Fundargerð
224. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Kristín Þórðardóttir, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 
Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:

1.Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.
Tillaga B-lista: Lilja Einarsdóttir oddviti og Benedikt Benediktsson varaoddviti.
Samþykkt með 4 atkvæðum ÍGP, LE, BB, ÞMÓ. 3 sitja hjá BAT, KÞ, CLB.
2.Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs.
Tillaga: Fyrir B-lista Ísólfur Gylfi Pálmason formaður byggðarráðs ogLilja Einarsdóttir fulltrúi í byggðarráði. Benedikt Benediktsson og Þórir Már Ólafsson varamenn. Fyrir D-lista Birkir Arnar Tómasson fulltrúi og Guðmundur Viðarsson varafulltrúi.
Samþykkt samhljóða.
3.1704030 Ársreikningur 2016: Síðari umræða.
Helstu niðurstöður úr ársreikningi 2016

Rekstrarreikningur                           A-hlutiA og B hluti
     Rekstrartekjur.........................................           1.585.862  1.694.408
     Rekstrargjöld..........................................         (1.408.380)       (1.452.352)
     Fjármagnsgjöld.......................................                 7.021       (16.710)
     Tekjuskattur............................................                        0            (1.036)
     Rekstrarniðurstaða..................................           124.535              153.328

Efnahagsreikningur                           A hlutiA og B hluti
Eignir:
      Fastafjármunir.......................................          1.896.4462.073.910
      Veltufjármunir.......................................              532.534       399.798
      Eignir samtals........................................         2.428.9802.473.708
Skuldir og eigið fé:
      Eiginfjárreikningur................................           1.934.7591.761.415
      Skuldbindingar......................................            126.475        126.475
      Langtímaskuldir....................................             183.266              395.201
      Skammtímaskuldir................................             184.479              190.617
      Skuldir og skuldbindingar alls..............              494.221              712.294
      Eigið fé og skuldir samtals...................           2.428.980     2.473.708

Sjóðstreymi                        A-hlutiA og B hluti
      Veltufé frá rekstri.................................             184.829               217.977
      Handbært fé frá rekstri.........................              92.777               125.752
      Fjárfestingahreyfingar..........................                  (885)                (3.535)
      Fjármögnunarhreyfingar.......................             (51.753)             (82.078)
      Hækkun á handbæru fé........................             40.140                40.140
      Handbært fé í árslok                       193.530               193.530


Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með góða útkomu ársreiknings og þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðri niðurstöðu.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.


4.1605043 Varnargarður við Þórólfsfell: Bréf frá Önnu Runólfsdóttur.
Sveitarstjóra falið að svara erindi Önnu sem og upplýsa aðra landeigendur um stöðu mála.
5.1704035 Umhverfisstofnun: Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Skógafoss.
Tillaga um að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins við gerð áætlunarinnar. Samþykkt samhljóða.
6.1704031 Blástur og tengingar ljósleiðarastrengja undir Eyjafjöllum: Verðkönnun 2017-01.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkið: Rafal.
7.1703052 Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.: Ábyrgð vegna láns hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á 224. fundi sveitarstjórnar að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 70.000.000,- með lokagjalddaga þann 15. Nóvember 2017, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til að fjármagna frágang og stækkun við sorpstöð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni kt. 170354-3039 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessar, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

8.1704045 Skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni: Bókun á skólanefndarfundi 21. apríl 2017.
Öflugt íþrótta- og félagslíf hefur verið eitt af aðalsmerkjum Menntaskólans að Laugarvatni (ML) frá stofnun hans.  Íþróttakennsla og íþróttaiðkun nemenda er honum og þeim afar mikilvæg.  ML er Heilsueflandi framhaldsskóli og hefur lagt ríka áherslu á hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. 

Skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni lýsir þungum áhyggjum yfir því að enn er það óleyst hver mun verða húsráðandi núverandi Íþróttahúss og sundlaugar Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem Íþróttafræðasetur HÍ hefur verið lagt niður.  Menntaskólinn að Laugarvatni hefur hingað til leigt íþróttaaðstöðu, vegna kennslu og íþróttaiðkunar nemenda, af Háskóla Íslands en einnig hafa ýmsir viðburðir á vegum menntaskólans farið fram í íþróttahúsinu tengt félags- og íþróttalífi.  Svo og hefur útskrift og skólaslit ML vor hvert farið fram í Íþróttahúsinu í áratugi.

