20. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.


Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður nefndarinnar, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Elvar Eyvindsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Kristín Þórðardóttir. 

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson


Efnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:

1309001 Hamragarðar-Seljalandsfoss – Deiliskipulag / Kynning
1309002 Þórsmörk – Deiliskipulag / Kynning
1404011 Eyland – Deiliskipulag landspildu


BYGGINGARMÁL:
1404009 Hallskot lóð 13 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi


ÖNNUR MÁL:
1404012 Dufþaksbraut 14 – Fyrirspurn vegna notkunarmöguleika
1404013 SASS – Ósk um umsögn við svæðalýsingar fuglaskoðunarsvæða
1404007 Ytri-Skógar – Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagni
1404003 Ytri-Skógar – Umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmannahúsi
1404014 Hallskot - Deiliskipulag


SKIPULAGSMÁL


1309001 Hamragarðar-Seljalandsfoss – Deiliskipulag / Kynning
Staða deiliskipulagsvinnu kynnt fyrir skipulagsnefnd.
Farið yfir efni tillögunnar og næstu skref rædd.


1309002 Þórsmörk – Deiliskipulag / Kynning
Staða deiliskipulagsvinnu kynnt fyrir skipulagsnefnd.
Farið yfir efni tillögunnar og næstu skref rædd.


1404011 Eyland – Deiliskipulag landspildu
Steinsholt sf. f.h. Jóns Ólafssonar kt. 240753-7749, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir landspilduna Eyland land ln. 187931. Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,5 ha landspildu. Gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss, gestahúss og geymslu. Aðkoma að spildunni er um afleggjara af Akureyjarvegi nr. 255. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð með fyrirvara um að samþykki aðliggjandi jarðareiganda liggi fyrir um aðkomu að spildunni. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


BYGGINGARMÁL:


1404009 Hallskot lóð 13 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi
Jónas Þórðarson f.h. Sigurlaugar Egilsdóttur kt. 021263-5329, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Hallskot lóð 13 ln. 164107, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Teiknir ehf. dags. 04.04.2014. Einnig fylgir umsókninni bréf hönnuðar þar sem farið er fram á að umsóknin verði samþykkt, þrátt fyrir ósamræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. 
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina.



ÖNNUR MÁL:


1404012 Dufþaksbraut 14 – Fyrirspurn vegna notkunarmöguleika
Erindi South Iceland Adventure vegna fyrirhugaðra kaupa fyrirtækisins á fasteigninni Dufþaksbraut 14, Hvolsvelli. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar frá sveitarstjórn. 
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.


1404013 SASS – Ósk um umsögn við svæðalýsingar fuglaskoðunarsvæða
Þórður F. Sigurðsson f.h. SASS, óskar eftir umsögn athugasemdum við svæðalýsingar yfir skilgreind fuglaskoðunarsvæði í Rangárþingi eystra. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar frá sveitarstjórn. 
Skipulagsnefnd tekur mjög jákvætt í erindið. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna umsagnir um svæðislýsingarnar í góðu samráði við alla hlutaðeigandi landeigendur.  


1404007 Ytri-Skógar – Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagni
Leifur Birkir Logason kt. 051285-2129, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagni á bílastæðinu við Skógafoss, útfærsla og staðsetning mun vera með sama sniði og sumarið 2013. 
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir veitingavagninum til 1. september 2014. Nánari staðsetning og útfærsla skal gerð í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. 


1404003 Ytri-Skógar – Umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmannaherbergjum
Elías Rúnar Kristjánsson f.h. Hótel Skóga kt. 691211-1500, sækir um stöðuleyfi fyrir starfsmannaherbergjum á lóð félagsheimilisins Fossbúðar skv. meðfyglandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs fyrir starfsmannaherbergjunum. Nánari staðsetning og útfærsla skal gerð í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. 

1404014 Hallskot - Deiliskipulag
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrir land- og húseigendum á sumarhúsasvæðinu að Hallskoti, stöðu skipulagsmála á svæðinu. 

Fundi slitið 12:00


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Kristján Ólafsson
Kristín Þórðardóttir
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson