Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 27.júní 2012 kl. 21:00.

Mættir voru allir aðalnefndarmenn, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Ágúst Jensson.                         

Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

1. Farið var í árlega skoðunarferð með fulltrúa landgræðslunnar 5.júní til að kanna ástand gróðurs. Ástand gróðurs var allgott og var ákveðið að leifa upprekstur á afréttinum 9.júní. Fellshúsið var málað síðastliðið haust og sáu starfsmenn áhaldahússins um það verk.

2. Áburðardreifing fór fram 15.júní 2012 og tóku  fimm bændur þátt í því að þessu sinni. 10.2 tonn voru borin á í Tröllagjá og nágrenni.
Landbótasjóður styrkti verkefnið um 480.000 og sveitarsjóður um 300.000.

3. Ákveðið var að stefna að því að rétta fjallfé inn í Þórólfsfelli í haust. Vinna þarf að undirbúningi og framkvæmdum í júlí og ágúst. Formanni Fjallskilanefndar falið að vinna í málinu á samráði við sveitarstjórn.

4. Ákveðið að fyrsta leit á Grænafjall verði farin föstudaginn 14.september 2012. Byggðasmölun fari fram 22.september.
Lögrétt verður mánudaginn 24.september.
Samþykkt að smala Rauðanefstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim.

5. Samþykkt að álagning verði þannig: 
Greitt verði 6 kr. per landverð og 55 kr. per ásetta kind.
Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt frá fyrra ári. Skipað var í leitir og réttarferðir.


Fleira ekki gert, fundi slitið 23:30
Kristinn Jónsson
      Eggert Pálsson
      Ágúst Jensson