18. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn 
fimmtudaginn 6. mars 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mætt: Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður nefndarinnar, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson

Efnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:


1403002 Heimatún 1 – Landskipti
1402022 Svaðbælisá – Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku


BYGGINGARMÁL:


1403004 Kotvöllur lóð 14 – Umsókn um byggingarleyfi


SKIPULAGSMÁL

1403002 Heimatún 1 - Landskipti
Óskar Pálsson og Aðalbjörn Páll Óskarsson, óska eftir að stofna 26m² lóð úr lóðinni Heimatún 1 ln. 200645. Um er að ræða lóð sem leigð verður RARIK undir spenni sem nú þegar hefur verið settur upp.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.


1402022 Svaðbælisá – Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr farvegi Svaðbælisár undir Eyjafjöllum. Til stendur að vinna 10 – 15 þúsund m³ af klæðningarefni fyrir vegagerð. Umrædd efnisnáma er skilgreind á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003 – 2015. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr farvegi Svaðbælisár með fyrirvara um samþykki landeiganda og jákvæðar umsagnir umsagnaraðila. 


BYGGINGARMÁL:

1403004 Kotvöllur lóð 14 – Umsókn um byggingarleyfi
Ómar Benediktsson kt. 221059-4689, sækir um byggingarleyfi geymslu á lóðinni Kotvöllur 14 ln. 179927, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Teiknistofu Garðars Halldórssonar. 
Afgreiðslu frestað. 


Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Kristján Ólafsson
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson

Fundi slitið kl. 11:00