Ef ML mun ekki fá að nýta aðstöðu þá sem um ræðir til þeirra þátta sem nefndir eru verður grafið mjög undan framtíð skólans og samfélagsins.

ML getur ekki án íþróttahússins verið! 

Skólanefnd ML hvetur ráðherra mennta- og menningarmála og ráðherra fjármála að finna viðhlítandi lausn til framtíðar hið allra fyrsta. 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra tekur heilshugar undir bókun Skólanefndar Menntaskólans að Laugarvatni.

9.1704046 Batasetur: Beiðni um styrk 2017.
Erindinu hafnað.

10.1704009 Ljósleiðaravæðing Rangárþings eystra: Síðari hluti.
Tillaga B-lista:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að semja við Heflun ehf. um síðari hluta af jarðvegsvinnu við lagningu ljósleiðara í Rangárþingi eystra í dreifbýli.  
Greinargerð:
Heflun ehf. hefur nú unnið að jarðvegsvinnu við lagningu ljósleiðara í Rangárþingi eystra, fyrri áfanga Eyjajöll að Markarfljóti og samkvæmt eftirlitsaðila verksins hafa þeir staðið sig vel og vinna við blástur og tengingar ljósleiðara hefjast á næstu dögum.  Fyrir liggur nú lagning ljósleiðara í það sem eftir er af dreifbýli Rangárþings eystra, en styrkur fékkst til verkefnisins frá fjarskiptasjóði, verkefninu Ísland ljóstengt. Heflun bauð langhagstæðasta verðið eða tæpum 40%  lægra en næsti aðili í verðkönnun fyrir fyrri hlutann og því er rík ástæða til að skipta áfram við núverandi verktaka fremur en að bjóða verkefnið út enda ekki skylt með verkefni að þessari stærðargráðu skv. lögum um opinber innkaup. 
Miðað við upplýsingar úr nýjum tilboðum annars staðar á landinu í sambærilegum verkefnum eru verð Heflunar ehf. sem Rangárþingi eystra standa til boða áfram við síðari hluta mjög hagstæð og afar ólíklegt að jafn hagstæð verð fengjust ef gerð yrði  verðkönnun eða farið í útboð með verkefnið. Sem dæmi má nefna í nýlegu útboði er lægsta tilboð um 50% hærra en verð Heflunar ehf. sem Rangárþingi eystra stendur til boða. Rétt er að benda á að fjölmörg sveitarfélög eru að vinna að ljósleiðaravæðingu á þessu ári sem hefur áhrif til hækkunar verðs og lengri framkvæmdartíma. 
Mikilvægt að verkefnið hefjist sem allra fyrst þar sem bestu mánuðir ársins til slíkrar vinnu eru framundan, en undirbúningur við útboð og útboðið sjálft má gera ráð fyrir að skapi ekki minna en 2 mánaða töf á upphafstíma verksins. 
Með þessu fyrirkomulagi telur sveitarstjórn að best sé farið með almannafé, sem og að koma á háhraða ljósleiðartengingu sem allra fyrst fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, fyrirtæki og frístundahúsaeigenda sem þess óska.
Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum LE, ÍGP, BB, ÞMÓ. 3 atkvæði á móti BAT, KÞ, CLB.

