Fundargerð
2. fundur (aðalfundur) í húsnefnd félagsheimilisins Fossbúðar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn Mánudaginn 12. September 2016 kl. 17.00 í Fossbúð, A-Eyjafjöllum.
Mættir: Guðmundur Viðarsson, Magdalena Jónsdóttir, Guðrún Inga, Margrét Tryggvadóttir, Ármann Fannar Magnússon, Anna Björk Ólafsdóttir, Lilja Einarsdóttir sem stjórnaði fundi og Benedikt Benediktsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1. 2016 fer kvennfélagið og leikfélagið með atkvæðisrétt
2. Leigutaki fór með fundarmenn um húsið. Leki við útvegg í anddyri mót við klósett. Kanna hvað veldur. Einnig þarf að laga loftaplötu. Hann fer fer yfir ábendingar vegna brunavarna varðandi eldvarnarhurðir og neyðarútgang. Taka neyðarútgangsljós við læsta hurð. Ofn í eldhúsi bilaður leigutaki sér um að koma honum í viðgerð. Gólfefni í þvottahúsi/skjalageymslu þarf að fjarlægja og setja segul á eldvarnarhurð. Loftræstikerfi ófrágengið frá upphafi hússins. Þarf að bæta úr. Þarf að gera úttekt á kostnaði. Loftljós í salnum þarf að klára. Þarf að ath.með rennur og þak. Leki út frá rennum? Þakið riðgað. Þarf einnig að skoða milliloft við eldhús. 
3. Farið yfir reikninga 2015. Hagnaður sl. 4 ár án teknu tilliti til afskrifta.
4. Reglur húsfélagsins. Samþykkt að endurskoða húsreglur og staðfæra til nútímans. Nefnidin leggur til  að formaður feli skrifstofurstjóra Rangárþings eystra að fara í þá enduskoðun. Gera erindisbréf fyrir nefndina eins og hverja aðra nefnd í sveitafélaginu. Lagt fram minnislað frá Þorsteini Magnússsyni lögfræðingi  um rétt íbúa fyrrum Austur- Eyjaflallahrepps til afnota af félagsheimilinu Fossbúð. Sem hafðar verða til hliðsjónar við endurskoðun húsreglan og gerð erindisbréfs
5. Nefndin leggur til að auglýsa Fossbúð um áramót. Í auglýsingu verði óskað eftir útlistingu á hverslags starfsemi viðkomandi hefur hug á að vera með í félagsheimilinu. Nefndin óskar eftir að fá tilboðin til umfjöllunnar áður en ákveðið verður hvaða tilboði verður tekið. Mikilvægt að sveitastjórn áskilji sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
6. Önnur mál.  
Húsgögn hurfu úr fundarherbergi eftir sameinginu 2002. Vantar að endurnýja búnað þar. Þarf að vera hægt að halda minni fundi fyrir c.a. 20 manns. 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl 19:15