haldinn á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16,  fimmtudaginn 10. október 2013 kl. 12:00.

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Erindi til sveitarstjórnar:
1. Fundargerð 124. fundar byggðarráðs 26.09.13
Fundargerðin staðfest.

2. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. bréf dags. 27.08.13, sérstakar húsaleigubætur.

Afgreiðslu á þessum lið frestað.

3. Tilboð í hreinsibúnað fyrir frárennsli dags. 19.09.13

Lagt fram til kynningar.

4. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélga 24, og 25. október 2013, kjörbréf o.fl.

Eftirtaldir kosnir til að sitja Ársþingið:


Aðalmenn:                 Varamenn:
Haukur G. Kristjánsson Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir Lilja Einarsdóttir
Elvar Eyvindsson         Kristín Þórðardóttir
Guðmundur Ólafsson         Gyða Björgvinsdóttir


5. Kaupás, bréf dags. 25.09.13, Austurvegur 4 á Hvolsvelli, ósk um áframhaldandi leigu.
Til kynningar.

6. Bréf Rangárþings eystra til Kaupás dags. 27.09.13, tilkynning um að samningur verði ekki framlengdur óbreyttur.
Til kynningar.


7. Tillaga vegna verslunarmála í sveitarfélaginu

Við undirritaðir fulltrúar D-listans leggjum til að:
Sveitarstjóra verði falið að undirbúa og boða til íbúafundar um verslunarmál á svæðinu og framtíðarhorfur. Á þeim fundi verði m.a. kannaður grundvöllur fyrir stofnun almenningshlutafélags um rekstur matvöruverslunar á Hvolsvelli.
Greinargerð:
Nú þykir orðið ljóst, að sáralitlar líkur eru á því að eigendur lágvöruverslanakeðja sjái sér nægan hag í að reka slíka verslun í sveitarfélaginu á næstu árum, þrátt fyrir öflugar málaumleitanir af hálfu sveitarstjórnarmanna, bæði á þessu og fyrri kjörtímabilum, í þá veru.
Með tilliti til fjölda ferðamanna og fjölgunar þeirra verður líklega arðsamt að reka verslun á Hvolsvelli í framtíðinni.  Ástæðulaust er að afhenda alla slíka þjónustu í hendur stórfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og viljum við láta reyna á hvort samtakahugur íbúanna er nægilegur til að menn sameinist um stofnun og rekstur slíks fyrirtækis.“
Hvolsvelli, 8. október 2013
Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir
Tillagan samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

8. Velferðarráðuneytið, bréf dags. 25.09.13, áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.

Ályktun:

Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur áherslu á að  við sameiningu heilbrigðisstofnana verði tryggt að aðgengi hinna dreifbýlli byggða að heilsugæslu verið ekki skertur. Einnig   eins og kveðið er á um í áformum þessum, að gæði, öryggi og bæði jafnt og fullnægjandi aðgengi allra þjónustuþega verði haft að leiðarljósi.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að efla starfsemi heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Þar er m.a. einn fjölmennasti vinnustaður á Suðurlandi. Hjá Sláturfélagi Suðurlands vinna hátt í tvöhundruð manns og margir starfa í umhverfi þar sem alvarleg slys geta orðið.
Jafnframt  leggur sveitarstjórn áherslu á að ekki verði farið í slíkar sameiningar fyrr en upplýsingar um sannanlegan sparnað aðgerðarinnar liggi ljós fyrir og verði kynntur almenningi.
Ályktunin samþykkt samhljóða.

9. Drög að viljayfirlýsingu milli Rangárþings eystra og Skóga fasteignafélags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar í Skógum.

Viljayfirlýsingin samþykkt með 5 atkvæðum. Tvö sátu hjá EE og KÞ. 

10. Austurvegur 4, fyrirhugaðar breytingar.  Kjartan Sigurbjartsson og Anton Kári Halldórsson koma til fundarins.
Farið yfir teikningar og innra skipulag væntanlegrar skrifstofuaðstöðu.

11. Skólaskrifstofa Suðurlands, bréf dags. 30.09.13, uppsögn á leigusamningi að Austurvegi 4, Hvolsvelli. Til kynningar.

12. Umsókn um niðurgreiðslu vegna dagvistar hjá dagmóður dags. 04.10.13.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

13. Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Rangárþings eystra vegna kaupa á Austurvegi 4.

Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Rangárþings eystra eins og lög segja til um vegna áður samþykktra kaupa á húseignum að Austurvegi 4. Um er að ræða fjárfestingu að upphæð 70 milljónir króna ekki er talin nauðsyn á lántöku vegna þess og komi fjárfestingin því til lækkunar á handbæru fé.

Bókunin samþykkt samhljóða.

14. 12. fundur skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra 07.10.13.

SKIPULAGSMÁL:
1309017 Kvoslækur – Ósk um heimild til skipulagsgerðar.
Ákvörðun  frestað og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla enn frekari upplýsinga.
1310016 Ytri-Skógar – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu á aðalskipulagsbreytingu í Skógum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.  Lýsingin verður aðgengileg á vef sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
1310007 Fljótsdalur – Landskipti
Sveitarstjórn samþykkir landsskiptin.
1310008 Sólbakki – Ósk um breytingu á deiliskipulagi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

Fundargerðir nefnda Rangárþings eystra:
1. 11. fundur Heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra 02.10.13
Staðfest.

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
1. 151. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 01.10.13
Staðfest.

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu:
1. 1. stjórnarfundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-  
    Skaftafellssýslu dags. 18.09.13
2. 7. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 30.08.13

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 469. fundur stjórnar SASS 20.09.13
2. 228. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 16.09.13
3. 229. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 01.10.13
4. 151. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 27.09.13


Mál til kynningar:
  1. Samband íslenskra sveitarstsjórnarmanna, bréf dags. 23.09.13, samningar sveitarfélga og Fjölís- staða mála.
  2. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 18.04.13, drög að samninig um ljósritun verka til afnota í skólum.
  3. HJÁ Ingvarsson efh., fundargerð verkfundar vegna íþróttamiðstöðvar 18.09.13
  4. Markaðsstofa Suðurlands, bréf móttekið 30.09.13, dagskrá uppskeruhátíðar 21.03.13
  5. Alþingi, bréf dags. 26.09.13, fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013
  6. Minnisblað vegna fundar með heilbrigðisráðherra dags. 021013.
  7. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 18.09.13, varðandi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
  8. Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 25.09.13, skýrslur um fasteignamat og brunabótamat.
  9. Umboðsmaður barna, bréf dags. 23.09.13, kynning.
  10. Aukavinna sveitarstjórnarmanna í Rangárþingi eystra.  Ákveðið að skipa þriggja manna hóp til að yfirfara samþykktir um kjör kjörinna fulltrúa. Eftirtaldir eru í hópnum: Ísólfur Gylfi Pálmason, Elvar Eyvindsson og Guðmundur Ólafsson.
  11. Boðsbréf, Njálurefill 17. október 2013.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15

Haukur G. Kristjánsson             
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Lilja Einarsdóttir 
Kristín Þórðardóttir 
Elvar Eyvindsson   
Guðmundur Ólafsson