Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

194. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 8. janúar 2015  kl. 12:00


Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Cristiane L. Bahner,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.


Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:

1. Drög að samningi um fjarskiptaþjónustu vegna netkerfis Rangárþings eystra.
Starfshópi um bætt fjarskipti falið að vinna að samantekt um núverandi ástand nettenginga í dreifbýli svo hægt sé að meta árangur í lok verkefnis.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við 365miðla.

2. Samstarfssamningur um notkun seyru til landgræðslu.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

3. Tillaga um breytingu á húsaleigusamningum almennra íbúðarhúsa sveitarfélagsins.
Samþykkt að fresta afgreiðslu tillögunnar og sveitarstjóra falið að vinna að nánari útfærslu málsins.

4. Tillaga um sölu Seljalandsskóla og íbúðarhúsum honum tengdum.
Tillagan samþykkt samhljóða.

5. Bréf Sigurðar Flosasonar dags. 27.12.14, beiðni um styrk vegna jazzhátíðar í Skógum í júlí 2015.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 300.000,-

6. Samband sunnlenskra kvenna bréf dags. 30.11.14, beiðni um styrk vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands á Selfossi 9.-11. okt. 2015.
Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 50.000,-

7. Knattspyrnufélag Rangæinga, drög að þjónustusamningi.
Samþykkt að vísa samningnum til umsagnar heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefndar.

8. Bréf Árnýjar Láru Karvelsdóttur, dags. 02.01.15 varðandi þjónustukort Rangárþings og Mýrdals.
Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu.

9. Fyrirspurn L-listans dags. 13.10.14 varðandi lagningu rörs undir þjóðveg 1 fyrir hestamenn. Áður lagt fram í byggðarráði og vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa.
Anton Kári mætti á fundinn og fór yfir svör sem veitt voru í kjölfar byggðarráðsfundar 2014. Kynntar voru tillögur um reiðveg sem þverar þjóðveg fyrir innan bæjarhlið sem Vegagerðin er að setja á þjóðveg eitt sunnan við Hvolsvöll.

10. Fyrirspurn L-listans dags. 13.10.14 varðandi ófullnægjandi hreinsivirkni fráveitustöðvar á Hvolsvelli. Áður lagt fram í byggðarráði og vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa.
Anton Kári fór yfir stöðu mála varðandi frárennsli á Hvolsvelli. 

11. Viðauki við leigusamning um leigu á Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga fram samningnum í samræmi við umræður fundarins.

12. Edda Antonsdóttir, forstöðumaður Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslu og Katrín Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu
Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu komu á fundinn og kynntu starfssemi  Félags- og Skólaþjónustunnar.  
Lilja Einarsdóttir oddviti  þakkaði þeim fyrir greinargóða kynningu og umræður.

Gert er fundarhlé kl. 14:20 vegna heimsóknar á Kirkjuhvol.

Lilja Einarsdóttir, oddviti vék af fundi kl. 15:20 og Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir tók sæti hennar á fundinum.  Benedikt Benediktsson, varaoddviti tók við fundarstjórn.

12. Tillaga fulltrúa D-lista um laun oddvita.
Ákvörðun um aukið starfshlutfall og laun oddvita frá sveitarstjórnarfundi 4. september s.l.  verði felld úr gildi og launakjör oddvita færð til fyrra horfs samkvæmt fyrri samþykktum um kjör kjörinna fulltrúa Rangárþings eystra þar sem laun oddvita miðuðust við 30% af þingfararkaupi auk greiðslna fyrir sérstaka aukafundi samkvæmt aukafundayfirliti sem ekki féllu beinlínis innan starfsskyldna oddvita.
Tillagan samþykkt samhljóða.


Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1. 2. fundur samgöngu- og umferðarnefndar Rangárþings eystra 17.12.14 Staðfest.
2. 23. fundur fræðslunefndar 17.11.14 Staðfest.

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 21. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 10.12.14 Staðfest.
2. 163. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 15.12.14 Staðfest.
3. 161. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 12.12.14 Til kynningar.

Mál til kynningar:
1. Fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12.12.14
2. UMFÍ, bréf dags. 18.12.14, ungt fólk og lýðræði 2015.  Erindinu vísað í heilsu-íþrótta og æskulýðsnefnd.
3. Umhverfisstofnun bréf dags. 10.12.14, endurgreiðsla vegna minnkaveiða.
4. Umhverfisstofnun bréf dags. 16.12.14, endurgreiðsla vegna refaveiða.
5. Yfirfasteignamatsnefnd bréf dags. 22.12.14, Stórólfshvoll lnr. 193149.
6. Skipulags- og byggingarfulltrúi, stöðuúttekt dags. 19.12.14 vegna gamla bæjarins í Múlakoti.
7. Skipulagsstofnun, bréf dags. 19.12.14, tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026, til kynningar.
8. Fundur kirkjubyggingarnefndar í Stórólfshvolssókn 09.12.14
9. 2. fundur kirkjubyggingarnefndar í Stórólfsshvolssókn 22.12.14
10. 21. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu 19.12.14
11. Lóðarleigusamningur vegna Goðalands ln. 164078.
12. Mast, bréf dags. 23.12.14, landbótaáætlun fyrir Fljótshlíðarafrétt.
13. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 04.12.14, aftektir af framlögum 2014.
14. Ungmennafélag Íslands, bréf dags. 10.12.14, auglýsing vegna undirbúnings og framkvæmdar við Landsmót UMFÍ árið 2017. Erindinu vísað í heilsu-íþrótta og æskulýðsnefnd.
15. Ungmennafélag Íslands, bréf dags. 12.12.14, samþykkt tillögu um þakkir til sveitarfélaga. Erindinu vísað í heilsu-íþrótta og æskulýðsnefnd.
16. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:21


Lilja Einarsdóttir              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir   
Benedikt Benediktsson
Birkir A. Tómasson               
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner   
Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir