Fundargerð

244. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 8. nóvember 2018, kl. 12:00.
Mætt:   Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Viðarsson, Rafn Bergsson, Guri Hilstad Ólason, varamaður Lilju Einarsdóttur, Christiane L. Bahner, og Benedikt Benediktsson, varaoddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.

Varaoddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 

Sveitarstjóri og varaoddviti greina frá gangi mála frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Að undanförnu hefur mikil vinna farið í undirbúning fyrir fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn og byggðarráð hafa hist á vinnufundum og einnig hafa verið fjölmargir fundir í stjórnum byggðarsamlaga til að vinna drög að rekstraráætlunum. Ársþing SASS var haldið í Hveragerði dagana 18. og 19. október. Fulltrúar sveitarstjórnar Rangárþings eystra sóttu þann fund. Fundurinn var mjög gagnlegur og endaði með því að samþykktar voru hinar ýmsu ályktanir til stefnumótunar og framtíðarsýnar fyrir Suðurland í heild. Íbúar eru hvattir til að kynna sér ályktanirnar á heimasíðu SASS. Að öðru leyti er margt í gangi í sveitarfélaginu og mikil uppbygging á sér stað. Til gamans má geta að íbúar Rangárþings eystra hafa aldrei verið fleiri og telja nú 1.906. 

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Mál til afgreiðslu:
1.1810028 175. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra; 25.10.2018. Staðfest.
2.1811002 176. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra; 08.11.2018. Staðfest.
3.1811004 Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2019 – 2022; Fyrri umræða.
Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun til seinni umræðu í sveitarstjórn.
4.1711021 Viðaukar við Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2018 – 2021.
Viðaukarnir eru upp á kr. 66.928.000 og á móti er hagnaður lækkaður. Samþykkt samhljóða.
5.1811008 Héraðsbókasafn Rangæinga; Fjárhagsáætlun 2019.
Samþykkt samhljóða.
6.1811014 Tillaga L-lista varðandi umferðaröryggisáætlun.
Tillaga L- lista:
L-listinn leggur til að unnin verði umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið en í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun. Umferðaröryggisáætlun miðar að því að að auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings.  Lagt er til að áætlunin verði unnin í samvinnu við alla viðbragðsaðila sem starfa á svæðinu. Þannig verður hægt að nýta sér sérfræðiþekkingu sem til staðar er, ekki síst hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi.  Samgöngu og umferðarnefnd fái málið til umsagnar og frekari vinnslu. 
Christiane L. Bahner
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu L-listans. Vinna við gerð umferðaröryggisáætlun hófst hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa sl. sumar. Sú vinna fólst í gagnaöflun og undirbúningi fyrir frekari vinnu. 

7.1811015 Fyrirspurn L-lista varðandi tillögu listans um úttekt á starfsemi dvalar- og hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols.
Fyrirspurn:  
Á 241. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 20. júní 2018 var tekin fyrir tillaga L-listans varðandi úttekt á starfsemi dvalar- og hjúkrunarheimilis Kirkjuhvols.  Því miður hefur fulltrúi L-listans ekki fengið neinar upplýsingar um afgreiðslu málsins og er því farið hér með þess á leit að sveitarstjórinn upplýsi um málið á næsta sveitarstjórnarfundi 8. nóvember 2018.  
Christiane L. Bahner
Svar sveitarstjóra við fyrirspurn:
Embætti landlæknis hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu skv. lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Því leitaði sveitarstjóri til landlæknis varðandi úttekt á starfsemi Kirkjuhvols. Eftirfarandi svar barst frá landlækni þann 9. október 2018. 
Embætti landlæknis hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu skv. Lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Til þess að uppfylla lögbundið eftirlitshlutverk sitt beitir embættið ýmsum aðferðum, m.a. úttektum. Faglegt mat er lagt á þörf fyrir úttektir og m.a. er tekið mið af fyrirliggjandi gögnum hjá embættinu, ábendingum og kvörtunum sem borist hafa varðandi viðkomandi heilbrigðisþjónustu, hvort alvarleg atvik hafi átt sér stað þar, hvort úttektir hafa verið gerðar áður, tímasetning þeirra og niðurstöður. 
Embættið hefur nú gert slíkt mat á nauðsyn úttektar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli og niðurstaða embættisins er sú að ekki sé ástæða til slíkrar úttektar að svo stöddu. 


8.1811016 Björg Árnadóttir; Fyrirspurn varðandi rekstrarfyrirkomulag Sögusetursins.
Tillaga: Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að endurskoða gildandi samning við leigjanda Sögusetursins. Sveitarstjóra falið að ræða við leigjanda og afla upplýsinga. skv. gildandi samningi skal fagráð Sögusetursins fylgjast með öllum rekstri í Sögusetrinu og meta hvort tilgangi með rekstrinum sé náð. Sveitarstjóra falið að boða til fundar fagráðs Sögusetursins þar sem málið verði rætt. Sveitarstjóra einnig falið að ræða við sendanda bréfsins í samræmi við umræður á fundinum. Tillagan samþykkt samhljóða. 
 
9.1811005 Sýslumaðurinn á Suðurlandi; Umsókn um tækifærisleyfi; Uppskeruhátíð Geysis.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
10.1809063 Sýslumaðurinn á Suðurlandi; Umsögn vegna rekstrarleyfis; Drangshlíð 2.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
11.1811010 Samtök um kvennaathvarf; Umsókn um rekstrarstyrk 2018.
Samþykkt samhljóða að styrkja um 75.000 kr.
12.1811011 Umhverfisstofnun; Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar - vatnasvið Markarfljóts.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til Skipulagsnefndar.
13.1810019 63. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra; 01.11.2018.
SKIPULAGSMÁL:
1.1810018Tröð 1 – Umsókn um nafnabreytingu á landi
Brynjar Magnússon og Alma Gulla Matthíasdóttir óska eftir nafnabreytingu á Tröð 1  L227110 í nafnið Traðarás.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við heitið á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir heitið á lóðinni. 

2.1810030Breiðabólstaður spennistöð – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Óskað er eftir skráningu á lóð út úr Breiðabólsstað L163996, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Bölta ehf. Lóðin er undir spennistöð sem er hluti af dreifikerfi RARIK. Hin nýja lóð mun bera heitið Breiðabólsstaður spennistöð. 
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni. 

3.1810046Hvolstún 27 – Umsókn um lóð
Örvar Arason óskar eftir að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 27 undir einbýlishús.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

4.1810049Stífla – Umsókn um skráningu nýrrar landeignar
Sævar Einarsson óskar eftir skráningu á lóð út úr Stíflu L163969 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. Nýja lóðin fær heitið Stífla 1.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin og heitið á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni. 

5.1810055Ormsvöllur 7a - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Guðjón Jónsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40“ (ca 12m) gám að Ormsvelli 7a. Gámurinn er hugsaður sem áhaldsgeymsla vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóðinni.
Skipulagsnefnd hafnar umsókninni. Bent er á gámsvæði á vegum sveitarfélagsins. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

6.1810061Hvolstún 19 – Umsókn um lóð
Lárus Svansson óskar eftir að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 19 undir einbýlishús.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

7.1810072Kirkjulækur 2 lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Páll Elíasson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á sumarhúsi á lóðinni Kirkjulækur 2 lóð skv. meðfylgjandi uppdráttum. 
Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

8.1801011Sýslumannstún – Götuheiti
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til við skipulagsnefnd að fundið verði nafn á nýja götu á svokölluðu Sýslumannstúni.
Skipulagsnefnd leggur til að götuheitið Nýbýlavegur nái til þessa botnlanga í samræmi við aðra byggð á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir götuheitið Nýbýlavegur. 

9.1810071Skógar – Skipulag íbúðarlóða
Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson óska eftir því að hugað verði að skipulagi íbúðarlóða að Skógum. Eftirspurn eftir fastri búsetu á svæðinu er orðin þónokkur en hún er tilkomin vegna mikillar aukningar í starfsemi tengdri ferðaþjónustu. 
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags Rangárþings eystra. Mikilvægt er að í þeirri vinnu verði mörkuð stefna varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Skógum. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

10.1811001Tröllagjá – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Landgræðsla Ríkisins óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu í Tröllagjá. Náman hefur í gegnum tíðina verið nýtt bæði af Landgræðslu ríkisins og Vegagerðinni til efnistöku vegna viðhalds þeirra fjölmörgu varnargarða sem eru við Markarfljót og Krossá. Ætlunin er að sprengja um 6000m3 og lagera í skjóli varnargarðs milli Markarfljóts og Krossár. Ekkert efni er til á lager núna til að bregðast við skemmdum á varnargörðum.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um leyfi Forsætisráðuneytis.

Fundargerð 63. fundar skipulagsnefndar staðfest í heild sinni. 

Fundargerðir:
1.1810069 56. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu; 09.10.2018. Staðfest.
2.1810070 57. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu; 29.10.2018. Staðfest.
3.1811007 Fundur í stjórn héraðsráðs Héraðsnefndar Rangæinga; 26.10.2018. Staðfest.
4.1810057 9. fundur stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga; 24.10.2018. Staðfest.
5.1811006 538. fundur stjórnar SASS; 17.10.2018. Staðfest.

Mál til kynningar
1.1811009 Brunabót; Ágóðahlutagreiðsla 2018. 
2.1810036 Computer Vision; innheimtulausnir fyrir ferðamannastaði.
3.1811013 Aukavinna sveitarstjórnarmanna. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:18

Benedikt Benediktsson              
Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir                  
Rafn Bergsson
Guðmundur Viðarsson                               
Guri Hilstad Ólason
Christiane L. Bahner