Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

177. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í Félagsheimlinu Hvoli, litla sal, Hvolsvelli, fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:       
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Hugmyndir varðandi breytingar á húsnæði við Austurveg 4- kynning.


2. Heilsuefling starfsmanna Hvolsskóla, bréf dags. 29.08.13
Sveitarstjórn synjar erindinu. Nú þegar leggur Sveitarfélagið sitt af mörkum til heilsueflingar starfsfólks sem felst í árlegum heilsufarsmælingum og góðu aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki. Einnig efnir sveitarfélagið til árlegrar heilsuviku þar sem boðið er upp á ýmsa heilsutengda fyrirlestra og kynningar á heilsueflingu. 


3. Hugmyndir um nafn á nýja götu við Heilsugæsluna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ný gata beri nafnið Sólbakki.


4. Ósk frá starfsmönnum í Leikskólanum Örk að keypt verði dagmömmukerra.
Samþykkt að kaupa kerruna að því tilskyldu að kerran standist öryggiskröfur.


5. Minnispunktar frá fundi með Benóný Jónssyni, formanni íþróttafélagsins Dímonar 3. september 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við kaup á búnaði sem nemur 10% af heildarverði enda nýtist búnaðurinn til kennslu í Hvolsskóla.


6. Drög að samningi milli Rangárþings eystra og Skógar fasteignafélag vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Skógum.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.


7. Æskukýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu, bréf dags. 05.10.13, beiðni um fjárstyrk til Æskulýðsnefndar kirkna í Rangárvallasýslu.
Samþykkt að veita styrk kr. 165.000,-


8. Samþykktir fyrir Rangárþing eystra, síðari umræða.
Athugasemd við 47. C 9 gr. Stjórn félags- og skólaþjónustu.  Leiðrétta þarf fjölda fulltrúa.
Athugasemd við gr. 47.  C1 liðurinn fellur út.
Samþykkt samhljóða með leiðréttingum í samræmi við umræður á fundinum.


9. Hugmynd að gjaldskrá líkamsræktarstöðvar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð 1, árskort í sund og líkamsrækt.  
Tilboð 1 
Ofurtilboð 15. sept. til 15. október.  Byrjar að telja 1. október 2013.
Árskort í sund og líkamsrækt 39.900,- 


