193. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 11. desember 2014  kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Cristiane L. Bahner,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:
      
Kristín Þórðardóttir gerir athugasemdir við fundarboðið og leggur til að liður 6 í málum til 
kynningar verði tekin inn sem dagskrárliður til afgreiðslu undir erindi til sveitarstjórnar.

Tillagan borin upp.  Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3 KÞ BAT og CLB.

Bókun minnihluta KÞ, BAT og CLB.
Við teljum tilgangslítið að afla sérstakrar skýrslu frá KPMG um kjör sveitarstjórnarmanna 
Suðurlandi þegar ekki er ætlunin að taka hana til formlegrar afgreiðslu og ræða niðurstöðu hennar og bregðast við niðurstöðum.

1. Fjárhagsáætlun 2015-2018, síðari umræða.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 1.300,6 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.255.3 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 77,8 m.kr.  Veltufé frá rekstri 114,3 m.kr.  Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð 34,6 m. kr.  Rekstrarniðurstaða jákvæð um kr. 10,6 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið  91,0 mkr.
Afborgun lána            56,7 mkr.
Tekin ný langtímalán            25,0 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok   754,1 mkr.
      Eigið fé er áætlað í árslok                 1.582,6 mkr.

Fjárhagsáætlunin borin upp og samþykkt samhljóða.

Bókun fulltrúa D-lista:
Við erum samþykk framlagðri fjárhagsáætlun, enda hefur meirihlutinn komið til móts við hugmyndir okkar sem miðuðu að hófsömum fjárfestingum í þá veru að einungis yrði ráðist í framkvæmdir sem teldust brýnar og nauðsynlegar og hefur því fjárfestingaáætlun lækkað nokkuð frá fyrstu drögum. Samvinna sveitarstjórnar um gerð fjárhagsáætlunar hefur gefist vel.
Ljóst er þó að rekstur sveitarfélagsins er í járnum og að sveitarstjórn getur ekki lengur gengið á handbært fé til að fjármagna framkvæmdir umfram veltufé. Á síðustu þremur árum hefur verið fjárfest fyrir 236 milljónir umfram veltufé, þar af voru 100 milljónir teknar að láni á árinu 2013.
Er svo komið að handbært fé er komið niður í algert lágmark og ekki verður mögulegt að ráðast í stærri framkvæmdir með tilheyrandi lántökum nema reksturinn breytist umtalsvert til batnaðar. Það liggur því beinast við að gera þarf átak í rekstri sveitarfélagsins svo snúa megi af þessari braut. Til að mynda mætti lækka kostnað við yfirstjórn sveitarfélagsins, þ.m.t. laun sveitarstjóra, oddvita og annarra kjörinna fulltrúa og leggjum við til að sveitarstjórn hefji markvissa vinnu við hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem fyrst á nýju ári.


Bókun meirihluta 
Meirihluti sveitarstjórnar fagnar samstöðu við samþykki fjarhagsáætlunar fyrir árið 2015-2018, enda var mikil vinna lögð í að ná þeirri samstöðu.
Við erum stolt af þeim farmkvæmdum sem gerðar voru á síðasta kjörtímabili, ekki hafa verið tekin framkvæmdalán frá árinu 2008, þó að fjárhagsáætlanir frá þeim hafi alltaf gert ráð fyrir lántöku.
100 mkr. lán sem tekið var árið 2013 var vegna kaupa á Austurvegi 4 og þeim réttindum sem fylgdi þeim kaupum.
Meirihluti mun kappkosta áfram að stuðla að öruggri fjármálastjórn og tekur undir að hafist verði handa við að skoða rekstur með hagræðingu í huga.


2. Fundargerð 137. fundar byggðarráðs 27.11.14 Staðfest.

3. Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita ábyrgð á láni til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita byggðasamlagi sem sveitarfélagið er aðili að, veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku byggðasamlagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Rangársþings eystra samþykkir hér með að veita veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og eru meðfylgjandi fundargerð þessari. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lán Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. er tekið til að fjármagna byggingu umhleðsluhúss, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 
Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni, kt. 170354-3039, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Rangárþings eystra veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
Samþykkt samhljóða.

4. Héraðssambandið Skarphéðinn bréf dags. 24.11.14, beiðni um styrk árið 2015.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 90,- á íbúa sveitarfélagsins.

5. Umsókn um tjaldstæðið í Hamragörðum.
Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Ársæl Hauksson og Þorgerði Guðmundsdóttur í samræmi við umræður á fundinum.

6. Tilboð í rekstur tjaldsvæðisins við Skógafoss.
Tvö tilboð bárust.  
Samþykkt samhljóða að taka hærra tilboðinu og ganga til samninga við Magðalenu K. Jónsdóttur.

7. Framlenging samkomulags um grisjun Tunguskógar.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

8. Bréf til sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 24.11.14, umsögn vegna gististaðar  í flokki II í sumarhúsi að Langanesi 7, Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

9. Bréf til sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 26.11.14, umsögn vegna tækifærisleyfis til Óðals feðranna vegna dansleiks í Njálsbúð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

10. Sögusetrið á Hvolsvelli, bréf dags. 20.11.14, beiðni um styrk vegna leiksýninga.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við Sigurð Hróarsson um málið.

11. Samstarfssamingur um Frumkvöðlasetur SASS og NMÍ.
Samstarfssamningurinn samþykktur samhljóða.

12. Kauptilboð í skólabyggingu Seljalandsskóla.
Kauptilboðið samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna væntanlegra kaupa á hlut ríkisins í Seljalandsskóla að fjárhæð kr. 8.760.000,- Samþykkt að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna kaupanna.

13. Umsókn um framkvæmdastyrk í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Samþykkt samhljóða.

14. Fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2015.
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

15. Viðauki við leigusamning um leigu á Austurvegi 4.
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra  að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

16. Rekstrarleigusamningur vegna Sögusetursins á Hvolsvelli.
Samningurinn samþykktur með 6 atkvæðum. BAT sat hjá.

17. Trúnaðarmál.

18. Fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar 04.12.14

SKIPULAGSMÁL
1403011 Varmahlíð – Deiliskipulag fyrir fiskeldi
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á jörðinni Varmahlíð, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til um 1,5 ha reits til uppbyggingar fiskeldis. Markmið deiliskipulagsins er að afmarka byggingarreit fyrir fiskeldisker með tilheyrandi aðstöðu þ.m.t. yfirbyggingu yfir fiskeldiskerin. Nýta á staðhætti eins vel og kostur er til rekstrar á bleikjueldi, m.a. með þvi að nýta vatn sem kemur frá heimarafstöð sem staðsett er innan landareignar. Áætlaður framleiddur lífmassi verður að hámarki 19 tonn á ári. 
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 28. maí, með athugasemdafresti til 9. júlí 2014. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var farið fram á nánari útskýringar á frárennslismálum. Tillagan hefur verið leiðrétti m.t.t. umsagnarinnar. Um er að ræða óverulega breytingu á uppdrætti og texta. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt, fyrir hönd Guðna Úlfars Ingólfssonar kt. 130862-6599 og Magðalenu Karlottu Jónsdóttur kt. 010865-3449, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Drangshlíðardal, Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagið tekur til um 3 ha úr jörðinni Dranshlíðardalur ln.163652 og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2 ln.178810. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


1410034 Tröð - Landskipti
Haraldur Guðfinnsson kt. 251157-4649 og Anna Rós Bergsdóttir kt. 080161-3799 óska eftir því að skipta 15 ha. spildu úr jörðinni Tröð ln.191787, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 14.09.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Tröð ln.191787.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.

1412001 Ásólfsskáli II - Landskipti
Viðar Bjarnason kt. 030444-3969, óskar eftir því að skipta 1.533 m² lóð úr jörðinni Ásólfsskála II ln. 179203, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 04.11.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Ásólfsskála II ln. 179203. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
 

1411059 Múlakot II - Landskipti
Guðjón Stefán Guðbergsson kt. 070743-2219 og Sigríður Hjartar kt. 300143-3939, óska eftir því að skipta 4.225,7 m² lóð úr jörðinni Múlakot II ln. 164051, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 24.11.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Múlakot II ln.164051. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin.
Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir Rangárþings eystra og samstarfs sveitarfélaga:

1. 6. fundur velferðarnefndar 27.11.14 Staðfest.
2. Samráðsfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. og Gámaþjónustunnar 26.11.14 Staðfest.
3. 12. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. Staðfest.
4. Fundargerð fjallskilanefndar Fljótshlíðar 20.08.14 Staðfest.
5. Fundargerð fjallskilanefndar Fljótshlíðar 21.10.14 Staðfest.
6. Fundargerð fjallskilanefndar Fljótshlíðar 18.11.14 Staðfest.
7. Fundargerð vegna landbótaáætlunar fyrir Fljótshlíðarafrétt 13.11.14 Staðfest.
8. Fundargerð vegna landbótaáætlunar fyrir Fljótshlíðarafrétt 19.11.14 Staðfest.
9. 2. fundur Héraðsnefndar Rangæinga 04.12.14 Staðfest.


Mál til kynningar:
1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, bréf  til Vatnsveitu Rangárþings eystra vegna Hvolsvallar dags. 18.11.14, áhættumat vatnsveitu vegna náttúruhamfara og mótvægisaðgerðir.
2. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, bréf  til Vatnsveitu Rangárþings eystra vegna Tunguveitu dags. 18.11.14, áhættumat vatnsveitu vegna náttúruhamfara og mótvægisaðgerðir.
3. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, bréf  til Vatnsveitu Rangárþings eystra vegna Skógaveitu dags. 18.11.14, áhættumat vatnsveitu vegna náttúruhamfara og mótvægisaðgerðir.
4. Vinnumálastofnun, bréf dags. 21.11.14, tilkynning um að Vinnumálastofnun mun ekki framlengja þjónustusamning dags. 23.09.2012 og ósk um viðtalsaðstöðu.
5. Fundargerð 822. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga 21.11.14
6. Skýrsla um kjör sveitarstjórnarmanna.
7. Fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands das. 21.11.14, ásamt ársskýrslu.
8. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 25.11.14, styrkur vegna námsupplýsingakerfis.
9. Vegagerðin, bréf dags. 19.11.14, tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Hátúnsvegar (nr2540) af vegaskrá.
10. Póst- og fjarskiptastofnun, bréf dags. 20.11.14, leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.
11. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:55


Lilja Einarsdóttir              
Ísólfur Gylfi Pálmason                                
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir   
Benedikt Benediktsson
Birkir A. Tómasson               
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner