176. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn í Félagsheimlinu Hvoli, litla sal, Hvolsvelli, fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir,  Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:
  Erindi til sveitarstjórnar:
1. Golfklúbbur Hellu, bréf dags. 04.06.13, beiðni um styrk vegna kaupa á bollum og flaggstöngum.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 300.000,-

2. Bréf Kjartans Þorkelssonar og Sigurðar Skagfjörð Ingimarssonar dags. 05.06.13, tillaga um heiðursborgara í tilefni af 80 ára afmæli Hvolsvallar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa starfshóp til að fara yfir og fjalla um leiðir til viðurkenninga til einstaklinga í sveitarfélaginu.  Starfshópinn skipa: Elvar Eyvindsson, Lilja Einarsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason.

3. Bréf Guðmundar Ragnarssonar dags. 17.05.13, krafa um að ítölu á Almenningum, verði jafnað niður á einstök býli þeirra sem upprekstrarrétt eiga á Almenninga og erindi Guðrúnar Ingibjargar Hálfdánardóttur, ásamt minnisblaði frá Lögmönnum Suðurlands.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela ítölunefnd að ákveða hlutdeild hvers býlis í ítölu á Almenningum í samræmi við lög og reglugerðir.

4. Erindi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strönd.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að farið verði í framkvæmdir á Strönd í samræmi við tillögu stjórnar Sorpstöðvarinnar.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Rangárþings eystra að ábyrgjast að sínum hluta lán að fjárhæð allt að 120 millj. kr. sem Sorpstöðin þarf að taka vegna framkvæmdanna.

Bókun VG
Fulltrúi VG og óháðra fagnar þeirri samþykkt sveitarstjórnar að hefja skuli undirbúning að fyrsta áfanga fyrir moltugerð á athafnasvæði sorpstöðvarinnar að Strönd.  Þar með er stigið skref til framtíðar og í átt að sjálfbærni samfélagsins.  Ljóst má vera að í framtíðinni verði gerðar síauknar kröfur um nýtingu sorps og annars úrgangs á tímum þverrandi náttúruauðlinda og aukinnar mengunar, til hagsbóta fyrir almenning.  Mikil þróun á sér stað í endurvinnslumálum og sífellt koma fram nýjungar sem auka notagildi úrgangs á ýmsan hátt.  Þarna er því stigið mikilvægt skref til framtíðar.

Guðmundur Ólafsson.


5. Rammaskipulag suður hálendis.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir samhljóða tillöguna til auglýsingar.

6. Fundargerð 9. fundar skipulags- og byggingarnefndar dags. 06.06.13
Skipulagsmál:
1306040 Moldnúpur – Deiliskipulag
Tillagan tekur til byggingar einbýlishúss, bílskúra og ferðaþjónustuhúsa í landi Móldnúps, Rangárþingi eystra. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar er tillagan tekin fyrir að nýju. 
Athugasemdir Skipulagsstofnunar vörðuðu fjarlægð byggingarreita frá vegi og fornminjar innan skipulagssvæðis. Komið hefur verið á móts við athugasemdir stofnunarinnar og tillagan leiðrétt til samræmis. Telst því tillagan samþykkt. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
1306041 Þórunúpur – Deiliskipulag
Tillagan tekur til tveggja lóða fyrir frístundahús úr landi Þórunúps, Rangárþingi eystra. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar er tillagan tekin fyrir að nýju. 
Athugasemdir Skipulagsstofnunar vörðuðu gerð bygginga, samræmi við aðalskipulag, aðkomu og fornminjar. Komið hefur verið á móts við athugasemdir stofnunarinnar og tillagan leiðrétt til samræmis. Telst því tillagan samþykkt. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
1306042 Kirkjuhvolsreitur – Deiliskipulagsbreyting
Tillagan tekur til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Kirkjuhvolsreitsins. Meðal annars verða lóðamörk skilgreind og gert verður ráð fyrir byggingu raðhúss í stað parhúsa. 
Að mati skipulags- og byggingarnefndar er um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi að ræða. Deiliskipulagsbreytingin tekur til um 0,6 ha svæðis. Í stað 12 íbúða í 6 parhúsum er gert ráð fyrir 5 íbúðum í raðhúsum og 4 íbúðum í 2 parhúsum. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir fólk 60 ára og eldri eða fólk með sérþarfir. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu að jafnaði á bilinu 80-120m². Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði eftir tillögum frá íbúum á heiti fyrir hina nýju götu. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
Kristín Þórðardóttir yfirgaf fundinn kl. 15:10 og Birkir A. Tómasson mætti á fundinn í stað Kristínar.

7. Umhverfisstofnun, bréf dags. 24.05.13, kynningarbréf – Markarfljótsvirkjun B, fyrirhuguð friðlýsing samkvæmt rammaáætlun.
Ákveðið hefur verið að halda fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar 19. júní n.k.

