Fundargerð 18. fundar fræðslunefndar Rangárþings eystra.
Fundurinn var haldinn mánudaginn 14. mars 2014
klukkan 16:30 í fjarfundstofunni / Tónlistarskóla

Mættir voru Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður, Lárus Bragason boðaði forföll, Esther Sigurpálsdóttir, Benedikt Benediktsson,, Berglind Hákonardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna, Oddný Steina Valsdóttir, Unnur Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskólans, Heiða Björg Scheving leikskólastjóri, Birna Sigurðardóttir staðgengill skólastjóra Hvolsskóla, Pálína Björk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna skólans. Majken Egumfeldt-Jörgensen áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólanemenda boðaði forföll. Varamaður Lárusar komst ekki. 

Fundargerð ritaði Gyða Björgvinsdóttir

Dagskrá fundarins: 
1. Erindi frá Tónlistarskóla Rangæinga
Nú þegar hefur verið farið í aðgerðir til að stemma stigu við þann hávaða sem kvartað var undan. Birna sagði frá því að hún og Sigurlín hefðu farið á fund með kennurum tónlistarskólans og í kjölfarið á þeim fundi ræddu þær við nemendur unglingastigs.
Einnig var rætt við Anton Kára, umsjónarmann fasteigna um mögulegar leiðir til úrbóta. 
Ákveðið var að senda erindið, til kynningar, til stjórnar tónlistarskólans ásamt bókun nefndarinnar.


2. Ytra mat leikskólans Arkar
Heiða Björg fór yfir helstu atriði skýrslunnar.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með góða útkomu skýrslunnar.


3. Drög að umbótaáætlun fyrir leikskólann  
Farið yfir drög að umbótaáætlun fyrir leikskólann og hún með samþykkt með nokkrum breytingum. Nefndin vísar umbótaáætlun leikskólans til sveitarstjórnar og hvetur sveitarstjórn til að samþykkja áætlunina. 


4. Skólastefna drög
Umræður um skólastefnuna og stýrihópnum var falið að endurskoða drögin. 


5. Skóladagatal Hvolsskóla 2014-1015
Það voru 80% starfsmanna skólans sem samþykktu 170 daga skólaár fyrir skólaárið 2014-2015. Og 85,26 % foreldra sem samþykktu styttra skólaár fyrir næsta skólaár. Fræðslunefnd samþykkti nýtt skóladagatal og um leið 170 daga skólaár fyrir skólaárið 2014 – 2015.
Fræðslunefnd þakkar Heiðu Björg Scheving fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi og býður um leið Árnýju Jónu Sigurðardóttir, nýjan leikskólastjóra, velkomna til starfa sem leikskólastjóri Arkar.
Fundi slitið kl. 19:10

Guðlaug Ósk Svansdóttir                                                            Unnur Óskarsdóttir                                                        Benedikt Benediktsson                                                                 Birna Sigurðardóttir
Heiða Björg Scheving                                                                 Pálína Björk Jónsdóttir
 Esther Sigurpálsdóttir                                                                 Berglind Hákonardóttir                                                      Majken Egumfeldt-Jörgensen                                                      Gyða Björgvinsdóttir
Oddný Steina Valsdóttir