknir út skilmálar varðandi heimilar byggingar, en slíkt heyrir undir deiliskipulagsgerð og á ekki erindi á landskiptauppdrætti.

 

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir nafnið á hinni nýju spildu.

 

9.5

1905015 - Deiliskipulagsbreyting; Ytri-Skógar

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

 

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar um að fresta erindinu.

 

9.6

1903206 - Deiliskipulag - Kirkjuhvoll og Heilsugæslan Hvolsvelli

 

Skipulagsnefnd lýst vel á framkomnar tillögur. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

Sveitarstjórn tekur vel í þær tillögur að skipulagsbreytingum á Kirkjuhvolsreit sem lagðar hafa verið fram. Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar um að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

9.7

1901037 - Brúnir 1; Aðalskipulagsbreyting

 

Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft vegna nálægðar og tengingar við áningarstað Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar Íslands um að landi sé raskað eins lítið og mögulegt er þegar framkvæmdir hefjast og einnig að reynt verði að fella allar framkvæmdir/byggingar að umhverfinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að endanleg útfærsla aðalskipulagsbreytingar verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar Íslands um að landi sé raskað eins lítið og mögulegt er á meðan á framkvæmdum stendur á skipulagssvæðinu og að öll mannvirki verði felld að umhverfinu eins og kostur er. Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

9.8

1811020 - Hvolsvöllur; Deiliskipulag

 

Lýsing deiliskipulags hefur verið auglýst og umsagnir umsagnaraðila borist. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Minjastofnunar og verður gerður prufuskurður í rústahól inna skipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

9.9

1805024 - Brúnir 1; Deiliskipulag

 

Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um að byggingarskilmálar þurfi að vera skýrir þannig að byggingar falli vel að umhverfinu m.t.t. litasamsetningar og yfirbragðs. Skipulagsnefnd tekur undir óskir Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft vegna nálægðar við tengingar og áningarstað Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar Íslands um að gæta þess að landi sé raskað eins lítið og mögulegt sé og að ekki verði plantað framandi, ágengum plöntum á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn tekur undir framkomnar athugasemdir um að byggingarskilmálar þurfi að vera skýrir þannig að öll mannvirki á skipulagssvæðinu falli vel að umhverfinu og að landi sé raskað eins lítið og kostur er. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Vegagerðarinnar um að samráð skuli haft vegna tengingar og áningarstaðs Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Náttúrufræðistofnunar Íslands um að ekki verði plantað framandi, ágengum tegundum á skipulagssvæðinu. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

9.10

1703021 - Eyvindarholt-Langhólmi; Deiliskipulag

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 3. maí 2019 og tekur undir að byggingarskilmálar þurfi að vera skýrari og hróflað verði sem minnst við ásýnd svæðisins og lágmarka þannig neikvæð umhverfisáhrif. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framkomna breytingartillögu við deiliskipulagið þar sem að brugðist er við fyrrgreindum athugasemdum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir um að byggingarskilmálar þurfi að vera skýrir og að ásýnd skipulagssvæðis verði sem minnst raskað. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

9.11

1511092 - Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að skoða nánar útfærslu á þjóðvegi 1 í samræmi við upphaflegar útfærslur.

 

9.12

1905085 - Stöðuleyfi; Borgir, A-Landeyjum

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. júlí 2019 til 30. júní 2020.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. júlí 2019 til 30. júní 2020.

 

9.13

1906038 - Landskipti; Hamragarðar

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitin á hinum nýju lóðum.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.

 

9.14

1906039 - Stöðuleyfi; Hvolsvöllur

 

Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 30. september 2019.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til 30. September 2019.

 

9.15

1905002 - Hamragarðar; Umsókn um stöðuleyfi

 

Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis.

 

Sveitarstjórn hafnar veitingu stöðuleyfis.

     

10.

36. fundur; Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefndar; 2. mai 2019 - 1906042

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð nefndarinnar.

