Fundargerð
179. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Ásta Brynjólfsdóttir, varamaður Guðlaugar Óskar Svansdóttur,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:
 Erindi til sveitarstjórnar:
1. Heimsókn Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar.
     Sigmar og Skúli kynntu hugmyndir sínar um ferðaþjónustu. 

2. Fundargerð 13. fundar skipulags- og byggingarnefndar 05.11.13

Skipulagsmál:
1310030  Kvoslækur – Ósk um heimild til skipulagsgerðar/Skilgeining 
íbúðasvæðis í aðalskipulagi.
Bókun:
Erindinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa falið að afla enn frekari upplýsinga. Skipulagsfulltrúi átti m.a. fund með Skipulagsstofnun og fékk álit lögfræðings Samabands íslenskra sveitarfélag. Út frá þeim gögnum sem liggja fyrir tekur sveitarstjórn undir bókun skipulags- og byggingarnefndar. Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð að Kvoslæk og að afmarkað verði svæði fyrir íbúðabyggð í endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra 2010 – 2022. Einnig tekur sveitarstjórn undir með skipulagsnefnd að áhersla verði lög á að skilgreint íbúðasvæði að Kvoslæk nái ekki inn á 1. flokk landbúnaðarlands og að um er að ræða íbúðabyggð en ekki skilgreint þéttbýli. 
Bókunin samþykkt samhljóða.
Fundargerð 13. fundar skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra staðfest að öðru leyti. 

3. Lóðarumsókn: Hótel Skógar kt. 691211-1500 sækja um lóð nr. 1 sunnan Fossbúðar.  Umsókninni vísað til Hérðasnefnda.

4. Lóðarumsókn: Hótel Skógar kt. 691211-1500 sækja um lóð nr. 2 sunnan Fossbúðar.
Umsókninni vísað til Héraðsnefnda.

5. Lóðaumskókn:  Skógar fasteignafélag ehf kt. 460513-1380 sækir um 2 lóðir suður af Félagsheimilinu í Skógum.
Umsókninni vísað til Héraðsnefnda.

6. Lóðarumsókn: Húskarlar ehf. kt. 670505-1700 sækja um lóð  nr. 1-9 við Sólbakka.
Samþykkt.

7. Lóðarumsókn: Naglafar ehf. kt. 550796-2449 sækir um parhúsalóð nr. 11-13 við Sólbakka.
Samþykkt.

8. Lóðarumsókn: Byggingarfélagið Balti kt. 411209-1720 sækir um parhúsalóð nr. 15 við Sólbakka.
Samþykkt.

9. Lóðarumsókn:  Haraldur Konráðsson kt. 180955-5269 sækir um parhúsalóð nr. 17 við Sólbakka.
Samþykkt.

10. Lóðarumsókn: Ágúst Kristjánsson kt. 110261-5199 sækir um lóð nr. 5 fyrir verslunarhús við Austurveg.
Afgreiðslunni frestað vegna yfirstandi vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi.

11. Tillaga að breytingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun frá því það var lagt fram í byggðarráði 31. október sl., ásamt svohljóðandi tillögu um sölu fasteigna í eigu eða að hluta til í eigu Rangárþings eystra:

Tillaga:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að auglýsa eftirfarandi fasteignir til sölu:
a) Nýbýlaveg 34 á Hvolsvelli.
b) Undirbúa hugsanlega sölu á Seljalandsskóla og leikskólanum Paradís.  Ríkissjóður á hluta í byggingum – til þess að hægt sé að auglýsa verður að fá samþykki Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess.
c) Ef um sölu á Seljalandsskóla og leikskólanum Paradís verður að ræða væri hyggilegt að auglýsa íbúðir við Seljalandsskóla til sölu.
d) Listaðar verði upp landsspildur í eigu sveitarfélagsins og þær auglýstar til sölu.
              
              Samþykkt samhljóða að auglýsa framangreindar eignir til sölu.
             
              Tillögunni vísað til síðari umræðu fjárhagsáætlunar.

12. Frumvarp að fjárhagsáætlun 2014-2017, fyrri umræða.  
Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri fór yfir helstu tölur í áætluninni.
Samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til síðari umræðu.

13. Múlakot – minnisblað v. Friðlýsingar og sjáflseignarstofnunar frá 29.10.13
Kynning.

14. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 06.11.13, varðveisla menningarminja og minjalandslag í Múlakoti í Fljótshlíð, ásamt drögum að samningi um varðveislu menningarminja í Múlakoti.

