212. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 08.10
Mætt:   Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, varamaður Ísólfs Gyfla Pálmasonar,  Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð  og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson. 
Oddviti leitaði afbrigða við dagskrá og samþykkt að bæta við dagskrárlið 8.

Erindi til sveitarstjórnar:
1.1510074 Umræður og framkvæmdir á Kirkjuhvoli.
Tillaga um að byggt verði samkvæmt upphaflegum tillögum á einni hæð með hliðsjón af ráðleggingum arkitekta, verkfræðinga og skipulags- og byggingarfulltrúa á fundi með byggingarnefnd Kirkjuhvols 18. apríl 2016 enda muni kostnaður að fyrsta hluta annarar hæðar aldrei verða undir 100 milljónum kr. og því óskynsamlegt að leggja út í slíkan viðbótarakostnað að svo stöddu.  Tillagan samþykkt samhljóða.

2.1509032 Tilboð í félagsmiðstöð. Þröstur Sigfússon mætir á fundinn undir þessum lið.
Christiane L. Bahner víkur af fundi kl. 8:55
Tilboðið samþykkt samhljóða.  

3.1510069 Viðauki við fjárhagsáætlun 2016. Samþykkt samhljóða að hækka fjárfestingaráætlun vegna félagsmiðstöðvar um 5 milljónir kr. og verður það sett í viðauka við fjárhagsáætlun og verður það tekið úr sjóði sveitarfélagsins.

4.1604021 Stefnumótun í ferðaþjónustu.
Sveitarstjórn hvetur SASS til að vinna næsta áfanga í stefnumótun ferðaþjónustu hið fyrsta.

5.1604025 Ljósleiðari í dreifbýli; Ísland ljóstengt 2016; Umsókn.
Samningurinn staðfestur og samþykktur samhljóða viðauki við fjárfestingaáætlun kr. 5 milljónir sem verður tekið úr sjóði sveitarfélagsins.

6.1604043 Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.
Lagðar fram hugleiðingar Sigurðar Sigursveinssonar um sameiningu áður nefndra sveitarfélaga.  Sveitarstjórn þakkar erindið.

7.1604046 Beiðni um styrk til áburðarkaupa vegna uppgræðslu á Almenningum.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 300.000,-

8.Ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Farið yfir niðurstöður ráðningarviðtala. Tekið var viðtal við sjö umsækjendur. Tillaga nefndarinnar er að ráða Ólaf Örn Oddsson í starfið. Samþykkt samhljóða og Ólafi óskað velfarnaðar í starfi.  Öðrum umsækjendum þakkað fyrir áhuga þeirra á starfinu.

Fundargerðir:
1.1604041 Fundargerð 47. fundar Brunavarna Rangárvallasýlsu bs. Staðfest.
2.1604048 Fundargerð 18. fundar stjórnar Bergrisans bs. Staðfest.
3.1604058 Fundargerð 30. fundar fræðslunefndar 11.04.16 Ákveðið að óska eftir fundi með leikskólastjórnendum.

Mál til kynningar:
1.1604050 Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015.
2.1604051 Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla:  Viljayfirlýsing sýslumanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
3.1604059 Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2016
4.1604060 Ósk um aðkomu Minjaverndar að uppbyggingu Gamla bæjarins í Múlakoti.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35

____________________           _______________________
      Lilja Einarsdóttir              Benedikt Benediktsson
                                  
______________________            ______________________
      Þórir Már Ólafsson           Birkir A. Tómasson
                                                                 
_______________________              _______________________    
Kristín Þórðardóttir                    Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir

_______________________   
Christiane L. Bahner