24. fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka , 3. ágúst 2011 kl. 21:00.

Mættir voru allir aðalnefndarmenn, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson, og Ágúst Jensson.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og stýrði fundi.

1. Formaður gerði grein stöðu mála frá síðasta fundi.

a) Ástand gróðurs var kannað með fulltrúa landgræðslunnar í byrjun júní. Mat eftir þá skoðun var að ástand gróðurs væri allgott þrátt fyrir ösku á svæðinu, verst var þó ástand hans í vestanverðu Þórólfsfelli. Best voru þau svæði sem borið var á í fyrra. 15. júní fór hópur bænda og bar á 22 tonn af áburði á uppgræðslusvæðin á afréttinum skv. Landbótaáætlun 2011-2015. 10 tonn af áburði fengust í sérstöku framlagi vegna eldgoss 2010 í viðbót við þau 12 tonn sem um er getið í síðustu fundargerð.

b) Ágangur Markarfljóts hefur verið mikill á lönd frá Þórólfsfellsgarði að Háamúlagarði í sumar. Er um kennt legu nýs Þórólfsfellsgarðs í stað þess sem fór í hlaupinu 2010. Eggert og Ágúst komu að þeim málum fyrir hönd fjallskilastjórnar. Öll fjallskilanefndin fór í vettvangsferð með Landgræðslustjóra 17. júní. Allir voru sammála um að ástandið væri óviðunandi og aðgerða þörf.

c) Ákveðið var að girða aðeins suðurhluta Grasgarðsins að svo stöddu. Fenginn var verktaki í verkið og girti hann 1.300 m einnig var ákveðið að fresta sáningu á grasfræi vegna mikilla þurrka í sumar.

d) Til stendur að mála Fellshúsið nú sem fyrst. Sótt var um bætur vegna öskuskemmda á því.


2. Farið var yfir reikninga síðasta árs. Álögð fjallskil síðasta árs dekkaði að mestu kostnað við smölun. Innkoma á húsin í Felli og Bólstað var nánast engin vegna afbókana út af ösku á svæðinu.

3. Ákveðið var að fyrsta leit á Grænafjall verði farin föstudaginn 9. sept, Byggðasmölun fari fram laugardaginn 17. sept. Lögrétt verður mánudaginn 19. sept. Samþykkt var að smala Rauðnefsstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim.

4. Samþykkt að álagning fjallskila verði þannig:
Greitt verði kr. 6 per landverð og kr. 50 á hverja ásetta kind. Greiðslur fyrir leitir og réttarferðir verði óbreyttar frá fyrra ári. Skipað var í leitir og réttarferðir. Samþykkt að greiða aukalega 5.000,- kr. á ferð í Reiðarvatnsréttir.

Fleira ekki gert , fundi slitið kl. 00:30

Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Ágúst Jensson