Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka 19. ágúst 2009 kl. 20:30

Mættir voru: Kristinn Jónsson, Jens Jóhannsson og Eggert Pálsson

1. Farið var yfir reikninga síðasta árs. Innkomnar tekjur af landverði, sauðfé og húsunum í Felli og Bólstað eru meiri en kostnaður við fjallskil þ.e. smölun og hreinsun afréttar.

2. Ákveðið að 1. leit á Grænafjall verði farin föstudaginn 11. sept. Byggðasmölun fari fram laugardaginn 19. sept. Lögrétt verði mánudaginn 21. sept. Samþykkt var að smala Rauðnefsstaði líkt og undanfarin ár og greiðslu gjalda af þeim.

3. Samþykkt að álagning fjallskila verði þannig . Greitt verði kr. 6 per landverð og 45 kr. á hverja ásetta kind. Greiðslur fyrir leitir og réttarferðir verði óbreyttar frá fyrra ári. Skipað var í leitir og réttarferði. Ákveðið var að greiða aukalega 5.000,- kr. fyrir flutning á fé úr Reiðavatnsréttum.

4. Erindi frá Erlu Hlöðversdóttur Sámsstöðum dagsett 18/8 2009 varðandi rögun á fjallsafni og fl.

Fleira ekki gert , fundi slitið.
Kristinn Jónsson
Eggert Pálsson
Jens Jóhannsson