22.fundur í fjallskilanefnd Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 6. janúar 2011 kl. 21:00.

Mættir voru allir nefndarmenn. Kristinn, Ágúst og Eggert. Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund.


1. Bréf Bjargráðasjóðs frá 18. okt. 2010

Borist hefur bréf Bjargráðasjóðs um afgreiðslu vegna styrks vegna tjóns af völdum eldgoss í Eyjafjallajökli.

a) Úttekt verður gerð á landskemmdum vorið 2011.

b) Samþykkt að veita styrk kr. 1.207.800,- til viðgerðar á 1.830 metra girðingum sem fóru í flóðum. Úttekt á að fara fram í apríl 2011.
Formanni falið að svara bréfi Bjargráðasjóðs og óska eftir frekari úttekt og fylgja því bréfi eftir.

2. Fjallað var um landbótaáætlun fyrir Fljótshlíðarafrétt 2011-2015. Stefnt er á að klára hana í febrúar að ósk landgræðslunnar. Samþykkt að sækja um styrk til sveitarfélagsins.


Fundi slitið 22:30


Kristinn Jónsson
Ágúst Jensson
Eggert Pálsson