Bókun v. samþykktar um gamla bæinn í Múlakoti.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra er tilbúið að vera einn af þátttakendum í stofnun hugsanlegrar sjálfseignarstofnunar  eða félags um gömlu byggingarnar í Múlakoti. Þarna er um að ræða  bæjarhúsin sem risu árin 1897-1946, rústir fjóss, hesthúss og hlöðu auk lystigarðsins sem kenndur er við Guðbjörgu Þorleifsdóttur og lystihúss sem stendur í garðinum. Í samþykktinni felst ekki skuldbinding um bein fjárframlög til verkefnisins. Hins vegar lýsir sveitarfélagsins sig reiðubúið til að stýra og greiða kostnað vegna deiliskipulagsvinnu á reitnum eða tryggja til þess fjárframlög. 
Með samþykktinni vill sveitarfélagið tryggja að svæðið og húsin verði aðgengileg almenningi og nýtist í þágu samfélagsins til eflingar menningartengdrar ferðaþjónustu  í héraði.  Sveitarstjórn lítur svo á að með stofnun sjálfseignarstofnunar eða félags um varðveislu staðarins greiði það fyrir styrkveitingum úr opinberum sjóðum, t.d. Húsafriðunarsjóði.  Slíkt eignarhald auðveldar jafnframt stuðning einstaklinga og stofnana við verkefnið.
Hvolsvelli 14. nóvember  2013.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra.
     Samþykkt samhljóða.

15. Betri byggð um land allt, bréf dags. 02.10.13, umsókn um styrk venga starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi.
Styrkbeiðni hafnað.

16. Stígamót, bréf dags. 20.10.13, fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2014.
Samþykkt að veita styrk kr. 100.000,-

17. Minnispunktar frá fundi 29.10.13 um sérstakar húsaleigubætur.

18. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, bréf dags. 27.08.13 varðandi sérstakar húsaleigubætur.
Bókun.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða út sérstakar húsaleigubætur eftir þeim reglum sem settar hafa verið.
Samþykkt samhljóða.

19. Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga 2014. Samþykkt samlhljóða.

20. Tillaga um umferð á Hvolsvelli. Tillagan samþykkt samhljóða.

21. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða – Seljalandsfoss tröppur og stígur.
Árný Lára Karvelsdóttir, kynningarfulltrúi kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti umsóknir vegna ferðamannastaða.

22. Umsókn um styrk úr  Framkvæmdasjóði ferðamannastaða- Skógafoss – 
Útsýnispallur Spöngin.
Ásta Brynjólfsdóttir vék af fundi undir lið 21 og 22.
Umsóknirnar staðfestar.

23. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli, umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerð nr. 585/2007.  Um er að ræða Skógar gestahús ehf. kt. 630813-0420, verði veitt leyfi fyrir veitingastað í flokki I(heimagisting) í Þórhalls-húsi á Skógum í Rangárþingi eystra.
Staðfest.

24. Kvennaathvarf, bréf dags. í okt. 2013, umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2014.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 100.000,-

25. Drög að fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2014. 
Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða. Fjárhagsáætlun er miðuð við að heimilið haldi sama fjölda hjúkrunar- og dvalarrýma og leggur sveitarstjórn ríka áherslu á að svo verði áfram.

           Tillaga vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Kirkjuhvoli.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að sækja á ný um styrk frá Framkvæmdasjóði aldraðra varðandi áframhaldandi uppbyggingu Hjúkrunar og dvalarheimilisins Kirkjuhvols.
Hér er um afar brýna framkvæmd að ræða þar sem 13 einstaklingar eru á biðlista eftir að komast inn á heimilið. Auk þess er afar brýnt að endurýja eldhús- og matsal.


26. Tillaga frá fulltrúa VG og óháðra um endurbætur á eldhúsi í Gunnarshólma.
Tillaga frá fulltrúa VG og óháðra.
Fulltrúi VG og óháðra leggur til við sveitarstjórn að lokið verði við endurbætur  á eldhúsinu  í Gunnarshólma þannig að eldhúsið standist  kröfur um framleiðslueldhús. Íbúum sveitarfélagsins verði síðan gefin kostur á að nýta það til þróunar og framleiðslu á ýmiskonar smáréttum eða ýmiskonar smáframleiðslu.   Gert verði  ráð fyrir því  að aðstaða verði fyrir sérhæfðari framleiðslutæki sem verði þá í eigu einstaklinga eða í félagslegri eigu. Sveitarstjórn gefur út umgengis- og notkunarreglur fyrir aðstöðuna og gjaldskrá  með  sanngjarnri gjaldtöku fyrir aðstöðuna.                                                                                                                                                                        
Í Gunnarshólma er rúmgott og vel útbúið eldhús sem er lítið nýtt sérstaklega yfir vetramánuðina.  Með samþykktu framleiðslueldhúsi í sveitarfélaginu gefst íbúum tækifæri til að þróa frekar hugmyndir í aðstöðu nærri  heimahögum sínum og losna  við að fara langar vegalengdir til að komast í samþykkta aðstöðu.      Möguleikar þeirra sem eru  með hugmyndir  um vörur  og/eða heimaframleiðslu aukast til muna (t.d. beint frá býli) til frekari þróunar og framleiðslu í smáum stíl hér heima í héraðinu.    
Fólki yrði gefinn kostur á aðstöðunni  gegn vægu gjald.  Þannig þarf ekki  hver og einn ekki að leggja út í mikinn kostnað við eigin aðstöðu með óheyrilegum kostnaði.      Einnig má reikna með að slík  aðstaða yrði nýtt  til matartengds námskeiðahalds og auka þannig en frekar á nýtinguna  á félagsheimilinu í heild,  sem í dag er allt of lítil.

