F U N D A R G E R Ð

247. fundur sveitarstjórnar 

haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 14. febrúar 2019 og hófst hann kl. 12:00.


Fundinn sátu:
Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Viðarsson, Lilja Einarsdóttir, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson, Christiane L. Bahner og Árný Lára Karvelsdóttir.

Fundargerð ritaði: Árný Lára Karvelsdóttir, Markaðs- og kynningarfulltrúi.

Oddviti biður um að sett sé á dagskrá liður 23 Mál til kynningar; 1902072 Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Samþykkt samhljóða

Fundarmenn og aðrir viðstaddir voru í byrjun fundar áminntir um að skilja símtæki sín eftir fyrir utan fundarherbergi

Dagskrá:
1. Framvinda mála eftir dóm Hæstarétts v. Þórólfsfellsgarðs - 1606041
Með dómi hæstaréttar var framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á Þórólfsfellsgarði fellt úr gildi. Framkvæmdaaðilar hafa unnið að undirbúningi umsóknar nýs framkvæmdarleyfis á undanförnum árum. Sveitarstjórn hvetur framkvæmdaaðila til að flýta þeirri vinnu eins og kostur er og sækja um nýtt framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins. Einnig hvetur sveitarstjórn framkvæmdaaðila til góðs samráðs við landeigendur.

2. Njálurefillinn: Ferð til Bayeux í Frakklandi 25. - 29.4.2019 - 1808052
Tillaga er um að Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri og Óli Jón Ólason formaður fagráðs Sögusetursins verði fulltrúar sveitarfélagsins í ferðinni.

3. Nýr valkostur í förgun sorps; Tillaga til sveitarstjórnar Rangárþings eystra - 1902011
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Ljóst er að mikil vinna er framundan við framtíðar fyrirkomulag sorpmála í Rangárvallasýslu og landinu öllu. Stjórnir sorpstöðvar Suðurlands og Rangárvallasýslu vinna hörðum höndum að málinu. Einn af þeim möguleikum sem teknir eru til skoðunar er brennsla sorps.

4. Strandsvæði Rangárþings; Hugmynd að svæðisgarði frá Markarfljóti að Þjórsá - 1601067
Halldór Hróarr Sigurðsson kemur og kynnir verkefnið

Gestir
Halldór Hróarr Sigurðsson - 13:00
Sveitarstjórn þakkar Halldóri fyrir greinargóða kynningu. Sveitarstjórn hvetur ríkisstofnanir til að ná samkomulagi við landeigendur um eignarhald svæðisins svo að verkefnið geti haldið áfram. Meðan ekkert er aðhafst í málinu varðandi eignarhald getur verkefnið ekki þróast áfram.

5. Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland - 1802031
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með áætlunina. Verður hún m.a. höfð til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn vísar áætluninni til kynningar í skipulagsnefnd, atvinnumálanefd og landbúnaðarnefnd sem og Ungmennaráði. Sveitarstjórn óskar eftir að höfundar áætlunarinnar komi og kynni verkefnið á næsta fundi sveitarstjórnar. Fulltrúar þeirra nefnda sem áætlunin er vísað til verða einning boðaðar á fundinn.

6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5-1998, með síðari breytingum (kosningaaldur) - 1902024
Sveitarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar á fundi ungmennaráðs sem haldinn verður 15. febrúar 2019. Sveitarstjóri fylgir málinu úr hlaði á fundinum.

7. Umsókn um tækifærisleyfi; Heimaland þorrablót - 1902027
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

8. Umsögn; Kanastaðir gistileyfi - 1902030
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn

9. Byggðarráð - 177 - 1901005F
9.1 1901068 - Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
Byggðarráð vísar málinu til Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

9.2 1901061 - Þing um málefni barna 21.-22. nóvember 2019
Byggðarráð Rangárþings eystra tekur vel í erindið og tilnefnir Birnu Sigurðardóttur, skólastjóra Hvolsskóla, sem tengilið sveitarfélagsins við embætti Umboðsmanns barna vegna þings um málefni barna 21.-22. nóvember. Byggðarráð mun styðja við þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.

9.3 1901050 - Ráðstefna Ungmennaráða á Suðurlandi 2019; Boðsbréf til sveitarstjórna
Byggðarráð Rangárþings eystra þakkar fyrir boð á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, verður fulltrúi Rangárþings eystra á ráðstefnunni.

9.4 1901062 - Umsögn; Hótel Drangshlíð gistileyfi
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sinni umsögn.

9.5 1901069 - Umsókn um tækifærisleyfi; Þorrablót í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar aðrir umsagnaraðilar hafa skilað inn sinni umsögn.

9.6 1901014 - Samgöngu- og umferðarnefnd 2018-2022
Sveitarstjóra falið að vinna að tillögum nefndarinnar. Fundargerðin staðfest.

9.7 1901004F - Menningarnefnd - 25
1. liður: Byggðarráð samþykkir að Jazz undir fjöllum fái styrk upp á 300.000.

9.8 1901013 - 7. fundur fagráðs Sögusetursins
1. liður
Byggðarráð samþykkir að gerð verði úttekt á húsnæði Sögusetursins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.

Fundargerðin staðfest í heild sinni.

9.9 1901073 - 193. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

9.10 1901058 - Bergrisinn; Aðalfundur 18. janúar 2019
Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á VISS vinnustað. Byggðarráð leggur til við skipulagsnefnd að hugað verði að búsetuúrræðum fyrir fatlaða í vinnu við skipulagsgerð í Rangárþingi eystra.

9.11 1901066 - 542. fundur stjórnar SASS; 11.01.2019

9.12 1901067 - 63. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; 17.01.19

9.13 1711104 - Stefnumörkun í ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra

9.14 1901048 - Íslandsmót verk- og iðngreina og framhaldsskólakynning - Mín framtíð 2019
Byggðarráð vísar málinu til kynningar í Fræðslunefnd sveitarfélagsins.

9.15 1901051 - Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088-2018


10. Skipulagsnefnd - 66 - 1902001F
Fundargerð samþykkt í heild sinni.
10.1 1901075 - Landskipti; Ystabælistorfa 3
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðunum.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitin á nýju lóðunum.
10.2 1901042 - Syðri Úlfsstaðahjáleiga; Landskipti
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
10.3 1501040 - Aðalskipulagsbreyting v. flugbrautar - Guðnastaðir, Skækill
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og íbúum í nágrenni skipulagssvæðis. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
10.4 1805009 - Vesturskák; Aðalskipulagsbreyting
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum og íbúum í nágrenni skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna varðandi málið. Skipulagsnefnd frestar erindinu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
10.5 1901044 - Auglýsing um lóðaúthlutanir; janúar 2019
Skipulagsnenfd mælir með að því Stellu Sólveigu Pálmarsdóttur verði úthlutað lóðinni Hvolstún 25. Skipulagsnefnd mælir með því að dregið verði úr umsóknum þeim sem bárust vegna lóðanna Nýbýlavegur 12 og 14.
Sveitarstjórn samþykkir að Stellu Sólveigu Pálmarsdóttur verði úthlutað lóðinni Hvolstún 25. Um lóðirnar Nýbýlavegur 12 og 14, bárust fleiri en ein umsókn um hverja lóð. Því er fulltrúi sýslumanns Magnea Magnúsdóttir mætt og dregur um úthlutun lóðanna.
Nýbýlavegur 12, umsækjendur eru Naglverk ehf. og Hvítmaga ehf. Sá sem lóðina hlýtur er Hvítmaga ehf. og til vara Naglverk ehf.
Nýbýlavegur 14, umsækjendur eru Hafsteinn Sigurbjörnsson, Naglverk ehf. og Hvítmaga ehf. Sá sem lóðina hlýtur er Hafsteinn Sigurbjörnsson og til vara Naglverk ehf.
10.6 1901076 - Hallgeirseyjarhjáleiga 2; Ósk um nafnabreytingu
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við heitið á spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir heitið á spildunni.
10.7 1902006 - Steinmóðarbær; landskipti
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitin á nýju spildunum.

11. Sorpstöð Rangárvallasýslu; Stjórnarfundur nr. 200 - 1902009
Sveitarstjórn fagnar samráði Sorpstöðvarinnar og Umhverfisnefnda í sýslunni.

12. Sorpstöð Rangárvallasýslu; Stjórnarfundur nr. 201 - 1902010
3. liður
Sveitarstjórn fagnar þeirri tillögu að ráðast eigi í flokkun á lífrænu sorpi og samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti. Mikilvægt er að Sorpstöðin standi fyrir góðri kynningu á nýju fyrirkomulagi við flokkun á lífrænu sorpi.

13. Stjórnarfundur Hulu bs. 7.2.2019 - 1902025

14. 2. fundur stjórnar Skógasafns; 12. nóvember 2018 - 1902029
Liður 5
Rangárþing eystra samþykkir viðauka við ráðningasamning forstöðumanns fyrir sitt leiti.

15. 45. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs - 1901079

16. Samband íslenskra sveitarfélaga; Stjórnarfundur nr. 867 - 1902008

17. Ósk um upplýsingar varðandi breytingar á fjárhagsáætlun árið 2016. - 1804041

18. Veitur; Tilkynning um breytingu á verðskrá - 1902013

19. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - 1902014
Húsnæðisáætlun fyrir Rangárþing eystra er nú þegar í vinnslu. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt sveitarstjóra falið að vinna að endanlegri útfærslu. Áætlunin verði kynnt og borin undir skipulagsnefnd.

20. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - 1902012

21. Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða - 1902021

22. Vinnuskóli fyrir ungmenni; Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga - 1902028
Skýrslunni vísað til Ungmennaráðs, Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar og til kynningar í Fræðslunefnd.

23. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - 1902072

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:10