Bókun D og L-lista
Við höfnum alfarið tillögu meirihlutans þar sem við hefðum kosið að bjóða verkið út.
Það er meginregla í verklegum framkvæmdum hins opinbera að viðhafa útboð. Þannig er best tryggt jafnræði með aðilum, gagnsæi og stuðlað að sem mestri hagkvæmni með virkri samkeppni. Umdeilt er hvort umrætt verk sé skylt að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 og ríkisstyrkjareglur. En burtséð frá því hljóta að þurfa að vera veigamikil rök til að víkja frá þessari sjálfsögðu og einföldu leið sem útboð eru.
Eins og háttar til í máli þessu er enn nú mikilvægara að vanda til verka, enda verið að fara með opinbert styrkfé inn á samkeppnismarkað. Útboðsskyldan ætti því að njóta vafans.
Í bókun meirihlutans er vitnað til annars útboðs og hærri verða sem viðgangist um þessar mundir. Þetta er hæpinn samanburður þar sem landfræðilegar aðstæður eru ólíkar í landinu. Ekki er hægt að yfirfæra niðurstöðu útboðs í öðrum landshlutum á okkar sveitarfélag. Öllum vangaveltum um tafir á upphafstíma verks er og hafnað. Sveitarstjórn var í lófa lagið að taka ákvörðun um útboð um leið og styrkur úr Fjarskiptasjóði lá fyrir þann 2. febrúar s.l. 
Þessu til viðbótar má taka fram, að það var niðurstaða sameiginlegs fundar orku-og veitunefndar, og samgöngu-og umferðarnefndar ásamt sveitarstjórn þann 5. apríl s.l. , að rétt væri að bjóða verkið út.

11.1704047 Kristín Þórðardóttir: ósk um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn. 1.5.17-30.4.18.
Tillaga um breytta nefndaskipan fulltrúa D-listans:
Eftirtaldir koma í stað Kristínar Þórðardóttur í tímabundnu leyfi hennar:

Byggðarráð
Aðalmaður: Birkir A. Tómasson
Varamaður: Guðmundur Jón Viðarsson
Markaðs-og atvinnumálanefnd
Varamaður: Harpa Mjöll Kjartansdóttir
Skipulagsnefnd:
Varamaður: Birkir A. Tómasson
Héraðsnefnd
Varamaður: Guðmundur Jón Viðarsson
Fulltrúi í starfshóp um gerð starfsmannastefnu o.s.frv.
Guðmundur Jón Viðarsson
Varamaður í stjórn Tónlistarskóla Rangæinga: 
Guðmundur Jón Viðarsson

Samþykkt samhljóða og Kristínu er óskað velfarnaðar í starfi.

12.1704048 Tillaga D-lista um viðræður við Waldorf-Astoria um afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson.
Við undirrituð leggjum það til að kannaðir verði möguleikar á því að sveitarfélagið eignist afsteypu af hinu heimsfræga verki Nínu Sæmundsson sem er ein af táknmyndum hótelkeðjunnar Waldorf-Astoria. Ef af yrði, yrði höggmyndinni fundinn staður í nýjum miðbæ Hvolsvallar samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins sem sveitarstjórn og áhugasamir íbúar vinna nú að.
Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson

Samþykkt samhljóða.
13.Heimsókn: Þorgils Jónasson
Handrit að ábúendatali Vestur-Landeyjahrepps. Þorgils fer yfir stöðu mála og verkefnið er komið langt á veg. Samþykkt að semja áfram við Þorgils um verkið á sömu forsendum og hefur verið.
Fundargerðir:
1.1704036 24. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu bs. 10.4.17. Staðfest.
2.1704040 43. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 19.04.17. Staðfest.
3.1704040 Reglur félagsþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu um lögfræðikostnað í barnaverndarmálum. Samþykktar samhljóða.
4.1704037 518. fundur stjórnar SASS 6.4.17. Staðfest.
5.1704038 849. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 31.3.17. Staðfest.
Mál til kynningar:
1.1704041 UMFÍ: Ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ á Laugarbakka 2017.
2.1704042 Ríkisskattstjóri: Staðfesting á útsvarsprósentu við álagningu 2017.
3.1704043 Siteimprove: Hugbúnaðarþjónusta fyrir heimasíður.
4.1703066 Rekstrarleyfi: Barkarstaðakot.
5.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarlegra minja: Staðan apríl 2017.
6.Rangárþing eystra: Ferðaþjónustukort
7.1602006 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: samningur um styrk.
8.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:35

____________________     _______________________
Lilja Einarsdóttir                     Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________               ______________________
Þórir Már Ólafsson                         Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                _______________________    
Birkir Arnar Tómasson                          Kristín Þórðardóttir

______________________ 
 Christiane L. Bahner