Guðmundur Ólafsson

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til skipulags- og    byggingarfulltrúa til frekari útfærslu og upplýsingaöflunar.

27. Drög að álagningarreglum  og gjaldskrám fyrir árið 2014.

Álagningarreglur 2014

     Útsvarshlutfall 14,48%

Fasteignagjöld

Fasteignaskattur, íbúðir og útihús, A-stofn  0,36% af fasteignamati 
Fasteignaskattur, atvinnuhúsnæði, B-stofn  1,32% af fasteignamati
Fasteignaskattur, opinbert húsnæði  1,32% af fasteignamati
Lóðarleiga  1,00% af fasteignamati lóðar
Holræsagjald  0,25% af fasteignamati
Vatnsgjald er skv. sérstakri gjaldskrá  0,23% af fasteignamati
Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld eru skv. sérstakri gjaldskrá

Gjaldskrár:
Gjaldskrá fyrir Leikskólann Örk. Afgreiðslu frestað.
Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla. Afgreiðslu frestað
Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings eystra.  Afgreiðslu frestað.
Gjaldskrá sundlaugar- og íþróttamiðstöðvar á Hvolsvelli. Afgreiðslu frestað.
Gjaldskrá félagsheimila í Rangárþingi eystra. Afgreiðslu frestað.
Gjaldskrá fyrir Skógaveitu. Samþykkt.
Gjaldskrá fyrir fjallaskála. Samþykkt.
Gjaldskrá fyrir fráveitugjald í Rangárþingi eystra. Samþykkt.
Gjaldskrá fyrir kattahald í þéttbýli Rangárþings eystra. Samþykkt.
Gjaldskrá fyrir hundahald í Rangárþingi eystra. Samþykkt.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingu í Rangárþingi eystra. Samþykkt.

Fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins:
1. 125. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 31.10.13  Staðfest.

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga:
1. 9. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 04.11.13 Staðfest.
2. 471. fundur stjórnar SASS 17.10.13 Staðfest.
3. 472. fundur stjórnar SASS 23.10.13 Staðfest.
4. 231. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 23.10.13 Staðfest.
5. 157. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 30.10.13 Staðfest.
6. 8. Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 24.10.13 Staðfest.
7. Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 07.11.12, ásamt fjárhagsáætlun Héraðsbókasafnsins og Bókasafns Vestur-Eyjafjalla. 
Sveitarstjórn Rangárþings eystra staðfestir fjárhagsáætlanir Héraðsbókasafns Rangæinga og Bókasafns Vestur-Eyjafjalla.

Mál til kynningar:
1. 8. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 24.10.13
2. Skólaskrifstofa Suðurlands, béf dags. 30.09.13, uppsögn á leigusamningi.
3. Fjallasaum ehf., ársreikningur 2012
4. Rannsókn & ráðgjöf, erlendir ferðamenn í Rangárþingi janúar- ágúst 2013.
5. Minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra  29.10.13
6. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, bréf dags. 29.10.13, synjun á umsókn um félagslegt leiguhúsnæði.
7. Fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25.10.13
8. Ferðamálastofa, framvinduskýrsla um ráðstöfun styrkfjár.  Göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal.
9. JP lögmenn, bréf dags. 29.10.13, lýsing breytinga á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015- Breytt landnotkun í Skógum – Ábendingar.
10. Mannvirkjastofnun, bréf dags. 30.10.13, gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.
11. Aukavinna sveitarstjórnarmanna – yfirlit
12. Kaupás ehf., bréf dags. 25.09.13, Austurvegur 4 á Hvolsvelli- tilkynning um áframhaldandi leigu, ásamt drögum að viðauka við leigusamning m leigu á 1179,3m2 húsnæði að Austurvegi 4, Hvolsvelli.
13. Emax í lið með 365 miðlum, markmiðið að efla fjarskiptaþjónustu á landsbyggðinni.
14. Umhverfisstofnun, bréf dags. 05.11.13, ósk um umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir Byggðasamlagið Hulu bs.
15. Aukavinnu sveitarstjórnarmanna- umræða.
16. Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
17. Félagsþjónustan, fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2014.
18. Félagsþjónustan, áætlaður kostnaður málefna fatlaðra 2014. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:25

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Ásta Brynjólfsdóttir    
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir               
Elvar Eyvindsson   
Guðmundur Ólafsson