Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

192. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 13. nóvember 2014  kl. 12:00


Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Guðmundur Viðarsson, varamaður Birkis A. Tómassonar,  Kristín Þórðardóttir, Cristiane L. Bahner, varamaður Guðmundar Jónssonar ,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.


Dagskrá:
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Fundargerð, 136. fundur byggðarráðs 29.10.14 Fundargerðin staðfest.

2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Viðauki samþykktur samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun 2015-2017, fyrri umræða. Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu og að sveitarstjórn hittist á einum til tveimur vinnufundum í millitíðinni.

4. Hýsingarsamningur við TRS dags. 24.10.14. Samþykkt samhljóða.

5. Bréf Markaðsstofu Suðurlands dags. 08.10.14 varðandi framlengingu á 
samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands.
Árný Lára Karvelsdóttir kom inn á fundinn við umræðu um þennan lið.
Samþykkt samhljóða að framlengja samninginn við Markaðsstofu Suðurlands og greiða kr. 430,- á hvern íbúa svo fremi sem önnur sveitarfélög samþykkja að greiða þá  fjárhæð sem farið er fram á.  Jafnframt er erindinu vísað til Markaðs- og atvinnumálanefndar til umfjöllunar og ákveðið að fá fulltrúa Markaðsstofunnar á fund sveitarstjórnar til að kynna starfsemi Markaðsstofunnar.  
 
6. Klúbburinn Strókur, bréf dags. 17.10.14, ósk um styrk. Samþykkt að styrkja verkefnið um 100 kr. á íbúa með 6 atkv. GJV situr hjá.  Velferðarnefnd falið að kynna sér starfssemi Stróks.

7. Tillaga að launum ungmennaráðs. Samþykkt samhljóða að laun fulltrúa í ungmennaráði verði 1% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.

8. Tillaga fulltrúa L-listans um málefni Kötlu Geopark.

Lagt er til að sveitarstjórn móti sína framtíðarsyn á málefnum Katla Geoparks. 
Greinargerð:
Katla Geopark er samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga og er Rangárþing eystra þar i fararbroddi fjárhagslega séð, en sýnileika er ábótavant. Framtíð Katla Geopark er óviss og standa fleiri möguleikar til boða: spurning er einkum hvernig rekstri verði áfram haldið. Það var útséð að þessi staða myndi koma upp og er ólíðandi að ekki hefur enn verið tekin ákvörðun í þeim efnum. Það er lagt til að sveitarstjórnin móti sína framtíðarsýn og fari síðan í viðræður við sveitarstjórna hinna sveitarfélaga. 
Christiane L. Bahner


Tillagan samþykkt samhljóða og samþykkt að tilnefna einn fulltrúa frá hverju framboði í vinnuhóp til að sinna þessu verkefni. Eftirtaldir fulltrúar tilnefndir:  Guðmundur Viðarsson, Christiane L. Bahner og Guðlaug Ósk Svansdóttir.  Árný Lára Karvelsdóttir vinnur með hópnum.

9. Ósk Guðmundar Jónssonar, sveitarstjórnarmanns L-listans um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn og nefndum á hennar vegum.
Samþykkt samhljóða.

10. Tilboð í endurskoðun sveitarfélagsins. Fyrir liggur tilboð frá KPMG Endurskoðun hf. og PricewaterhouseCoopers ehf. 
Guðmundur Jón Viðarsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið og Heiða Björg Scheving tók sæti hans undir þessum lið.  Heiða  Björg er boðin velkomin á fundinn.
Tilboðið lagt fram til kynningar.  Afgreiðslu frestað.

11. Tillaga um fulltrúa í öldungaráð. Kristján Hálfdánarson kjörinn aðalmaður og Kristín Sigurðardóttir, varamaður.  Samþykkt samhljóða.

12. Tillaga D-lista vegna sorphirðumála.

Við undirrituð leggjum til að sett verði á laggirnar sérstakt netfang; sorp@hvolsvollur.is þar sem íbúar sveitarfélagsins geta á einfaldan hátt komið á framfæri tilkynningum, t.d. ef um misbrest á sorphirðu er að ræða, eða annað tengt sorpmálum ef þurfa þykir.

Greinargerð:
Í víðfeðmu sveitarfélagi þar sem oft og tíðum starfa menn við sorphirðu sem ekki eru kunnugir staðháttum, vill það brenna við að sorp er ekki sótt heim á bæi í dreifbýlinu. Á fundi byggðarráðs þann 29. október s.l. var fjallað um erindi óánægðs íbúa sveitarfélagsins vegna margendurtekins misbrests á sorphirðu. Þetta er því miður ekki einsdæmi. Með tillögunni er leitast við að skapa úrræði sem er til þess fallið að íbúar geti komið upplýsingum fljótt og örugglega á framfæri og um leið eykst utanumhald og yfirsýn stjórnenda. 
Hvolsvelli, 10. nóvember 2014

Kristín Þórðardóttir
Birkir Arnar Tómasson
Tillagan samþykkt samhljóða.

13. Fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra 07.11.14

SKIPULAGSMÁL:
1411010 Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Sveitarfélögin Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur hafa unnið sameiginlega stefnumörkun fyrir stóran hluta af hálendissvæðum sveitarfélaganna sem nefnist Rammaskipulag Suðurhálendis, dags. 2. mars 2013. Rammaskipulagið tekur til stefnumörkunar í skipulags- og byggingarmálum á Suðurálendinu, einkum á sviði ferðaþjónustu og samgangna. Sveitarfélögin hafa rætt um sín á milli að vinna svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið á grunni fyrirliggjandi rammaskipulags. Svæðisskipulag miðhálendis Íslands sem gildir til 2015, fellur úr gildi á næsta ári og því brýn þörf á að styrkja skipulag svæðisins með gerð svæðisskipulags fyrir landsvæði sveitarfélaganna þriggja á Suðurhálendinu. 
Skipulagsnefnd leggur til að hafin verði vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið skv. 21. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grunni Rammaskipulags Suðurhálendisins. Skipulagið verði unnið í samstarfi við Rangárþing ytra og Skaftárhrepp. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tilnefndir verði tveir fulltrúar og tveir til vara í svæðisskipulagsnefnd, í samræmi við 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til að skipulagsfulltrúi vinni með nefndinni.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar og skipar Guðlaugu Ósk Svansdóttur og Kristínu Þórðardóttur sem aðalfulltrúa í svæðisskipulagsnefnd. Til vara eru skipuð Lilja Einarsdóttir og Guðmundur Jón Viðarsson. 

1411011 Miðtún 2 - Landskipti
Eysteinn Arason kt. 230438-2269 og Katrín J. Óskarsdóttir kt. 220553-2489, óska eftir því að skipta 10 ha lóð úr jörðinni Miðtún 2 ln. 193676 skv. meðfylgjandi erindi og uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 28. okt. 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 

1411012 Hellishólar - Deiliskipulagsbreyting
Víðir Jóhannsson kt. 310756-3269, óskar eftir því að tekin verði til meðferðar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla. Breytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístunahúsalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst i samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
 
1309025 Þórsmörk - Deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Þórsmerkusvæðið sem unnin hefur verið Steinsholti sf. og starfshópi skipuðum af sveitarstjórn Rangárþings eystra, kynnt fyrir nefndarmönnum. 
Skipulagsfulltrúi fer yfir og kynnir fyrir nefndinni tillögu að deiliskipulagi fyrir Þórsmerkursvæðið. Skipulagsnefnd tekur vel í tillöguna og mælist til þess að hún verði tekin til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. 

1304018 Ytri-Skógar - Deiliskipulagsbreyting
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 14. maí 2014 að óska eftir því að fá faglegt álit á deiliskipulagsbreytingunni frá Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Álit Rannsóknarsetursins liggur nú fyrir, „Mat á deiliskipulagstillögu vegna jarðarinnar Ytri-Skóga“ dags. 15. október 2014. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor og skipulagsfræðingur kynnir álitið fyrir nefndarmönnu. 
Sigríður Kristjánsdóttir kynnir álit Gimlé, Rannsóknarseturs í skipulagsfræðum á tillögu að breytingu deiliskipulags Ytri-Skóga fyrir nefndarmönnum og sveitarstjórn. Nefndin þakkar Sigríði fyrir vel unna og greinargóða skýrslu og felur Finni Kristinssyni frá Landslagi, sem vinna deiliskipulagstillöguna, að útbúa greinargerð með svörum við athugasemdum við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði kynningarfundur á Skógum, á skýrslu Gimlé Rannsóknarseturs.  
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerð 26. fundargerð skipulagsnefndar.


