Fundargerð

23. fundur í menningarnefnd Rangárþings eystra, haldinn þriðjudaginn 25. september 2018, kl. 16:00 á sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli. 

Mættir: Harpa Mjöll Kjartansdóttir, Guri Hilstad Ólason, Lea Birna Lárusdóttir, Friðrik Erlingsson, Magnús Benónýsson og Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi. 

Harpa Mjöll Kjartansdóttir setur fund og býður nefndarmenn velkomna. 

Dagskrá:
1.Erindisbréf menningarnefndar
2.Kjötsúpuhátíð 2018
3.Reglur fyrir útnefningu Sveitalistamanns Rangárþings eystra
4.Uppbyggingarsjóður Suðurlands
5.Önnur mál

1.Erindisbréf menningarnefndar
Menningarnefnd staðfestir erindisbréf menningarnefndar. Menningarnefnd ákveður í framhaldi að hefja vinnu við Menningarstefnu Rangárþings eystra. Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna drög að menningarstefnu sveitarfélagsins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

2.Kjötsúpuhátíð 2018
Kjötsúpuhátíð tókst að flestu leyti vel þó veður hafi ekki leikið við hátíðargesti. 
Umræður fóru fram um Kjötsúpuhátíðarballið og framkvæmd þess. 
Menningarnefnd vill hvetja íbúa til að vera virkir þátttakendur í hátíðinni og undirbúning hennar, þ.m.t. súpuröltinu á föstudagskvöldinu en sannarlega er skemmtilegra ef fleiri en færri súpustaðir eru í boði.
Menningarnefnd telur að skilgreina þurfi hátíðina betur og ákveður að taka upp umræður um Kjötsúpuhátíð á fundi sínum í febrúar 2019 og boða þá hagsmunaaðila til fundar við nefndina.
Ákveðið er að Kjötsúpuhátíð verði haldin síðasta laugardag í ágúst og þar með er dagsetning hátíðarinnar 30. – 31. ágúst 2019.

3.Reglur fyrir útnefningu Sveitalistamanns Rangárþings eystra
Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að útbúa drög að reglum í samræmi við umræður á fundinum. 

4.Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Markaðs- og kynningarfulltrúi kynnir sjóðinn fyrir nefndarmönnum og umræður fóru fram um möguleg verkefni.

5.Önnur mál
Atgeirinn:
      Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að afla upplýsinga um Atgeirinn og afhendingu 
      hans í samræmi við umræður á fundinum.

Afsteypa af styttu Nínu Sæmundsson, Spirit of Achievement:
Friðrik ræddi um áframhald verkefnisins sem er í athugunarferli.

Í framhaldi af þessari umræðu var rætt um Nínulund sem er í Fljótshlíð. Því miður er lundurinn mjög illa farinn og nauðsynlegt er að gera gagngerar endurbætur á honum.

Menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að lundurinn verði hreinsaður og fegraður til og stígurinn/aðkoman löguð. Mögulegt væri að fá t.d. garðyrkjumann úr sveitinni til vinnu við verkefnið á reglubundinn hátt. 

Rætt um hvort vinna sem þessi væri styrkhæf í Uppbyggingarsjóð Suðurlands eða Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að afla upplýsinga um það.

Fjölmenning:
Rætt um möguleikann á einhvers konar fjölmenningarhátíð og jafnvel hafa fjölmenningarþema tengda Kjötsúpuhátíð.


Fundi slitið kl. 17:54