8. Bréf til Sýslumannsins á Hvolsvelli dags. 04.06.13, umsögn vegna tækifærisleyfis til KFR. Staðfest.

9. Bréf til Sýslumannsins á Hvoslvelli, dags. 31.05.13 umsögn vegna leyfis til Svans Lárussonar kt. 140874-4189 fyrir gististað í flokki II að Syðri-Rotum í Rangárþingi eystra.
Staðfest.
10. Bréf til Sýslumannsins á Hvoslvelli dags. 31.05.13 umsögn vegna leyfis til Seljaveitingar ehf. kt. 650213-1730 fyrir veitingastað í flokki I við Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra.
Staðfest.

11. Leigusamningur við Jón Loga Þorsteinsson kt. 031165-4159 um tjaldstæðið á Hvolsvelli.
Leigusamningurinn samþykktur samhljóða.

12. Húsaleigusamningur við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga dags. 16.05.13
Húsaleigusamningurinn samþykktur samhljóða.

13. Fundargerð 121. fundar Byggðarráðs dags. 30.05.13
Staðfest.

14. Hönnunar-og ráðgjafasamningur við Pro-Ark efh vegna Austurvegar 4.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

15. Opið bréf vegna deiliskipulags í Skógum dags. 03.06.13
Lagt fram til kynningar.

16. Erindi Háskólafélags Suðurlands dags. 06.06.13 ósk um að Rangárþing eystra falli frá forkaupsrétti á hlutafé í Háskólafélaginu.
Samþykkt að falla frá forkaupsrétti.

17. Leikskólinn Örk erindi dags. 10.04.13, ný skólanámskrá og nýtt matstæki í Leikskólanum Örk.
Samþykkt samhljóða.

18. Kosning byggðarráðs til eins árs.

Aðalmenn: Varamenn:
Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður Haukur G. Kristjánsson
Lilja Einarsdóttir, varaformaður Ísólfur Gylfi Pálmason
Kristín Þórðardóttir Elvar Eyvindsson

Samþykkt samhljóða.

19. Tillaga um að sveitarstjórn Rangárþings eystra taki fundarhlé sumarið 2013.
Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings eystra taki sér fundarhlé frá 13. júní til                         12. september 2013.  Byggðarráði falin fullnaðarafgreiðsla mála þann tíma.
Samþykkt samhljóða.

20. Tillaga vegna Skólaskrifstofu Suðurlands.

Sveitarfélagið Rangárþing eystra samþykkir að segja sig úr samstarfi Skólaskrifstofu Suðurlands. 
Greinargerð:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra þykir miður að slitnað hafi uppúr samstarfi Árborgar við Sunnlensk sveitarfélög um starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands. Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til þess að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi um áframhaldandi samvinnu og samstarf  ef samkomulag tekst um slíka starfsemi. 
Samþykkt samhljóða.

21. Tónsmiðja Suðurlands, bréf dags. 06.06.13, ósk um samstarf sveitarfélagsins við Tónkjallarann ehf. v. Tónsmiðju Suðulands.

Afgreiðslu frestað og vísað til byggðarráðs.

22. JP lögmenn, stefna vegna framkvæmdaleyfis við Markarfljót.

Þegar hefur verið haft samband við Andra Árnason, hrl. vegna málsins. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

23. Tillaga D-lista varðandi lágverðsverslun og hugsanlegan flutning á Sögusetrinu að Austurvegi 4, sem frestað var á síðasta fundi.
Lögð var fram gróf kostnaðaráætlun.
Tillögunni vísað til áframhaldandi vinnu við framtíðarskipan Austurvegar 4.

Fundargerðir v/ samvinnu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra,  Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps:
1. 4. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 27.05.13
 Staðfest.
Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 467. fundur stjórnar SASS 30.05.13
2. 226. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 21.05.13
3. 149. Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 03.06.13
4. 150. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 22.05.13

Mál til kynningar:
1. Bréf Rangárþings eystra til Vörðufells vegna verksamnings við Íþróttamiðstöð.
2. 19. verkfundur byggingar við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli dags. 23.05.13
3. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf dags. 30.05.13, nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
4. Minnispunktar vegna fundar um „Eitt samfélag í orði og á borði „ dags. 03.06.13
5. Dagskrá vegna hátíðarhalda vegna 80 ára afmælis Hvolsvallar.
6. Vegagerð ríkisins, bréf dags. 28.05.13, ályktun um framkvæmdir til að bæta umferðaröryggi í Rangárþingi eystra.
7. Samband íslenskra sveitarfélga, bréf dags. 31.05.13, leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.
8. Fundargerð 806. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 31.05.13
9. Fundarboð Aðalfundar Veiðifélags Eystri-Rangár 11.06.13, ásamt tillögu að samþykkt fyirr Veiðifélag Eystri-Rangár frá 2008.
10. Skýrsla um aukavinnu sveitarstjórnar. 
11. Málefni sérfræðiþjónustunnar á svæðinu frá Þjórsá að Klaustri.
12. SASS- styrkir til atvinnulífs og stefna í atvinnumálum.
13. Nýjar reglur um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.
14. Námsferð til Skotlands.
15. Lagðir fram minnispunktar frá Guðmundi Daníelssyni varðandi ljósleiðaravæðingu.
     
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:10

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason                                
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Lilja Einarsdóttir                                                                 
Kristín Þórðardóttir               
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson   
Birkir A. Tómasson