Fundargerð
21. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn miðvikudaginn 14. maí 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður nefndarinnar, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson, Elvar Eyvindsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Kristján Ólafsson boðaði forföll og í hans stað er mættur Ísólfur Gylfi Pálmason. 

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson


Efnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:
1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024
1403016 Hvolsvöllur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna eldfjallaseturs
1405007 Hlíðarbakki – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
1405008 Hlíðarbakki – Landskipti
1405011 Hellishólar - Landskipti
1405009 Lambafell – Fyrispurn vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar
1405010 Dufþaksbraut 14 – Ósk um álit vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar

SKIPULAGSMÁL

1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2014 eftirfarandi bókun. „Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að fela skipulagsnefnd sveitarfélagsins að fá faglegt álit á tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Ytri-Skóga. Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins.“
Skipulagsfulltrúa falið að taka saman öll gögn varðandi málið og koma þeim til Rannsóknarseturs í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands.


1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024
Aðalskipulagstillaga Rangárþings eystra 2012-2024 kynnt fyrir skipulagsnefnd. Breytingar hafa verið gerðar á tillögunni til að koma á móts við athugasemdir Skipulagsstofnunnar og umsagnir lögbundinna umsagnaraðila. 
Farið yfir helstu breytingar tillögunnar. Skipulagsfulltrúa falið að senda leiðrétta tillögu til Skipulagsstofnunnar. 

1403016 Hvolsvöllur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna eldfjallaseturs
Um er að ræða lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunnar miðsvæðis á Hvolsvelli. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er breyting landnotkunar á svæði sem áðru var skilgreint sem íþróttasvæði og landbúnaðarsvæði norður af miðsvæði Hvolsvallar. Miðsvæði (M2) er samkvæmt því stækkað til norðvesturs um 4,5 ha og íþróttasvæðið og landbúnaðarsvæði minnkað að sama skapi. Stækkun miðsvæðis nær inn fyrir veghelgunarsvæði þjóðvegar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar í heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sem nú stendur yfir. Skilgreindri gönguleið á svæðinu er breytt. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna. Lýsingin verði send til umsagna til lögbundinna umsagnaraðila og kynnt fyrir almenningi skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


1405007 Hlíðarbakki – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Sigurlín Sveinbjarnardóttir kt. 030747-2329, óskar eftir samþykki á óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Hlíðarbakka. Um er að ræða breytingu á fjölda lóða innan svæðisins. Lóðum fækkar úr 6 í 3. 
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins. 


1405008 Hlíðarbakki – Landskipti
Sigurlín Sveinbjarnardóttir kt. 030747-2329, óskar eftir því að stofnaðar verði tvær lóðir úr jörðinni Hlíðarbakki ln.205651 skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti unnum af VSB verkfræðistofu dags. 7. maí 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.


1405011 Hellishólar - Landskipti
Víðir Jóhannsson f.h. Hellishóla ehf. kt. 4560105-2690, óskar eftir því að stofnaðar verði 3 lóðir úr jörðinni Hellishólar ln. 164018, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landform dags. 12. maí 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 


1405009 Lambafell – Fyrispurn vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar
Runólfur Þ. Sigurðsson, f.h. Welcome apartment ehf. kt. 631110-0100, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á fyrirhugaðri uppbyggingu á jörðinni Lambafelli, Rangárþingi eystra skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrihugaða uppbyggingu á jörðinni Lambafelli. 


1405010 Dufþaksbraut 14 – Ósk um álit vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar
South Iceland Adventure kt. 660410-1200, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á fyrirhugaðri uppbyggingu fyrirtækisins á eigninni Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd tekur vel í hugmyndir South Iceland Adventure um uppbyggingu að Dufþaksbraut 14. 


Fundi slitið 11:50


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Ísólfur Gylfi Pálmason
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson