180. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 13. desember 2013 kl. 12:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum var ið fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Erindi til sveitarstjórnar:
1. Kauptilboð frá Hafsteini Helgasyni í land sveitarfélagsins úr landi Efri-Úlfsstaða.  Tilboðið er að fjárhæð kr. 10.187.100,-
Tilboðinu hafnað.

2. Grétar Eggertsson og fulltrúar Mótus koma til fundarins og útskýra starfsemi fyrirtækisins.

3. Gjaldskrár 2014:
a) Gjaldskrá félagsheimila.  Samþykkt samhljóða.
b) Gjaldskrá Leikskólans Örk. Samþykkt með 5 atkv. 2 sátu hjá EE og KÞ.
c) Gjaldskrá- og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla. Samþykkt með 4 atkv. 3 sátu hjá EE, KÞ og GÓ.
d) Reglur- og gjaldskrá fyrir Skólaskjól Hvolsskóla. Samþykkt með 4 atkv. 3 sátu hjá EE, KÞ og GÓ.
e) Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar. Samþykkt samhljóða.

4. Fyrirspurn frá Guðmundi Ólafssyni fulltrúa VG um áhrif niðurfellingar tekjuskatts af séreignasparnaði og hvernig væntanlegri tekjuskerðingu verður mætt 2014 og næstu ár.
Svar vegna fyrirspunar Guðmundar Ólafssonar.
Því miður er ekki hægt, á þessu stigi málsins , að finna út hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa á tekjuöflun sveitarfélagsins. Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnarinnar varðandi þessar aðgerðir. Niðurstaða er ekki enn fengin.

5. Tillaga fulltrúa D-lista varðandi gjaldtöku af ferðamannastöðum.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að vinna að tillögum um gjaldtöku á þeim ferðamannastöðum sem það hefur á sinni könnu og hefur borið kostnað af. Fjárhagsáætlun geri ráð fyrir 20 milljóna króna tekjum vegna þessa á árinu 2014. Sveitarstjóra falið að vinna að tillögum þar að lútandi og skulu þær liggja fyrir í byrjun mars.

Greinargerð
Mikill og vaxandi ferðamannastraumur á undanförnum árum hefur kallað á auknar framkvæmdir til að bæta aðgengi og vernda nánasta umhverfi fjölsóttra ferðamannastaða í sveitarfélaginu.  Samkvæmt nýlegri ferðakönnun kemur í ljós að á tímabilinu janúar - ágúst 2013 er áætlaður fjöldi ferðamanna sem kom að Seljalandsfossi um 190 þúsund gestir á árinu og að Skógafossi um 238 þúsund.  Á þessum stöðum hefur verið komið fyrir stigum til að bæta aðgengi og auka öryggi, auk þess sem sveitarfélagið hefur rekið salerni á þeim um árabil.
Víðar eru fjölsóttir staðir sem sveitarfélagið hefur séð um að bæta aðgengi að og veruleg útgjöld hafa skapast hjá sveitarfélaginu vegna þessa og er því ekki óeðliegt að þeir sem njóta og nota, greiði hóflegt gjald til viðhalds þessara náttúruperlna.  

Kristín Þórðardóttir
Elvar Eyvindsson

Tillagan borin upp og felld með 4 atkv. einn sat hjá GÓ og EE og KÞ samþykktu tillöguna.

Bókun B-lista
Rangárþing eystra getur ekki hafið einhliða gjaldtöku við Skógafoss og Seljalandsfoss. Þar sem eignarhald þessa lands er ekki í einkaeigu sveitarfélagsins. Landið við Skógafoss er t.d. í eigu fimm sveitarfélaga og Seljalandsfoss og nærsvæði er í eigu nokkurra aðila. Tillögunni er þess vegna hafnað að svo stöddu máli,  enda engin útfærsla fólgin í henni önnur en tekjuliðurinn.