     

11.

Tónlistarskóli Rangæinga; 12. stjórnarfundur - 1905058

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð stjórnarinnar.

     

12.

Bergrisinn; fundargerð 6. fundar stjórnar; 27. mai 2019 - 1906040

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

     

Lilja Einarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu dagsrkáliða 20.1 og Benedikt Benediktsson tekur við stjórn fundar. Guri Hilstad Olason tekur hennar sæti.

20.

Fagráð Sögusetursins - 9 - 1905002F

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð fagráðs Söguseturs í heild sinni.

 

20.1

1904001 - Staða Sögusetursins

 

Fagráðið leggur til við sveitarstjórn að núverandi samningi um rekstur Söguseturs verði sagt upp.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og varaoddvita að endurskoða samning við rekstraraðila. Samþykkt samhljóða.

 

20.2

1903145 - Framtíðarstaðsetning Njálurefilsins

 

Fagráðið ræddi ýmsa möguleika varðandi uppbyggingu Söguseturs og sýningu á Njálureflinum til framtíðar. Fagráðið leggur fram greinargerð varðandi næstu skref fyrir nýtt sýningarhús. Fagráðið beinir því til sveitarstjórnar að strax verði farið í undirbúning og hönnun þar sem að að stutt er í að refillinn verði tilbúinn til sýningar.

 

Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar og Guri Hilstad Olason víkur af fundi.
Sveitarstjórn þakkar Fagráði Sögusetursins fyrir metnaðarfullar tillögur.
Til að hægt verði að sýna Njálurefilinn sem fyrst, þegar saumaskap við hann lýkur, telur sveitarstjórn hinsvegar farsælast að farið verði í undirbúning og hönnun á núverandi húsnæði Söguseturs. Sveitarstjórn telur ekki forsvaranlegt né ábyrgt, að svo stöddu, að byggja nýtt húsnæði undir Njálurefilinn né byggja við núverandi húsnæði. Sveitarstjórn óskar eftir fundi með fagráði Söguseturs þar sem málin verði rædd nánar.
Samþykkt samhljóða.

 

20.3

1808052 - Njálurefillinn: Ferð til Bayeux í Frakklandi 25. - 29.4.2019

 

Fagráðið fagnar heimsókninni og greinargóðri kynningu í kjölfar hennar. Fagráðið telur að heimsóknin hafi skilað góðum árangri og mikilvægt fyrir framtíð Njálurefilsins að vera í góðum samskiptum við sýningarhaldara í Bayeux. Lagðir fram minnispunktar frá fundi hópsins með Antoine Verney safnstjóra Bayeux Museums.

   
 

20.4

1905020 - 9. fundur Fagráðs Sögusetursins; Önnur mál

 

Enginn önnur mál rædd.

   
     

22.

Skipulagsnefnd - 70 - 1905004F

 

Sveitastjórn staðfestir bókun skipulagnefndar og svör við athugasemdum.

 

22.1

1511092 - Miðbær; deiliskipulag; endurskoðun

 

Farið var yfir tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust á augýsingatíma tillögunnar. Samþykkt er tillaga að svörum sem skipulasfulltrúi lagði fyrir fundarmenn. Bætt var við svari við athugasemd frá Ólafi Oddssyni um gönguþverun við Apótek. Gönguþverun á þeim stað sem lagt er til í athugasemd uppfyllir ekki umferðaröryggi gangandi vegfarenda nema með mikum breytingum á hönnun vegarins. Einnig var bætt upplýsingum við svar við athugasemd Huldu Dóru í sambandi við undirgöng austan við Hvolsvöll. Vegna grunnvatnsstöðu er ekki talið forsvaranlegt að gera undirgöng á þeim stað sem lagt er til í athugasemd.
Tillögur að svörum samþykktar með ofangreindum viðbótum.

   
     

13.

Gamli bærinn í Múlakoti; 16. fundur stjórnar - 1905069

 

Lagt fram til kynningar.

     

14.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 196. fundur stjórnar; 9. mai 2019 - 1906045

 

Lagt fram til kynningar.

     

15.

Samband íslenskra sveitarfélaga; 871. fundur stjórnar; 29. mai 2019 - 1906041

 

Lagt fram til kynningar.

     

16.

Landeyjahöfn; Drög að matsáætlun vegna viðhaldsdýpkunar - 1905088

 

Umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

     

17.

Mennta - og menningarmálaráðuneyti; Námsstyrkir vegna nýliðunar kennara - 1906046

 

Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.

     

18.

Skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra - 1906050

 

Lagt fram til kynningar.

     

19.

Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326

 

Lagt fram til kynningar.

     

21.

Aukafundaseta sveitarstjórnamanna - 1906053

 

Lagt fram til kynningar.

     

23.

Grænbók; um stefnu í málefnum sveitarfélaga - 1905100

 

Lagt fram til kynningar umsögn sveitarstjórnar við Grænbók, stefnu um málefni sveitarfélaga.
Umsögn sveitarstjórnar Rangárþings eystra við Grænbók, stefnu um málefni sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra fagnar því að verið sé að vinna að stefnumótun í málefnum sveitarstjórnarstigsins. Hins vegar gagnrýnir sveitarstjórn þann stutta tíma sem sveitarfélögum er ætlaður til að fjalla um verkefnið og veita umsögn við framkomna Grænbók. Í dreifðari byggðum er algengt að fundartími sveitarstjórna sé einu sinni í mánuði. Af þeim sökum hefur sveitarstjórn ekki gefist nægur tími til umfjöllunar um umræðuskjalið eins og æskilegt hefði verið.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra vill koma því á framfæri að mikilvægt er að skilgreina með skýrum hætti hvað sé átt við með því að sveitarfélag sé öflug og sjálfbær stjórnsýslueining og hvað í því felst. Telst það til ósjálfbærni að vinna að málefnum í samvinnu við önnur sveitarfélög í gegnum byggðarsamlög ? Þetta atriði þarf að vera skýrt áður en lengra er haldið og markmiðum náð.
Mikilvægt er að sameiningar sveitarfélaga byggist ekki eingöngu á höfðatölu sjónarmiði, heldur sé einnig horft til annarra þátta m.a. landfræðilegra, enda skipta þá framúrskarandi samgöngur verulegu máli. Koma þarf á verulegum hvata sem felur í sér samfélagslegan og fjárhagslegan ávinning svo sveitarfélög sjái hag sinn í að fara í frjálsar sameiningar. Vinna við sameiningar sveitarfélaga þarf að byggja á faglegum rökum, vönduðum vinnubrögðum og gæta þarf að því að flækja stjórnsýsluna að óþörfu svo að þriðja stjórnsýslustigið verði ekki óhjákvæmilegt með t.d. hvefis- eða þéttbýlisráðum. Enda er fjallað um í Grænbókinni að gæta skuli að sjálfsstjórn sveitarfélaga og rétti þeirra til að ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð, svo sem verkefnum og fjárhag. Sveitarstjórn Rangárþings eystra telur því að forðast skuli það eins og kostur er að fara í þvingaðar sameiningar sveitarfélaga.
Í tengslum við þá umræðu sem átt hefur sér stað varðandi þær fyrirætlanir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands, vill sveitarstjórn Rangárþings eystra hnykkja á því að skipulagsvald sveitarfélaganna verði virt, enda mikilvægt að íbúar hvers sveitarfélags hafi með raunverulegum hætti tækifæri til þátttöku og áhrifa í sínu nærsamfélagi.
Sveitarstjórn telur jákvætt að boðað hafi verið til aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um málið sérstaklega.
F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri
Lilja Einarsdóttir, oddviti
Sveitarstjórn staðfestir umsögnina.

     

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00