10. 11. fundur skipulags- og byggingarnefndar dags. 09.09.13
SKIPULAGSMÁL
1303002 Stóra-Mörk - Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til 14,4 ha svæðis sem skilgreint verður sem svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. 
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar.
1303003 Moldnúpur - Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til 4,7 ha svæðis sem skilgreint verður sem svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. 
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar
1303004 Ystabælistorfa – Aðalskipulagsbreyting
Breytingin tekur til 27 ha svæðis sem skilgreint verður sem svæði fyrir frístundabyggð. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Vegagerðin gerir athugasemd í umsögn sinni við tillöguna, að ekki séu sýndar tengingar lóðanna við Leirnaveg 243. Vegagerðin telur að um eina tengingu eigi að vera að ræða. Nefndin bendir á að tengingar við Leirnaveg verða útfærðar í deiliskipulagi sem nú er í vinnslu.
Veðurstofan geriri í umsögn sinni athugasemd við staðsetningu frístundasvæðisin með tilliti til flóðhættu vegna hlaupa í Svaðbælisá. Nefndin bendir á að í stórum hluta sveitarfélagsins stafar hætta af jökulhlaupum í kjölfar eldsumbrota í Eyjafjalla og Mýrdalsjökli. Umrædd aðalskipulagsbreyting tekur aðeins til fimm lóða og engar áætlanir um frekari uppbygingu á svæðinu. Nú þegar hefur verið byggt á einni lóðinni. Gildandi viðbragðsáætlanir skipta miklu máli í þessu samhengi og til staðar er viðvörunarkerfi sem miðlar upplýsingum til íbúa og ferðamanna. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar
1308030 Rauðuskriður – Deiliskipulag
Steinsholt sf. fyrir hönd landeigenda óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar  og leggur fram deiliskipulagslýsingu fyrir tillöguna. Áformað er að byggja upp ferðamannaaðstöðu og að afmarka svæði fyrir frístundabyggð. Einnig er óskað eftir því að gert verði ráð fyrir frístundasvæði í landi Rauðuskriða í aðalskipulagi Rangárþings eystra. 
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimild til deiliskipulagsgerðar verði veitt og lýsing tillögunnar samþykkt. Nefndin leggur til að frístundasvæði í landi Rauðuskriða verði afmarkað í endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra sem nú stendur yfir. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar megingforsendur deiliskipulagstillögunnar liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra og einnig verður tillagan í fullu samræmi við endurskoðað aðalskipulag sem nú er í vinnslu. 
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð við Rauðuskriður í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.
1308032 Móeiðarhvoll – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa og tveggja gestahúsa/geymslna á lóðinni Móeiðarhvoll 2 lóð ln.164318. 
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð við Móeiðarhvol í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.
1309001 Hamragarðar-Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu deiliskipulags fyrir Hamragarða – Seljalandsfoss unna af Steinsholti sf. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að koma í veg fyrir átroðning og umhverfisspjöll á svæðinu, bæta þjónustu við ferðamenn og efla atvinnu á svæðinu.  
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt og kynnt fyrir almenningi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir Hamragarða – Seljalandsfoss og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagna viðeigandi aðila.  Lýsingin verður aðgengileg á vef sveitarfélagsins.
1309002 Þórsmörk - Deiliskipulag
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu deiliskipulags fyrir Þórsmörk. Gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag fyrir ferðamannastaði á Þórsmerkursvæðinu. Þeir staðir sem um ræðir eru við Gígjökul, í Básum, í Slyppugili, í Langadal, Húsadalur og nágrenni hans, beggja vegna væntanlegrar göngubrúar yfir Markarfljót. 
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði samþykkt og kynnt fyrir almenningi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir Þórsmörk og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagna viðeigandi aðila.  Lýsingin verður aðgengileg á vef sveitarfélagsins
1309007 Hvolsvöllur/Miðbær – Endurskoðun deiliskipulags
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði endurskoðun deiliskipulags miðbæjarsvæðisins á Hvolsvelli. 
Sveitarstjórn samþykkir að endurskoða deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæði Hvolsvallar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra í samvinnu við skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins í skipulagsmálum að koma með tillögur varðandi endurskoðunina.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

13.  Fyrirpurn Kristínar Þórðardóttur og Elvars Eyvindssonar varðandi borholuna á
       Goðalandi, ásamt tölvusamskiptum Kjartans Gunnarssonar og Ísólfs Gylfa 
        Pálmasonar.
       Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     „Í vor, fljótlega eftir kynningarfund um borholuna á Goðalandi, barst
       sveitarstjóra tilboð í holuna.  Hvernig var því tilboði svarað og hver er stefna 
       meirihlutans varðandi nýtingu hennar ?
        Formlegt tilboð í borholuna barst ekki.  Sveitarstjórn ítrekar að orku- og veitunefnd fjalli 
        um mögulega nýtingu borholunnar.


Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1. 15. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 10.09.13 Staðfest.
Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga:
1. 153. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 28.08.13
2.    7. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs 21.08.13


Mál til kynningar:
1. Æskulýðsvettvangurinn, bréf dags. 05.09.13, verndum þau námskeið. Ákveðið að senda skólastjóra og leikskólastjóra erindið.
2. Hvolsvöllur 80 ára, nótur og texti.
3. Vegagerð ríkisins, bréf til Brynjólfs Gíslasonar dags. 23.08.13, tilkynning um niðurfellingu Kirkjulækjarvegar (nr. 2592) af vegaskrá.
4. Landsbankinn hf., breyting á ábyrgð 25.07.13
5. Vegagerð ríkisins, bréf til Þorvaldar Helgasonar dags. 30.08.13, tilkynning um niðurfellingu Bjarkalandsvegar (nr. 2414) af vegaskrá.
6. Fundargerð Mannvits vegna Sorpurðunarstaðarins á Strönd 28.08.13
7. Tún vottunarstofa, fundargerð aðalfundar Túns fyrir árið 2012, ásamt skýrslu stjórnar og ársreikningi sem liggur frammi á skrifstofu sveitarstjóra.
8. Ferðamenn í Rangárþingi eystra 2012 og samanburður við fyrri ár.  Skýrsla Rannsóknir & ráðgjöf ferðaþjónusta.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30


Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir               
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson