18. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2002-2006, haldinn að Laugalandi, Holtum, þriðjudaginn 17. maí 2006, kl. 16:00.

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Jónas Jónsson, Ólafur Eggertsson, Bergur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Sigurbjartur Pálsson, Eyja Þóra Einarsdóttir, varamaður fyrir Tryggva Ingólfsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð. Auk þeirra situr Guðmundur Einarsson fundinn.

Borið undir fundinn hver myndi stjórna fundi í fjarveru formanns og var samþykkt að fela Guðmundi Inga Gunnlaugssyni fundarstjórnina.

1. Ársreikningar 2005:
1.1 Ársreikningur Héraðssjóðs Rangæinga lagður fram.
Guðmundur Einarsson skýrði reikninginn.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða með ábendingu um nauðsynlega breytingu á efnahagsreikningi.

1.2 Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga lagður fram.
Guðmundur Einarsson skýrði reikninginn.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

2. Innsend erindi:
2.1 Lagt fram bréf frá Fasteignafélaginu Skógum ehf. dagsett 6/5 2006, með ósk um samvinnu við Héraðsnefnd um lausn á þörf félagsins fyrir lóð undir aukið húsrými fyrir Hótel Skóga.
Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað og Ólafi Eggertssyni og Guðmundi Inga Gunnlaugsyni verði falið að ræða við fulltrúa Fasteignafélagsins Skóga ehf. um málið og skila skýrslu til næstu Héraðsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

2.2 Lagt fram bréf frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða, dagsett 10/4 2006, með umsókn um styrk að upphæð kr. 60.000 vegna landsfundar félagsins á Selfossi haustið 2006.
Samþykkt samhljóða.

3. Önnur mál:
3.1 Lagt fram bréf frá Jóni Karli Snorrasyni, dagsett 16/4 2006, með umsókn um kaup á landspildu úr landi Stórólfsvalla.
Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað á meðan vinnuhópur er að störfum um framtíðarstefnumótun Héraðsnefndar gagnvart sölu á landi í eigu hennar, skv. bókun í 17. fundargerð Héraðsnefndar, 18/4 2006, lið 3.2.
Samþykkt samhljóða.

3.2 Lagt fram bréf frá Jakobi S. Þórarinssyni, dagsett 17/5 2006. Jakob hyggst segja upp starfi sínu á vegum Héraðsnefndar í málefnum eldri borgara í Rangárvallasýslu.
Lagt er til að Guðmundi Einarssyni verði falið að auglýsa eftir nýjum starfsmanni og taka við umsóknum. Bergur Pálsson tekur að sér að veita upplýsingar um starfið til hugsanlegra umsækjenda.
Jafnframt eru Jakobi þökkuð störf í þágu eldri borgara á vegum Héraðsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

3.3 Guðmundi Einarssyni er falið að svara erindum frá þessum og síðasta fundi Héraðsnefndar.
Fulltrúar í Héraðsnefnd þökkuðu hverjir öðrum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu sem er að líða. Jafnframt var samþykkt að senda Tryggva Ingólfssyni, formanni Héraðsnefndar Rangæinga hlýjar kveðjur.

Fundarritara Héraðsnefndar eru þökkuð góð störf.


Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 17.30.