Fjallskilanefnd Eyjafjalla 2.fundur haldinn á Heimalandi 11.des.2002

Mætt eru: Baldur Björnsson, Helgi Friðþjófsson og Eyja Þóra Einarsdóttir.

Dagsskrá: Samningur vegna friðunar Þórsmerkursvæðis.

Ákveðið að óska eftir fundi með Landgræðslustjóra um samningsdrögin. Formanni falið að koma á fundi með Fjallskilanefnd og Landgræðslustjóra sem fyrst.

V-Eyjafjallahreppur lagði til 50 þúsund krónur á móti Landgræðslu ríkisins til áburðarkaupa og dreifingar v/uppgræðslu á afréttunum.

Fjallskilanefnd fer hér með þess á leit við sveitarstjórn að halda þessu framlagi áfram, óháð samningsdrögum eða samningi.

Fundi slitið.
Eyja Þóra Einarsdóttir