Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka þann 24/5 2010 kl. 21:30
Mættir voru: Kristinn Jónsson , Jens Jóhannsson og Eggert Pálsson.

1. Sótt var um styrk til Landbótasjóðs. Samþykkt styrkveiting úr honum kr. 400.000,- til uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt. Ekki hefur enn verið sótt um styrk til sveitarsjóðs til verkefnisins. Óvíst er um verkefnið vegna eldgoss í Eyjafjallajökli og ösku sem fallið hefur á afréttinn.

2. Sent var bréf fyrir hönd fjallskilastjórnar vegna tafa sem orðið hafa á viðgerðum á varnargarði á Þórólfsfelli, sent var bréf á Landgræðslu og Vegagerð , einnig haft samband við form. almannavarna í Rangárvallasýslu og sveitarstjóra Þórólfsfellsgarðurinn skemmdist mikið vegna flóðs sem kom fram Gýgjökul vegna eldgossins.

3. Fullvíst er miðað við stöðu mála í dag að ekki verður hægt að nýta beit á afréttinum þetta árið vegna öskufalls á honum. Finna þarf lausn á beitarþörf þess fjár sem á afréttinum hefur verið. Ljóst er að nokkrir lenda í verulegum vandræðum vegna þessa. Samþykkt að leita eftir upplýsingum um þann fjöld sem gengið hefur á afréttinn.
Ákveðið að vinna að málinu áfram í samráði við hlutaðeigandi aðila.



Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 23:00

Kristinn Jónsson
Jens Jóhannsson
Eggert Pálsson