Greinargerð
Vinsælar náttúruauðlindir í sveitarfélaginu hafa alla tíð verið í umsjón sveitarfélagsins og hefur kostnaður við verndun og þjónustu á svæðinu farið vaxandi undanfarin ár. Sveitarfélagið hefur þó fengið styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamála til þessara verkefna. Sá tímapunktur er runnin upp að eðlilegt og rétt er að ferðamenn sem heimsækja svæðin skilja eftir fjármagn til að halda áfram verndun og uppbygginu svæðanna. Atvinnu – og viðskiptaráðherra (ferðamálaráðherra) er að skoða leiðir til að hefja gjaldtöku hjá ferðamönnum. Sú vinna er m.a. unnin í samvinnu við sveitarfélögin í landinu og landeigendum. Ráðherra hefur boðað að þessar leiðir verði tilbúnar á næsta ári t.d. í formi svokallaðs náttúrupassa. Ráðherra hefur eindregið hvatt aðila til þess að bíða með gjaldtöku á ferðamannastöðum þar til tillaga hefur verið staðfest. 
Það er skoðun okkar að leita álits samráðsnefndar um gjaldtöku á ferðamannastöðum en Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, situr í þeirri nefnd ásamt m.a. fulltrúa Markaðsstofu Suðurlands, Davíð Samúelssyni , f.h. sveitarfélaga innan Markaðsstofunnar og Sveini Kristjáni  Rúnarssyni yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Sveitarstjóra skuli þá falið að leita leiða til gjaldtöku í sveitarfélaginu ef samráðshópurinn hefur ekki skilað leiðum til gjaldtöku fyrir 1. mars 2014.
 

Bókun D-lista.
Nokkurs misskilnings gætir í bókun meirihlutans sem þarf að leiðrétta. Ekki er lagt til að sveitarfélagið taki einhliða upp gjaldtöku á ferðamannastöðum án samráðs við landeigendur eða aðra hlutaðeigandi, svo sem eins og samráðsnefnd um gjaldtöku á ferðamannastöðum, einstaka fulltrúa í henni eða aðra valinkunna menn.
Ennfremur sætir furðu sú afgreiðsla að fella tillögu þessa, en leggja hana lítillega breytta aftur til í bókun, sem taka þarf þá til afgreiðslu sérstaklega á öðrum sveitarstjórnarfundi. Hefði verið nær, að okkar mati, að leggja fram breytingartillögu við framkomna tillögu okkar sem líkur eru á að sátt hefði náðst um í dag.

6. Fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2014 – 2017, síðari umræða.

Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 1.233,6 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.184,7 m.kr. og þar af reiknaðar afskriftir 76,1 m.kr.  Veltufé frá rekstri 111,6 m.kr.  Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð 43,3 m. kr.  Rekstrarniðurstaða jákvæð um kr. 5,6 m.kr.

Í eignfærða fjárfestingu verður varið 133,5 mkr.
Afborgun lána                    53,2 mkr.
Tekin ný langtímalán                    80,0 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok     868,4 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok                         1.518,6 mkr.
         
Fjárhagsáætlunin samþykkt með 5 atkvæðum.  Tvö sátu hjá EE og KÞ.

Bókun D-lista við fjárhagsáætlun
Augljóst er samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir næstu ár, að staða sveitarfélagsins hefur versnað umtalsvert og svigrúm lítið sem ekkert ef ekki á illa að fara. Á kjörtímabilinu hafa tillögur D-lista snúið að því að treysta stöðu sveitarfélagsins. Við lögðumst gegn framkvæmdum við tengibyggingu við sundlaugina og við lögðum til að sett yrði upp áætlun um að gera sveitarfélagið skuldlaust. Hvorug þessara tillagna hlaut alvarlega umræðu, hvað þá brautargengi. Farið var í ótímabærar framkvæmdir og auk þess hefur tekjuhliðin gefið eftir, eins og ávallt þarf að gera ráð fyrir að geti gerst. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun verður minna handbært fé í sjóði en raunhæft er að gangi upp og rekstrarafgangur verður nánast enginn. Skuldir eru nú hærri en við teljum skynsamlegt og mun sveitarsjóður eiga fullt í fangi með að ráða við afborganir á næstu árum.
Við þessu þarf að bregðast með sparnaðaraðgerðum, sölu eigna og lágmörkun framkvæmda. Mikilvægt er að tillit verði tekið til þessara sjónarmiða og unnið verði að að lækkun skulda og vaxtagreiðslna. Þannig skapast aukið svigrúm til að koma til móts við íbúana með lækkuðum gjöldum og hóflegri skattheimtu. 
Við getum ekki stutt fjárhagsáætlun sem ekki tekur tillit til þeirra sjónarmiða sem hér eru rakin og hefur verið byggt á undanfarin ár. Taka þarf fjárstjórn sveitarfélagsins allt öðrum og traustari tökum. Ef það er gert má nýta þau fjölmörgu tækifæri sem hér eru og koma sveitarfélaginu á ný í þá blómlegu stöðu sem það var í fyrir fáeinum árum. Þessi áætlun gerir ekki ráð fyrir slíkum tökum og munum við því sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir

Bókun B- lista
Svar við bókun D-lista við fjárhagsáætlun Rangáþings eystra .
Bókun D lista er að okkar mati full af rangfærslum og gefur alls ekki rétta mynd af rekstri og skuldastöðu sveitarfélagsins Rangárþings eystra.  Bókunin  er til þess fallin að slá ryki í augu íbúanna okkar á  kosningaári. Allt tal um hnignun í rekstri frá því að fyrri meirihluti var við stjórnvölin hefur ekki við nein rök að styðjast að okkar mati. Í  árbók sveitarfélaga 2013  kemur fram að sveitarfélagið Rangárþing eystra skipar sér í flokk meðal best reknu sveitarfélaga landsins og skuldahlutfall  þess í dag um 61.8% af samanlagðri veltu A og B hluta . Skal þess getið að viðmiðunarmörk sem gefin hafa verið út af  eftirlitsnefnd um fjámál sveitarfélaga og í sveitarstjórnarlögum  er 150 %.

7. Fundargerð 126. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra 28.11.13. Staðfest.

8. Umræða um Austurveg 4 – Kaupás. 
        Málinu frestað.

9. Fundargerð 14. fundar skipulags- og byggingarnefndar 05.12.13

SKIPULAGSMÁL
1307021 Ystabælistorfa – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til bygginga frístundahúsa á lóðunum Ystabælistorfu 1, 2, 3 og 5. Einnig er gert ráð fyrir byggingu hesthúss á lóð nr. 1. Lóðirnar eru 5,4 ha og er aðkoma frá Leirnavegi nr. 243. Tillagan var auglýst þann 16. október 2013 með athugasemdafrest til 27. nóvember 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Aðkomu að lóðum 4 og 5 hefur verið breytt til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.  
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir frístundasvæði á Ystabælistorfu. 
1308032 Móeiðarhvoll 2 – Deiliskipulag frístundalóðar
Tillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa og tveggja gestahúsa. Tillagan var auglýst þann 16. október 2013 með athugasemdafrest til 27. nóvember 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag frístundalóðar að Móeiðarhvoli 2.
1304010 Völlur 1 – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 34 ha. svæðis úr landi Vallar 1. Aðkoma að svæðinu um veg 262 (Vallarveg). Gert er ráð fyrir 14 frístundahúsalóðum á bilinu 9000 – 11.000m².Heimilt verður að byggja á hverri lóð, frístundahús, gestahús og geymsluskúr. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 sem er í ferli.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, þar sem að allar meginforsendur liggja fyrir í endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags. 
1302012 Suðurhálendið - Rammaskipulag
Rammaskipulag fyrir Suðurhálendið norðan Mýrdalsjökuls er samræmd stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu, sem tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna. Stefnumörkunin tekur til stærsta hluta hálendissvæða Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps. Markmið skipulagsins er að samræma stefnu sveitarfélaganna þriggja varðandi ferðaþjónustu og samgöngur á hálendissvæðum sveitarfélaganna, auðvelda umferð ferðafólks um svæðið m.a. til að styrkja svæðið vegna ferðamennsku og einnig til að létta álagi af vissum stöðum. 
Sveitarstjórn samþykkir breytingartillögur skipulagsnefndar sem koma fram í bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir Suðurhálendið – Rammaskipulag. 

