Fundur fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 06. ágúst 2010.


Mættir voru allir nefndarmenn, Kristinn Jónsson, Eggert Pálsson og Ágúst Jensson.

1. Samþykkt að Kristinn Jónsson verði formaður nefndarinnar.

2. Fjallað um fyrirhugaðar leitir á Grænafjall og skipulag á þeim. Vegna ösku á afréttinum var engu fé keyrt á hann en vitað er að eitthvað af kindum er komið á svæðið. Ákveðið var að safna gögnum og taka ákvörðun síðar.

3. Þann 9. júlí voru bornir 62 stórsekkir af áburði á afréttinn. Borið á inn á Fuskheiði, Tröllagjána, Grasgarðinn og fl. staði. 11 dráttarvélar voru notaðar við verkið. Grillað var í Fellinu handa þeim sem að verkinu komu.

4. Beiðni hefur komið um að taka grjót í viðgerð á Þórólfsfellsgarði inn á Klöppum við Fuskheiði. Þar er grjótnáma fyrir. Ákveðið að nefndarmenn færu á vettvang.


Fleira ekki gert . Fundi slitið

Kristinn Jónsson
Ágúst Jensson
Eggert Pálsson