174. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, föstudaginn 26. apríl 2013 kl. 15:00

Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir,  Kristín Þórðardóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir, varamaður Guðmundar Ólafssonar, Elvar Eyvindsson,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri  og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:
  
 Erindi til sveitarstjórnar:
1. Ársreikningur Rangárþings eystra 2012, síðari umræða.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarreikningur A-hluti A og B hluti

     Rekstrartekjur.........................................  1.123.737  1.185.379
     Rekstrargjöld.......................................... (1.078.958)     (1.103.618)
     Fjármagnsgjöld.......................................         6.297     (     36.910)
     Tekjuskattur............................................ (             0)       (          241)
     Rekstrarniðurstaða..................................       51.076              44.609

Efnahagsreikningur A hluti A og B hluti
Eignir:
      Fastafjármunir.......................................   1.829.402 1.983.142
      Veltufjármunir.......................................      385.928          258.547
      Eignir samtals........................................   2.215.330 2.241.689
Skuldir og eigið fé:
      Eiginfjárreikningur................................   1.750.073   1.509.665
      Skuldbindingar......................................        82.486        82.486
      Langtímaskuldir....................................      260.156          520.206
      Skammtímaskuldir................................      122.614          129.331
      Skuldir og skuldbindingar alls..............      465.257          732.024
      Eigið fé og skuldir samtals...................    2.215.330       2.241.689

Sjóðstreymi A-hluti A og B hluti
      Veltufé frá rekstri.................................       114.918              142.541
      Handbært fé frá rekstri.........................         97.204              124.876
      Fjárfestingahreyfingar..........................     (  91.735)            (105.204)
      Fjármögnunarhreyfingar.......................    (  26.501)            (  40.704)
      Lækkun á handbæru fé........................       ( 21.031)              (21.031)
      Handbært fé í árslok              140.715               140.715

          Ársreikningurinn borinn upp til samþykktar.  Ársreikningurinn samþykktur 
          samhljóða.

2. Bréf frá Rangárþingi ytra dags. 11.04.13, varðandi mögulega endurskoðun á Fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu.
Samþykkt að Kristinn Jónsson á Staðarbakka verði fulltrúi sveitarfélagsins við væntanlega endurskoðun.

3. Lánssamningur Rangárþings eystra við Lánasjóð sveitarfélaga.
„Sveitarstjórn Rangárþings eystra, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 100.000.000 kr.  til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á skrifstofuhúsnæði fyrir sveitarfélagið auk þess að fjármagna framkvæmdir við íþróttahús sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
 Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni kt. 170354-3039, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
 Framangreind bókun samþykk samhljóða.

4. Bréf Örnu Þallar Bjarnadóttur og Brynju Erlingsdóttur dags. 22.04.13, beiðni um styrk vegna Hvolsvöllur.is þann 29. júní 2013.

Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 150.000,- Árný Láru Karvelsdóttur falið að vera tengiliður sveitarfélagsins við verkefnið.

5. Kynning Landslags á áhrifum fyrirhugaðrar hótelbyggingar á Skógum.   
Finnur Kristinsson hjá Landslagi kynnti mögulegar útfærslur á deiliskipulagsbreytingum.  Anton Kári Halldórsson, skipulags-og byggingarfulltrúi mætti á fundinn með Finni.

6.   Skipulagsmál:
1303037  Torfastaðir, Hlíðarbakki, deiliskipulag.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn 14. febrúar 2013 og tillagan send Skipulagsstofnun.  Í erindi dags. 21.mars gerir stofnunin smávægilegar athugasemdir við tillöguna.
Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og tillagan lagfærð í samræmi við þær.  Tillaga að deiliskipulagi Torfastaða, Hlíðarbakka samþykkt. 
Bókun nefndarinnar staðfest.

7.   Fornleifastofnun Íslands, tilboð í aðalskráningu fornleifa í sveitarféalginu
Rangárþing eystra dags. 19.03.13
      Einnig lagt fram bréf Antons Kára Halldórssonar, skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 
      21.04.13 varðandi tilboð Fornleifastofnunar.
      Samþykkt samhljóða að taka tilboði Fornleifastofnunar.

8.  Leifur Birkir Logason, tölvubréf dags. 11.04.13, ósk um stöðuleyfi fyrir
færanlegan veitingavagn við Seljalandsfoss.
Erindinu hafnað þar sem verið er að vinna að deiliskipulagi á svæðinu.

9.   Leifur Birkir Logason, tölvubréf dags. 11.04.13, ósk um stöðuleyfi fyrir
færanlegan veitingavagn við Skógafoss.
Samþykkt að veita stöðuleyfið til 15. september 2013.  Staðsetning ákvörðuð í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Ekki er gert ráð fyrir starfsemi af þessu tagi til frambúðar.

10.  Íþróttafélagið Dímon, bréf dags. 23.04.13, beiðni um styrk vegna kaupa á búnaði til
       íþróttaiðkunar.
       Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur.

11. Vilmundur R. Ólafsson og Helga Sigurðardóttir bréf dags. 11.04.13, óskað er eftir 
      umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa á Torfastöðum 1 og 3 af Jarðeignadeild 
      ríkisins.  
      Erindinu var frestað á síðasta sveitarstjórnarfundi 18. apríl 2013.
      Einnig fylgir umsögn Péturs Halldórssonar, héraðsráðunauts, Ráðgjafamiðstöð 
      Landbúnaðarins dags. 23.04.13, ásamt ástandskoðun fasteigna á jörðunum unnin af 
      Viðskiptaþjónustu Suðurlands.  
      Sveitarstjórn mælir með því að Vilmundur R. Ólafsson og Helga Sigurðardóttir fái
      jarðirnar keyptar.

12. Ályktun sveitarstjórnar Rangárþings eystra vegna Landeyjahafnar
      Sveitarstjórn Rangárþings eystra fagnar því að í alvöru er farið að huga að smíði nýrrar ferju til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.  Jafnframt bendir hún á að augljóst er að talsverðar endurbætur verða að fara fram á höfninni sjálfri svo að hún geti þjónað hlutverki sínu allan ársins hring.  Lítt fyrirsjáanlegur sandburður, straumaköst og aðrir erfiðleikar valda því að öryggi hafnarinnar, bæði hvað varðar öryggi farþega sem og áætlanir og ferðatíðni, er ekki viðunandi á öllum tímum, þrátt fyrir mikinn tilkostnað.
Greinargerð
Enginn velkist nú í vafa um gagnsemi Landeyjahafnar og er reynslan, það sem af er, afar jákvæði fyrir atvinnulífið og fyrir lífsgæði íbúanna beggja vegna. Notkunarmöguleikar hafnarinnar eru þó óviðunandi, enn sem komið er og fyrir vikið verður engin frekari þróun á samstarfi sveitarfélaganna, samnýtingu á þjónustu og á þróun atvinnulífsins á svæðinu. Ófyrirséðar breytingar á áætlun ferjunnar valda þjónustuaðilum á svæðinu einnig talsverðum búsifjum. 
Ný og minni ferja mun að líkindum bæta mjög úr varðandi þjónustu hafnarinnar, en mun um leið gera ennþá ríkari kröfur til þess að hún verði opin allan ársins hring.  Tilkostnaður við sanddælingu hefur farið langt fram úr áætlunum og eru líkur á að svo verði áfram að óbreyttu.  Miklir hagsmunir eru fólgnir í því að spara þá fjármuni og væri þeim betur varið í að vinna að varanlegum endurbótum á höfninni.    
Það er því brýnt hagsmunamál Rangæinga, ekki síður en Vestmannaeyinga að ferjusiglingar komist í gott lag hið fyrsta og að þau tækifæri sem höfnin býður upp á, verði nýtt.
Ályktunin samþykkt samhljóða.

13.  Ljósmyndaklúbburinn 860+, styrkbeiðni.
       Elvar Eyvindsson vék af fundi undir þessum lið.
       Samþykkt samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 300.000,-

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1. 13. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 22.04.13 Staðfest.

Fundargerðir v/ samvinnu Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps:
1. Stjórnarfundur Hulu bs. 17.04.13 Staðfest.
2. Fundur stjórnar Byggingar- og skipulagsfulltrúa Rangárþings bs. 19.12.12 Staðfest.
3. 3. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 22.04.13 Staðfest.

Fundargerðir v/ samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1.  1. fundur vinnuhóps um Skólaskrifstofu Suðurlands 04.04.13

Mál til kynningar:
1. Ársreikningur Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs. 2012.
2. SASS aulýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi.
3. Starfsemi SASS, kynningarfundur 09.04.13
4. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, bréf dags. 16.04.13, samþykkt tillaga Framkvæmdasjóðs vegna verkefnisins „Þórsmerkursvæðið – deiliskipulag“.
5. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, bréf dags. 16.04.13, samþykkt tillaga Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna verkefnisins „Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls“.
6. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, bréf dags. 16.04.13, samþykkt tillaga Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úhlutun vegna verkefnisins“Bætt aðgengi og aðstaða á áhugaverðum stöðum í Rangárþingi eystra/Kötlu.
7. Skurðanefnd Austur-Landeyja 23.04.13, kynning á verkefnum sem framundan eru.
8. Auðunn Óskar Jónasson, andmælabréf dags. 13.04.13

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:20 

Haukur G. Kristjánsson              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir    
Elvar Eyvindsson  
Kristín Þórðardóttir               
Lilja Einarsdóttir
Ingibjörg Erlingsdóttir