F U N D A R G E R Ð

 

252. fundur sveitarstjórnar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 6. júní 2019 og hófst hann kl. 12:00.

 

Fundinn sátu:

Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Viðarsson, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason, Anna Runólfsdóttir og Margrét Jóna Ísólfsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

  1. 1.     Rangárþing eystra; Ársreikningur 2018 - 1904268

Helstu niðurstöður úr ársreikningi 2018, í þús. kr.

 

Rekstrarreikningur                                           A-hluti            A og B hluti

 

     Rekstrartekjur.........................................  1.802.080               1.937.481

     Rekstrargjöld.......................................... (1.541.865)           (1.596.956)

     Fjármagnstekjur og -gjöld......................        61.191                   39.049

     Tekjuskattur............................................                0                      (951)

     Rekstrarniðurstaða..................................     249.609                 295.971

 

Efnahagsreikningur                                          A hluti            A og B hluti

Eignir:

      Fastafjármunir.......................................   2.929.925             3.108.243

      Veltufjármunir.......................................      413.814               323.507

      Eignir samtals........................................   3.343.739            3.431.750

Skuldir og eigið fé:

      Eiginfjárreikningur................................   2.391.185            2.283.011

      Skuldbindingar......................................      139.666               139.666

      Langtímaskuldir....................................      477.049                675.789

      Skammtímaskuldir................................      335.839                333.284

      Skuldir og skuldbindingar alls..............      952.554             1.148.739

      Eigið fé og skuldir samtals...................    3.343.739             3.431.750

 

 

Sjóðstreymi                                                        A-hluti            A og B hluti

      Veltufé frá rekstri.................................        345.330              385.162

      Handbært fé frá rekstri.........................          67.513              103.530

      Fjárfestingahreyfingar..........................      (630.159)           (610.641)

      Fjármögnunarhreyfingar.......................        433.454              377.918

      Lækkun á handbæru fé........................       (129.193)            (129.193)

      Handbært fé í árslok                                             20.942                 20.942

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með góða útkomu ársreiknings og þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðri niðurstöðu. Jákvæð niðurstaða skýrist að mestu leiti vegna framlags frá Héraðsnefnd Rangæinga vegna sölu lands, fjölgunar íbúa og þar af leiðandi auknum útsvarstekjum.
Ársreikningur ársins 2018 samþykktur samhljóða.

Bókun fulltrúa L-lista
Ég fagna jákvæðri niðurstöðu ársreiknings fyrir árið 2018. Það gefur augaleið að árið 2018 var gott ár fyrir sveitarfélagið og gefur von um áframhaldandi velgengni.
Talsvert misræmi er milli áætlana og raunútkomu í mörgum liðum. Við breytingar á fjármálum ber sveitarstjórn að gera viðauka við fjárhagsáætlun jafnóðum, einkum þegar um stór útgjöld er að ræða sem eru ekki talin innan venjulegs ramma svo og þegar tekjur hækka til muna.
Vonandi er stefnt að því að hafa þetta í lagi framvegis, enda er mikilvægi þar nefnt sem hluti af innra eftirliti í skýrlu endurskoðenda.

2.

Grænbók; um stefnu í málefnum sveitarfélaga - 1905100

 

Sveitarstjóra og oddvita falið að senda inn athugasemd um Grænbók inn í samráðsgátt, í samræmi við umræðu fundarins.
Samþykkt samhljóða.

     

3.

Umsögn; Hlíðarvegur 7 Veitingaleyfi - 1904231

 

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

     

4.

Umsögn; Hellishólar hótel gistiskáli 2 - 1802022

 

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

     

 

5.

Menningarnefnd - 27 - 1905001F

 

Fundargerð samþykkt í heild.

 

5.1

1903252 - Páskar í Rangárþingi eystra 2019

   
 

5.2

1901059 - Kjötsúpuhátíð 2019

   
 

5.3

1901046 - Þorrablót í Rangárþingi eystra

   
 

5.4

1707061 - Afsteypa af höggmynd Nínu Sæmundsson: Waldorf Astoria.

   
 

5.5

1811033 - Nínulundur

   
 

5.6

1905014 - 27. fundur menningarnefndar; Önnur mál

   
     

6.

Menningarnefnd - 28 - 1905005F

 

Sveitarstjórn lýsir yfir ánæju með nýtt fyrirkomulag um úthlutun menningarstyrkja í sveitarfélaginu og óskar styrkhöfum til hamingju.
Fundargerð samþykkt í heild.

 

6.1

1904265 - Menningarsjóður Rangárþings eystra; Vorúthlutun 2019

 

Menningarnefnd Rangárþings eystra leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr Menningarsjóð Rangárþings eystra

Sigurður Flosason: Jazz undir fjöllum: 300.000
Rut Ingólfsdóttir: Messías í tveimur kirkjum: 100.000
860 ljósmyndaklúbbur: Útiljósmyndasýning í Miðbæ Hvolsvallar: 350.000

Menningarnefnd óskar styrkþegum kærlega til hamingju með úthlutunina.

 

Sveitarstjórn lýsir yfir ánæju með nýtt fyrirkomulag um úthlutun menningarstyrkja í sveitarfélaginu og óskar styrkhöfum til hamingju.

 

6.2

1905062 - 28. fundur Menningarnefndar; Önnur mál

 

Menningarviðburðir í Rangárþingi eystra

Það er virkt menningarstarf í Rangárþingi eystra og hefur vorið einkennst af glæsilegum viðburðum, hvort sem það er í tónlist eða leiklist. Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með það frábæra og þakkláta starf sem unnist hefur. Menningarnefnd telur það mikilvægt að einhver fulltrúi sveitarfélagsins sé til staðar á þeim viðburðum sem fram fara innan sveitarfélagsins og færi þátttakendum þakklætisvott fyrir hið óeigingjarna starf sem fram fer.

Kjötsúpuhátíð 2019
Auglýsing útbúin vegna viðburðarstjóra og "ballhaldara."


Afsteypa af höggmynd Nínu og Nínulundur.
Friðrik Erlingsson fer yfir stöðu mála.

 

Sveitarstjórn fagnar fjörlbreyttu menningarstarfi í sveitarfélaginu og öflugu starfi menningarnefndar.

     

7.

42. fundur Fræðslunefndar Rangárþings eystra - 1906036

 

Fundargerð samþykkt í heild.

     

8.

14. fundur velferðarnefndar Rangárþings eystra - 1906035

 

Sveitarstjóra og oddvita falið að leggja loka hönd á starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
Fundargerð samþykkt í heild.

     

9.

39. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu - 1906034

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

10.

204. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. - 1906032

 

Liður 2
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og þakkar íbúum fyrir áhuga þeirra og tillitsemi við innleiðingu lífrænnar flokkunar og þeirra byrjunarörðuleika sem skapast geta við upphaf nýrra verkefna.
Fundargerð staðfest í heild.

     

11.

280. fundur Sorpstöðvar Suðurlands - 1906033

 

Fundargerð staðfest í heild.

     

12.

Samband íslenskra sveitarfélaga; Boðað til aukalandsþings 6. september - 1905101

 

Lagt fram til kynningar.

     

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:22