9.     Gjaldskrár 2015
        Leitað var afbrigða við dagskrá og samþykkt að taka inn gjaldskrá Brunavarna.
        Gengið er útfrá hækkun gjaldskráa um 3,4% sem er samkvæmt þjóðhagsspá, en álagningarreglur taka ekki breytingum.
        9.1  Álagningarreglur Rangárþings eystra. Álagningarreglur taka ekki breytingum. Samþykkt samhljóða.
        9.2  Gjaldskrá, Leikskólinn Örk. Engin hækkun er á vistunargjöldum, en fæðisgjöld hækka um 3,4% samkvæmt þjóðhagsspá. Samþykkt með 5 atkvæðum, einn situr hjá GJV og einn á móti KÞ.
                 Bókun Kristínar Þórðardóttur:
                 Ég er andvíg gjaldskrárhækkunum sem snúa að hag barnafjölskyldna í sveitarfélaginu og tel hækkun fæðisgjalds í ósamræmi við yfirlýsta stefnu um fjölskylduvænt samfélag og ný samþykkta lækkun leikskólagjalda um 25%.
        9.3  Gjaldskrá Íþróttamiðstöð.  Stakur tími í líkamsrækt kr. 1.300,-  Námsmannakort 10 miða kr. 10.000,-  og námsmanna mánaðarkort kr. 4.400,-  Gjaldskrá í sund fyrir fullorðna kr. 600,-, ungmenni kr. 350,-  10 miða fullorðinskort kr. 4.500,- 30 miða fullorðinskort 9.500,-, að öðru leyti er gjaldskráin óbreytt.
                 Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
        9.4  Mötuneyti Hvolsskóla, gjaldskrá- og reglur. Gengið er útfrá hækkun gjaldskráa um 3,4% sem er samkvæmt þjóðhagsspá.
               Samþykkt með 5 atkvæðum, KÞ á móti og einn situr hjá GJV.
                      Bókun Kristínar Þórðardóttur.     
               Ég er andvíg gjaldskrárhækkunum sem snúa að hag barnafjölskyldna í sveitarfélaginu og tel hækkun fæðisgjalds í ósamræmi við yfirlýsta stefnu um fjölskylduvænt samfélag.
        9.5  Skólaskjól Hvolsskóla, gjaldskrá- og reglur.  Gengið er útfrá hækkun gjaldskráa um 3,4% sem er samkvæmt þjóðhagsspá.
               Samþykkt með 4 atkvæðum, KÞ á móti og GJV og CLB sitja hjá.
               Bókun Kristínar Þórðardóttur.     
               Ég er andvíg gjaldskrárhækkunum sem snúa að hag barnafjölskyldna í sveitarfélaginu og tel hækkun  í ósamræmi við yfirlýsta stefnu um fjölskylduvænt samfélag.
              Christiane L. Bahner tekur undir bókun Kristínar Þórðardóttur hvað varðar hækkun
              á vistunargjaldi. 
        9.6  Gjaldskrá Skógaveitu.  Gengið er útfrá hækkun gjaldskrár um 3,4% sem er samkvæmt þjóðhagsspá.   Samþykkt samhljóða.
        9.7  Fjallaskálar, gjaldskrá.  Gjald fyrir gistingu kr. 2.400,- á mann pr. nótt. Samþykkt samhljóða.
        9.8  Gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingu. Gjald fyrir heimili grunngjald 
              kr.  16.879,- ílátagjald kr. 20.860,- samtals (37.739,-),-, frístundahús kr. 12.038,-, 
              lögbýli kr. 7.239,- og fyrirtæki kr. 14.769,-   
               Samþykkt samhljóða.                       
        9.9  Gjaldskrá félagsheimila. Salur ásamt aðstöðu í eldhúsi yfir helgi kr. 100.000,-, salur 
               ásamt aðstöðu í eldhúsi 1 dagur kr. 50.000,-
               Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
        9.10 Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs.  Samþykkt samhljóða.


Fundargerðir Rangárþings eystra:
1. 4. fundur jafnréttisnefndar 13.10.14  Staðfest.
2. 5. fundur jafnréttisnefndar 27.10.14  Fundargerðin samþykkt fyrir utan að 4. gr. erindisbréfs verði óbreytt.  Jafnréttisnefnd verði skipuð 3 fulltrúum. Tillaga nefndarinnar nr. 1 samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að svara tillögu 2 í samræmi við umræður á fundinum.
3. 5. fundur velferðarnefndar  30.10.14 Staðfest.
4. 22. fundur fræðslunefndar 03.11.14   Staðfest.

Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1. 2. fundur í skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga 05.11.14, ásamt fjárhagsáætlun 2015 og námsmati. Staðfest.
2. 38. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 05.11.14, ásamt fjárhagsáætlun 2015. Staðfest.
3. 161. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 05.11.14, ásamt fjárhagsáætlun 2015.  Staðfest.


Fundargerðir v/ samvinnu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra,  Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps:
1. 9. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 
    08.09.14 Staðfest.
2.  11. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
29.10.14, ásamt samanburði á launum og öðrum rekstrarkostnaði Félagsþjónustu 2010 til 30. september 2014. Staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 9. fundur stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi 15.10.14 Staðfest.
2. Haustfundur um þjónustusvæði málefna fatlaðra á Suðurlandi 22.10.14 Staðfest.

Mál til kynningar:
1. Brunabót, bréf dags. 24.10.14, Ágóðahlutagreiðsla 2014.
2. Ágúst Jensson, bréf dags. 30.10.14, uppsögn á starfi húsvarðar á Goðalandi.
3. Tún efh.,, fundargerð aðalfundar Vottunarstofunar Túns fyrir árið 2013.
4. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 29.10.14, Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í gunnskólum fjárhagsárið 2015.
5. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 29.10.14, Áætluð úthlutun framlags vegna nýbúafræðslu fjárhagsárið 2015.
6. Samkomulag um vatnsveitu að Sámsstöðum.
7. Fundargerð 821. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31.10.14
8. Aukafundir sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:56

Lilja Einarsdóttir              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir   
Benedikt Benediktsson   
Guðmundur Viðarsson               
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner