Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

210. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 7. apríl 2016  kl. 14:00

Fundurinn er sameiginlegur fundur skipulagsnefndar og sveitastjórnar Rangárþings eystra.
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Bjarki Odddsson, varmamaður Þóris Más Ólafssonar,  Guðmundur Viðarsson, varamaður Birkis A. Tómassonar,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Jóhanna Gunnlaugsdóttir varamaður Lilju Einarsdóttur, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Benedikt Benediktsson, varaoddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.

Auk framangreindra eru mættir fulltrúar úr skipulagsnefnd þau Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson og Guðmundur Ólafsson, ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Antoni Kára Halldórssonar.
Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.

Erindi til afgreiðslu:


1.1603040 Fundargerð skipulagsnefndar 07.04.16


1604013Fossaslóð 5-11 - Lóðarumsókn
Óskar Baldursson kt. 300961-6499, óskar eftir því að fá úthlutað raðhúsalóðinni Fossaslóð 5-11, við Seljalandsskóla, Vestur-Eyjafjöllum. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að úthlutun lóðarinnar verði frestað.  
Sveitarstjórn frestar úthlutun lóðarinnar. 

1604012Tjaldhólar – Deiliskipulag
Guðjón Steinarsson kt. 240662-7019, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Tjaldhólar, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan tekur til tæplega 3 ha svæðis úr landi Tjaldhóla. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun útihúsa og hins vegar fyrir byggingu fjögurra gestahúsa. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1604011Hamragarðar - Stöðuleyfisumsókn
Southcoast Adventure ehf. kt. 691111-1720, sækir um stöðuleyfi fyrir 4 smáhýsum á tjaldsvæðinu við Hamragarða skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 15. október 2016. 
Guðmundur Viðarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir veitingu stöðuleyfis til 15. október 2016. 

1604010Ytri-Skógar, Vinjar - Stöðuleyfisumsókn
Stefanía Björgvinsdóttir kt. 270187-2429, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagni á lóðinni Ytri-Skógar, Vinjar skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. 
Sveitarstjórn samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. 

1603064Káragerði – Deiliskipulag
Viðar Halldórsson kt. 020445-3009, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Káragerði, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan tekur til um 5 ha svæðis úr jörðinni Káragerði. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita fyrir íbúðarhús, bílskúr og útihús. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýrri aðkomu frá Landeyjavegi nr. 252
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1603063Sámsstaðir/Réttarfit – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Frístundasvæði í landi Sámsstaða 1  (F-318) ofan Fljótshlíðarvegar verði breytt í landbúnaðarsvæði. Frístundasvæði í landi Sámsstaða 1 (F-319), í greinargerð, stefnu og skipulagsákvæðum aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024 féll niður ein lína í yfirlitstöflu í kafla 4.10.3, þar sem svæði F-319 er skilgreint. Ekki er um að ræða efnislega breytingu heldur aðeins leiðréttingu, þ.e. nýja línu í yfirlitstöflu í greinargerð, kafla 4.10.3. Lóðum á frístundasvæðinu Réttarfit (F356) verði fjölgað um tvær, eða úr 16 í 18 lóðir. 
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnafrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Enging breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnafrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna ásamt umhverfisskýrslu og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna ásamt umhverfisskýrslu og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1603044Hvolstún 31a og 31b – Lóðarumsókn
Árný Lára Karvelsdóttir kt. 140681-5399, óskar eftir því að fá úthlutað parhúsalóðinni Hvolstún 31a og 31b, Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.

1603041Fljótsbakki, Forsæti – Deiliskipulagsbreyting
Ársæll Hafsteinsson kt. 140158-4379, óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulagsbreytingu fyrir Fljótsbakka (Forsæti). Breytingin tekur til lóðanna Fljótsbakki A og B sem eru sameinaðar í eina, undir heitinu Fljótsbakki og stærð land er 4,2 ha. Settur er inn nýr byggingarreitur (B2) þar sem fyrir er frístundahús. Á byggingarreit B1 verður heimilt að byggja íbúðarhús sem getur verið allt að 200m² og bílskúr allt að 100m². Innan byggingarreits B2 verður heimilt að byggja allt að 120m² frístundahús/gestahús auk þess sem heimilt er að byggja allt að 500m² skemmu. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð deiliskipulagsbreytingar verði heimiluð. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir gerð deiliskipulagsbreytingar og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1511092Hvolsvöllur - Miðbæjarskipulag
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagslýsingu fyrir endurskoðun miðbæjarskipulags á Hvolsvelli. Meginmarkmið með endurskoðun deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmöguleika fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og íbúðir í miðbæ sem gegna munu mikilvægu hlutverki í þéttbýlinu á Hvolsvelli og sveitarfélaginu öllu. Endurgerð og breytingar á vegyfirborði þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um þéttbýli Hvolsvallar er hluti deiliskipulagsáætlunarinnar. Gert er ráð fyrir breytingum á yfirborði vegarins og öðrum aðgerðum til að auka umferðaröryggi, draga úr umferðarhraða auk þess að búa til bæjargötu. Hugað verður að bættum göngutengingum frá miðbæjarsvæðinu að öðrum hlutum þéttbýlisins og horft sérstaklega til bættra tenginga við skóla- og íþróttamannvirki.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði send Skipulagsstofnun, öðrum umsagnarðilum og kynnt fyrir almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir lýsingu og að hún verði send Skipulagsstofnun, öðrum umsagnarðilum og kynnt fyrir almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1509072Rauðsbakki – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð verði um 5,7 ha lóð fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 1.440m² byggingu á einni hæð. Innan byggingar geta verið allt að 30 gistirými ásamt tilheyrandi þjónustu. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Leirnaveg (243). Tillagan var auglýs frá 16. febrúar 2016, með athugasemdafresti til 29. mars 2016. Athugasemdir bárust frá nokkrum aðilum auk umsagna umsagnaraðila. 
Skipulagsefnd fór yfir innkomnar athugasemdir frá samtals 10 aðilum sem og umsagnir umsagnaraðila við tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkir svör við athugasemdum sem verða send á alla þá er gerðu athugasemdir. Óverulegar breytingar hafa verið gerðar á tillögunni m.t.t athugasemda og umsagna. Með fyrirvara um jákvæða umsögn Fiskistofu, samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagstillögu fyrir Rauðsbakka og mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn fór yfir innkomnar athugasemdir frá samtals 10 aðilum sem og umsagnir umsagnaraðila við tillöguna. Sveitarstjórn samþykkir svör við athugasemdum sem verða send á alla þá er gerðu athugasemdir. Óverulegar breytingar hafa verið gerðar á tillögunni m.t.t athugasemda og umsagna. Með fyrirvara um jákvæða umsögn Fiskistofu, samþykkir sveitarstjórn deiliskipulagstillögu fyrir Rauðsbakka og mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   

1503007Hvolstún / Nýbýlavegur - Aðalskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðlskipulagsbreytingar vegna breyttrar landnotkunar á Hvolsvelli. Viðfangsefni aðalskipulagsáætlunarinnar er breyting landnotkunar á hluta svæðis sem áður var skilgreint sem opið svæði við Ölduna. Íbúðarbyggð (ÍB-111) er samkvæmt því stækkað til norðurs um 0,4 ha og opna svæðið (OP-123) minnkað að sama skapi. Skilgreindri reiðleið á svæðinu er breytt. Ekki er um að ræða aðrar breytingar. Markmiðið með breytingunni er að þétta byggð og gefa kost á hagkvæmri uppbyggingu nýrra íbúða á Hvolsvelli. Skortur er á smærri íbúðum, m.a. í lágreistu fjölbýli. Uppbygging íbúða á svæðinu stuðlar að góðri nýtingu núverandi vega/gatna og veitna. Í dag er svæðið opið grænt svæði sem ekki er nýtt sérstaklega til útivistar. Skipulagsvinna mun fara fram á tveimur skipulagsstigum. Annars vegar sem breyting á aðalskipulagi og hins vegar sem breyting á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hvolstúni.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sveitarstjórn samþykkir framkomna lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 og að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1604017Eyjafjallajökull – Fyrispurn v. byggingarleyfis
Lúðvík Lúðvíksson kt. 200968-4929, f.h. óstofnaðs félags, óskar eftir áliti skipulagsnefndar og sveitarstjórnar á þeim áformum að byggja fjallaskála undir Eyjafjallajökli við Seljalandsá nálægt Dagmálafjalli. Gert er ráð fyrir fjallaskála á þessum stað í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 og er reiturinn merktur AF-618. Fyrirhuguð starfsemi í skálanum er aðstaða fyrir vélsleðaleigu, búningaaðstaða, salernisaðstaða, starfsmannaaðstaða og kaffistofa. Ekki hafa verið unnar teikningar af skálanum að svo stöddu, en gert er ráð fyrir að stærð hans verði 60 – 80m². 
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að vinna þarf að verkefninu í samvinnu við landeigendur á svæðinu.

Sveitastjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1604018Hvolsvöllur, Miðbær – Stöðuleyfisumsókn 
Már Mortensen Óskarsson kt. 201265-4959, óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagni á miðbæjarsvæði Hvolsvallar skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 15. október 2016. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að finna hentuga staðsetningu.

 

Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

2.1604007 Erindi vegna ljósmyndasýningarinnar „Lífsmyndir“
Samþykkt að veita styrk að upphæð 100.000 kr. 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40


____________________              _______________________
Benedikt Benediktsson              Ísólfur Gylfi Pálmason
   
                            
______________________                ______________________
Bjarki Oddsson              Jóhanna Elín Gunnlausdóttir   
                                                                 
_______________________                 _______________________    
Guðmundur Viðarsson              Kristín Þórðardóttir


_______________________  
Christiane L. Bahner