238. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarstjóra, fimmtudaginn 03. maí 2018, kl. 12:00.

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Heiða Björg Scheving, varamaður Birkis Arnars Tómassonar, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að á dagskrá fundarins sé bætt við lið 1, 170. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra, og lið 7, Kristín Þórðardóttir: Formleg beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og öðrum trúnaðarstörfum fyrir Rangárþing eystra.
Gengið var til formlegrar dagskrár:

Erindi til sveitarstjórnar:
1.1803008 170. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra. 03.05.2018. Staðfest.

2.1805001 Ársreikningur 2017: fyrri umræða
     Berglind Hákonardóttir og Ólafur Gestsson frá Pwc endurskoðun fóru yfir reikninginn og       
     útskýrðu hann.
     Ársreikningnum vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 15. maí 2018.

3.1804050 Lánasjóður sveitarfélaga: Lántaka vegna Austurvegs 4.

Sveitarstjórn Rangárþing eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við það lánstilboð/skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna byggingu bæjarskrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra, kt. 170354-3039 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.

4.1804052 Lánasjóður sveitarfélaga: Lántaka vegna Byggðasafnsins í Skógum.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Skógasafns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000,- kr. til 16 ára, í samræmi við [samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem sem liggur fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Skógasafni. Sveitarstjórnin veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til greiðslu framkvæmda við safnið, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Skógasafns til að breyta ekki ákvæði samþykkta Skógasafns sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Rangárþing eystra selji eignarhlut í Skógasafni til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing eystra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni kt. 170354-3039, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Rangárþings eystra veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Samþykkt samhljóða.

5.1712048 Samkomulag milli Seljalandsfoss ehf. og Rangárþings eystra varðandi Hamragarða og Seljalandsfoss.
Samþykkt samhljóða.

6.1804053 Fjallskilanefnd Fljótshlíðar: Beiðni um styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt 2018.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000 kr.

7.1704047 Kristín Þórðardóttir: Formleg beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og öðrum trúnaðarstörfum fyrir Rangárþing eystra.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og þakkar Kristínu samstarfið á kjörtímabilinu og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundargerðir:
1.1804059 30. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra. 14.03.2018. Staðfest.
2.1804045 31. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 24.04.2018. Staðfest.
3.1804046 54. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 17.04.2018. 
Afgreiðslu fundargerðarinnar er frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
4.1804047 4. fundur Öldungaráðs Rangárvallasýslu. 17.04.2018. 
Sveitarfélagið Rangárþing eystra greiðir nefndarlaun fyrir þann fulltrúa sem tilnefndur er af sveitarstjórninni eins og önnur aðildarsveitarfélög gera. Staðfest.
5.1804048 195. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 17.04.2018. Staðfest.
6.1804049 531. fundur stjórnar SASS. 06.04.2018. Staðfest.
7.1804057 265. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 24.04.2018. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1802011 Samband íslenskra sveitarfélaga: Styrkur frá jöfnunarsjóði í tengslum við nýja persónuverndarlöggjöf, innleiðing í leikskóla, grunnskóla og frístundarstarf sveitarfélaga.
2.1804051 Lánasjóður sveitarfélaga: Arðgreiðsla 2018.
3.1805002 Innleiðing á nýrri persónuverndarlöggjöf: Tilboð.
Sveitarstjóra og oddvita falið að fá Dattaca Labs á kynningarfund og vinna áfram að framgangi málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:15.