1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012 - 2024
Tillagan tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í tillögunni kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgögnu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu. 
Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 (Endurskoðun aðalskipulagsins 2003-2015) er sett fram í greinargerð, umhverfisskýrslu og á skipulagsuppdráttum. Sveitarfélagsuppdrætti (mkv. 1:100.000 og 1:50.000), þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvolsvöll (mkv. 1:10.000) og þéttbýlis- og séruppdrætti fyrir Skóga (mkv. 1:10.000). Í greinargerð skipulagsins eru einnig skýringaruppdrættir sem sýna nánar einstök atriði skipulagstillögunnar.
Sveitarstjórn samþykkir endurskoðað aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024, ásamt umhverfisskýrslu. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Fundargerð 14. fundar skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra staðfest að öðru leyti. 

10. Leikfélag Austur-Eyfellinga, bréf dags. 04.12.13, umsókn um styrk.
        Samþykkt að veita styrk kr. 100.000,-

11. Leikfélag Austur-Eyfellinga bréf dags. 10.12.13, beiðni um afnot af Heimalandi til æfinga og sýninga eftir áramót.
        Samþykkt.

12.  Fyrirspurn frá D-lista.
Við undirritaðir fulltrúar D-listans í sveitarstjórn Rangárþings eystra óskum eftir greinargerð um kostnað vegna eftirtalinna framkvæmda sem ráðist var í á árunum 2012 og 2013:
Auk heildarkostnaðar verði sundurliðað fyrir hvorn lið, kostnaður vegna hönnunar og eftirlits, vegna vinnu verktaka, beinn kostnaður vegna efniskaupa og loks kostnaður vegna viðhalds eða lagfæringa ef við á:
Útiklefar við sundlaug og tengdar framkvæmdir
Viðbygging við íþróttamiðstöð (aðrar framkvæmdir en útiklefar)
Tekið verði fram ef ekki liggja fyrir endanlegar kostnaðartölur vegna ofangreindra framkvæmda.
Hvolsvelli, 3. desember 2013
Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir

13. Til athugunar vegna hugsanlegrar sölu á fasteignum við Seljalandsskóla. Afgreiðslu þessa liðar frestað.

14. Tjaldsvæði í Rangárþingi eystra – tillaga:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra  samþykkir að framlengja leigusamningum Tjaldsvæðis í Hamragörðum og við Skóga um eitt ár til núverandi leigjenda ef samningar nást um leiguverð.  Á svæðunum fer fram skipulagsvinna um þessar mundir og er því óljóst um framtíð þessara tjaldsvæða.
Hins vegar samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að auglýsa tjaldsvæðið á Hvolsvelli laust til útleigu – og gerður verði leigusamningur til allt að fimm ára ef samningar nást um leiguverð.
Samþykkt samhljóða.

15. Félagsheimilið Fossbúð, tillaga um framlengingu á leigusamningi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að framlengja leigusamningi við núverandi leigjendur Hótel Skóga efh. kt. 691211-1500 um tvö ár.
Samþykkt samhljóða.

16. Tillaga.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að kaupa til reynslu í eitt ár aðgang að Survey Monkey netkönnunarkerfinu.  Kostnaðurinn á ári er kr. 50.000,-
Samþykkt samhljóða.

17. Trúnaðarmál.

18. Fjárhagsáætlun Skólaþjónustudeildar 2014.Staðfest.

19. Fjárhagsáætlun Félagsmálanefndar 2014. Staðfest.

20. Fjárhagsáætlun Málefna fatlaðra 2014. Staðfest.

21. Fjárhagsáætlun Félagsþjónustudeildar 2014. Staðfest.

22. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, útskýringar varðandi fjárhagsáætlanir.

23. Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings – lokauppgjör. Staðfest.

24. Hestamannafélagið Sindri, bréf móttekið 29.11.13, styrkbeiðni vegna reiðvegagerðar.
        Afgreiðslu frestað.

25. Landgræðsla ríkisins, bréf dags. 02.12.13, beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið. Samþykkt.

26. Mannvit, bréf dags. 26.11.13, mat á kostnaði við uppsetningu á UV hreinsibúnaði frá RenownUV á Hvolsvelli.  Kynning.

27. Héraðssambandið Skarphéðinn, þakkarbréf og beiðni um áframhaldandi styrk. Samþykkt að greiða 90 kr. á hvern íbúa.

28. Ályktun sveitarstjórnar vegna póstþjónustu í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra ítrekar ályktun Byggðráðs frá 22. júlí 2013 vegna skerðingar á þjónustustigi á póstþjónustu í Rangárþingi eystra .

Sveitarstjórn Rangárþings eystra mótmælir þeirri skerðing sem orðið hefur á póstþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og þeirri þjónustuskerðingu sem hefur verið boðuð með færslu á póstkössum í dreifbýli.
Undafarin ár hefur póstþjónustu í sveitarfélaginu hrakað verulega og berst póstur oft seint og illa. Í dreifbýli hafa póstkassar verið færðir fjær hýbýlum fólks án undanfarandi samþykkis þeirra með tilheyrandi óhagræði og óöryggis fyrir íbúa. Þjónusta Íslandspósts skal vera á jafnræðisgrundvelli og eiga allir íbúar rétta á sömu þjónustu.

Sveitarstjóra falið að boða forsvarsmenn Íslandspósts til fundar á Hvolsvelli.

29. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra.  Afgreiðslu frestað.
    
Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1. 13. fundur Héraðsnefndar Rangárvallasýslu bs. 05.12.13, ásamt fjárhagsáætlun. Staðfest.
2. 153. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 06.12.13. Staðfest.
3. Fundur um Gígjökul 12.11.13
4. Fundur vinnuhóps vegna Markarfljótsvirkjana A&B
Bókun.
Rangárþing eystra telur ekki tímabært að vinna að friðlýsingu lands í sveitarfélaginu í samvinnu með Umhverfisstofnun.  Aðalskipulag sveitarfélagsins 2012-2024 gerir ekki ráð fyrir aukinni friðlýsingu.  Sveitarfélagið mun áfram stuðla að verndun og nýtingu lands og náttúruauðlinda t.d. í rammaskipulagi Suðurhálendisins sem er senn að ljúka og verður hluti af aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Bókunin samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð Héraðsráðs Héraðsnefndar Rangæinga 10.12.13 Staðfest.
            
Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga í Rangávalla- og Vestur-Skaftafellsýslu:
      10.  fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 09.12.13 Staðfest.
Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 153. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 22.11.13 Staðfest.
2. 474. fundur stjórnar SASS 28.11.13 Staðfest.
3. 158. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 26.11.13 Staðfest.

Mál til kynningar:
1. Rafrænir reikningar, samsstarf sveitarfélaga um ræfræna reikninga.
2. Bréf Kirkjuhvols til heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar dags. 20.11.13
3. ASÍ, bréf dags. 18.11.13, varðandi verðlagseftirlit.
4. Fundargerð 810. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5. Landspildur í Rangárþingi eystra, yfirlit dags. 19.11.13
6. Til athugunar varðandi álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014.
7. Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, varðandi trúnaðarmenn.
8. Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra, bréf dags. 28.11.13, varðandi framleiðslueldhús.
9. Rannsóknin „Skilningur barna á málfræðilega flóknum setningum“
10. Opnun tilboða í byggingu umhleðsluhúss Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. á Strönd.
11. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs., sérstakar húsaleigubætur.
12. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 12.11.13, varðandi fjárhagsáætlun.
13. Vegagerð ríkisins, bréf dags. 02.12.12, tilkynning um niðurfellingu Syðri-Kvíhólmavegar (nr. 2375) af vegaskrá.
14. Vegagerð ríkisins, bréf dags. 02.12.13, tilkynning um niðurfellingu Lindartúnsvegar (nr. 2527) af vegaskrá.
15. Kennarasamband Suðurlands, bréf dags. 03.12.13, ályktanir aðalfundar Kennarafélags Suðurlands.
16. Tölvubréf frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.11.13, varðandi hugsanlega breytingu á útsvarsprósentu.

Sveitarstjórn samþykkir hækkun á útsvarshlutfalli úr 14,48% í 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.  Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis- og sveitarfélaga frá 23. Nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.  Á móti kemur að gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi  hlutfell þannig að boðuð útsvarshækkun á ekki að koma niður á gjaldendum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir   
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir               
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson