Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

208. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 11. febrúar 2016  kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson,  Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.

Erindi til afgreiðslu:
1.Heimsókn Brynju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra Kötlu jarðvangs. 
Brynja fór yfir stöðu jarðvangsins.

2.Heimsókn Skírnis Sigurbjörnssonar Artic Hidro.
Kynning á vindorkumálum.

3.Heimsókn Sigurðar Hróarssonar og Gunnhildar Eddu Kristjánsdóttur.
Þau fóru yfir ýmis atriði varðandi rekstur Sögusetursins og Fjallasaums á komandi sumri.
Sveitarstjóra falið að fara yfir mál Sögusetursins og Fjallasaums með fagráði.

4.Trúnaðarmál.  Skráð í trúnaðarmálabók.

5.1601037 Fundargerð 148. fundar byggðarráðs 28.01.16 Staðfest.

6.1601008 Landbótaáætlun 2016-2020, Emstrur. Samþykkt samhljóða.

7.1601060 Þjónustukort Rangárvallasýslu og Mýrdals 2016. Samþykkt samhljóða.

8.1601064 Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis: Land n. 196474, land úr Strandarhöfði. 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlisins.

9.1601065  Beiðni um umsögn: Breytingar á byggingarreglugerð- drög
Erindinu vísað til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu.

10.1602007  Fyrirspurn v. lands við Heimaland landnr. 163796.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.


11.1602008 Rammasamningur um innkaup á tetra farstöðvum.
Lagt fram til kynningar.

12.1601042 Janus Guðlaugsson: Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum – Leið að farsælli öldrun.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.


13.1602021 Húsaleigusamingur vegna Ormsvallar 1 á Hvolsvelli.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

14.1602024 Aðstandendafélag Kirkjuhvols: beiðni um styrk.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-

15.1510059 Samningur v. Vatnsveitu Vestmannaeyja.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

16.1602028 Fyrirspurn til sveitarstjórnar frá fulltrúum D- og L-listans um framvindu í húsnæðismálum Félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins.

Staða félagsmiðstöðvar. 
Sl. haust var fengið tilboð frá Sandfelli í aðstöðu fyrir félagsmiðstöð í bráðabirgðahúsnæði. Um er að ræða húsnæði úr gámaeiningum sem staðsettar eru á Reyðarfirði. Tilboð Sandfells gekk útfrá uppsettu húsi á staðnum tilbúnu til notkunar, fyrir utan undirstöður og tengingar vatns, fráveitu og rafmagns. 
Proark teiknistofa var fengin til þess að vinna fyrstu drög að fyrirkomulagi byggingarinnar. Sú tillaga gerir ráð fyrir að notast verði við fimm einingar sem samtals mynda 178m2 hús. 
Óskað hefur verið eftir tilboði frá Sandfelli í heildar framkvæmdina þ.e. undirstöður, uppsetningu og frágang. Það tilboð hefur enn ekki borist. Byggingarfulltrúi hefur verið í sambandi við Sandfell og er von á tilboði á næstu dögum. Einnig stóð til að byggingarfulltrúi færi og skoðaði umræddar einingar á Reyðarfirði. Sú ferð hefur enn ekki verið farin. 
Nokkrir möguleikar hafa verið skoðaðir með staðsetningu umrædds húss, en ekki tekin endanleg ákvörðun.
Æskilegt væri að framkvæmdir gætu hafist nú í vor-sumar og húsið tilbúið til notkunar í ágúst-sept.  

17.1602029 Fyrirpsurn til sveitarstjórnar frá fulltrúum D- og L-listans varðandi bílastæðagjald við Seljalandsfoss og Skógafoss.

Svar við fyrirspurn v. bílastæðagjalds við Seljalandsfoss og Skógafoss:
•Á hverjum fundi sem haldinn hefur verið með landeigendum Seljalandsfoss hefur komið upp umræða um gjaldtöku við fossinn. Sveitarstjóri metur það þannig að landeigendur vilji að heimamenn sjái um gjaldtökuna. Engin sérstök útfærsla hefur verið á þeim tillögum en ljóst að við verðum að vinna þessi máli í samvinnu við landeigendur. ( Umræðan er í þá vegu að það gjald sem fæst við gjaldtökuna renni til uppbyggingar á svæðinu).  Ein tillagan er um hlið grind með slá – þar sem prentaðir eru út miðar sem settur eru við framrúðu bíla. – líkt og gerist við stöðumæla.

•Sveitarstóri hefur verið í sambandi við Bergrisann og National park og reyndar fleiri aðila vegna búnaðar til gjaldtöku t.d. við bílastæði og salerni við báða fossana. Í báðum tilfellum eru fyrirtækin tilbúin að útvega  tæknibúnað – en ljóst að afgreiðslufrestur eru nokkrir mánuðir en fyrirtækin fá ákveðna tíund af innkomu en sjái um eftirlit með búnaði.

•Sveitarstjóri hefur einnig verið sambandi við ferðaþjónustuaðila við Suðurströndina vegna hugsanlegra samræmdrar gjaldtöku, Svörtufjöru, Sólheimajökull, Skógafoss, Seljalandsfoss o.e.t.v. fl.

•Það hefur einnig komið fram á fundum í Kötlu jarðvangi hvort í framtíðinni eigi að sameinast um gjaldtöku á svæðinu.

•Rætt hefur verið við ráherra ferðamála vegna þessa – hún telur afar hæpið að hefja gjaldtöku við fossanna fyrr en endanlega hefur verið gengið frá bílastæðum.

•National park hefur  væntanlega sent bréf til Héraðsnefndanna vegna hugsanlegrar gjaldtöku við Skógafoss – þeir hafa einnig verið í sambandi við formann landeigendafélags við Seljalandsfoss.

•Deiliskipulög við Seljalandsfoss og Skógafoss eru ákveðinn grundvöllur þessara mála. 

18.1601046 39. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra 04.02.16
             
  SKIPULAGSMÁL
1602004Ormsvöllur 10a – Lóðarumsókn
Haraldur Konráðsson kt. 180955-5269, óskar eftir því að fá úthlutað iðnaðarhúsalóðinni Ormsvöllur 10a, Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar.
Benedikt vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir að fresta úthlutun lóðarinnar. Samþykkt með 5 atkvæðum. BAT situr hjá við afgreiðslu málsins. 
1602003Hvolstún 7 – Lóðarumsókn
Friðrik Sölvi Þórarinsson kt. 090460-4639, óskar eftir því að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni Hvolstún 7, Hvolsvelli. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
1601045Sámsstaðir 3 – Landskipti og sameining lóða
Árni Þorsteinn Sigurðsson kt. 260741-4709, óskar eftir því að skipta úr jörðinni Sámsstaðir 3 ln.164061, 15,9 ha. spildu. Skv. landskiptagerð er óskað eftir því að spildan verði sameinuð lóðinni Sámsstaðir lóð ln.186333. Meðfylgjandi umsókn eru hnitsettir uppdrættir unnir af Landnot ehf. dags. 15. og 29. október 2015. Eigendur aðliggjandi jarða hafa ritað nöfn sín á uppdrætti til samþykkis. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Sámsstaðir 3 ln. 164061 sem verður eftir skiptin 55,6 ha. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og sameininguna.  
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og sameininguna. 
1509072Rauðsbakki – Deiliskipulag og umhverfisskýrsla
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð verði um 5,7 ha lóð fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 1.440m² byggingu á einni hæð. Innan byggingar geta verið allt að 30 gistirými ásamt tilheyrandi þjónustu. Lýsing tillögunnar hefur verið afgreidd og deiliskipulagstillaga kynnt fyrir almenningi.  
Umsagnir bárust við lýsinguna frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Veðurstofunni. Tekið hefur verið tillit til umsagna við gerð tillögunnar. Skipulagsnefnd mælist til þess að deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1505010Steinmóðarbær - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3ha. spildu úr landi Steinmóðarbæjar. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs og byggingar sem ætlaðar eru fyrir ferðaþjónustu. Skipulagsstofnun gerir í bréfi dags. 22. janúar 2016, athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar sem snúa að samræmi við aðalskipulag og skort á skilmálum vegna nýrra bygginga á svæðinu. Að mati nefndarinnar er tillagan í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024. Uppbygging er í samræmi við markmið sveitarstjórnar um eflingu atvinnuvega í dreifbýli m.a. með nýsköpun á sviði ferðaþjónustu. Þó svo að ekki sé stundaður hefðbundinn landbúnaður á jörðinni í dag, kemur deiliskipulagstillagan og fyrirhuguð uppbygging skv. henni, ekki í veg fyrir að landbúnaður geti verið stundaður á jörðinni í framtíðinni. Varðandi byggingarskilmála telur nefndin að þeir séu nægjanlega skýrir í deiliskipulagstillögu. Byggingarreitur er hafður rúmur þannig að hægt sé að aðlaga og staðsetja byggingar í landinu þannig að þær verði sem minnst áberandi og falli sem best að landslagi. Í umsögn Umhverfisstofnunar dags. 10. desember 2015 koma fram ábendingar varðandi hverfisvernd svæðisins og sjónræn áhrif. Að mati nefndarinnar hefur fyrirhuguð uppbygging óveruleg áhrif á hverfisverndarsvæðið, áhrif á fuglalíf eru lítil og engin á votlendi, þar sem skipulagsvæðið er uppgrónir áraurar skildir frá megin verndarsvæði þar sem Dímonarvegur þverar svæðið. Sjónræn áhrif eru metin lítil, nema í næsta nágrenni, þá helst þegar horft er til vesturs af Dímonarvegi. Bætt hefur verið við texta í greinargerð deiliskipulagsins þar sem tekið er á umsögn Umhverfisstofnunar. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og smþykkir að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.  
1602014Rauðsbakki - Landskipti
Sigurður M. Sólonsson kt. 050765-3269, óskar eftir því að skipta 57.710m2 spildu úr landi Rauðsbakka ln. 163709, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af VSÓ Ráðgjöf dags. 02.02.2016. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 
39. fundargerð skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni. 
Fundargerðir:
1.1602023   1. fundur Byggingarnefndar Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols 05.02.16    Staðfest.
2.1601066 22. fundur Heilsu-,íþrótta- og æskulýðsnefndar 13.01.16 Staðfest.
3.1602025 25. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs 02.02.16 Staðfest.
4.1602011 169. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 22.01.16 Staðfest.
5.1602012 504. fundur stjórnar SASS 15.01.16 Staðfest.
6.1602013 44. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 19.01.16 Staðfest.
7.1602019   2. fundur Öldungaráðs Rangárvallasýslu 25.01.16  Sveitarstjóra falið
að boða til fundar með öldungaráði í samvinnu við sveitarstjóra Rangárþings ytra og Ásahrepps.


Mál til kynningar:
1.1602022 Umboðsmaður barna, bréf dags. 04.04.16, áskorun.
2.1511079 Sameiginleg yfirlýsing vegna heilsugæslu HSU í Rangárþingi.
3.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45


____________________              _______________________
Lilja Einarsdóttir              Ísólfur Gylfi Pálmason
   
                            
______________________             ________________________
Þórir Már Ólafsson   Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Birkir A. Tómasson               Kristín Þórðardóttir

_______________________  
      Christiane L. Bahner