169. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 10. janúar 2013 kl. 12:00

Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Birkir A. Tómasson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Guðmundur Ólafsson, Elvar Eyvindsson, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:
1. Landgræðsla ríkisins, bréf dags. 29.11.12, beiðni um styrk vegna
samstarfsverkefnisins Bændur græða landið.
Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 105.000,-
2. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, bréf dags. 16.10.12, beiðni um styrk vegna tónleikaferðar kórsins til  Kaupmannahafnar.

Samþykkt samhljóða að veita styrk kr. 30.000,-

3. Drög að samningi við Atgeir og aðgerðaáætlun Sögusetursins á Hvolsvelli.

Samþykkt samhljóða að gera samning til 2ja ára á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Tengiliður sveitarstjórnar við Sögusetrið verður menningarnefnd ásamt sveitarstjóra. Þar með lýkur störfum fagráðs Sögusetursins.

4. Bréf Sigurðar Flosasonar dags. 17.12.12, beiðni um styrk vegna Jazzhátíðar í
Skógum sumarið 2013.
Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 300.000,-
5. Bréf frá Aðalbjörgu Rún Ásgeirsdóttur f.h. fereldra dags. 18. des. 2012 v. dagvistunar á Heimalandi.

Ákveðið hefur verið að halda fund með foreldrum, mánudaginn 14. janúar n.k. vegna málsins þar sem núverandi rekstraraðili hefur ákveðið að hætta að starfa sem dagmóðir.

6. Drög að samningi um grisjun í Tunguskógi.

Samningsdrögin samþykkt samhljóða.

7. Aðalskipulagsbreyting – lýsing ( sjá fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 20. des. 2012 ).
S009-2012 – Aðalskipulagsbreyting – Lýsing
Sveitarstjórn samþykkir að lýsing aðalskipulagsbreytingar fyrir frístundasvæði í landi Stóru-Merkur, Moldnúp og Ystabælistorfum verði kynnt í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2012

8. Landsskipti – S010 – 2012 – Kotvöllur
Þorsteinn Jónsson, f.h. Skógræktarfélags Rangæinga kt.600269-4969, óskar eftir því að stofna lóðina Kotvöll 16 úr landi Kotvallar ln.164172 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags.17. nóvember 2012.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landsskiptin.

9. Ytri Skógar deiliskipulag lokaafgreiðsla ( sjá fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 20 . des . 2012 ).
306-2012 – Ytri-Skógar – deiliskipulag
Sveitarstjórn hefur yfirfarið svarbréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunnar og samþykkir tillögu að deiliskipulagi Ytri-Skóga, dags. 26. september, síðast breytt 20. desember 2012 og meðfylgjandi greinargerð deiliskipulagsins dags. 26. september, síðast breytt 20. desember 2012.
Samþykkt samhljóða

10.Tillaga að byggingarfulltrúi verði einnig skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

Gísla Gíslasyni fráfarandi skipulagsfulltrúa Rangárþings eystra þökkuð góð störf.

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Rangárþings eystra um þjónustu byggingar- og skipulagsfulltrúa í Vestur-Skaftafellssýslu.

Sveitarstjórn tekur vel í áform um samstarf sveitarfélaganna í skipulags- og byggingamálum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum.

11. Stracta ehf. Umsókn um lóðir vegna uppbyggingar á ferðaþjónustufyrirtæki.
Stracta Hótel Group um lóð undir hótelbyggingu.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra telur að fyrirhugaðar hugmyndir Stracta Hotelgroup falli ekki að gildandi deiliskipulagi í Hvolsvelli.

Hins vegar bendir sveitarstjórn umsækjendum á lendur í eigu annarra aðila í nágrenni Hvolsvallar þar sem þessar byggingar gætu hentað.
Samþykkt samhljóða.

12. Þátttaka Rangárþings eystra í söfnun þjóðkirkjunnar fyrir tækjum á Landspítalann.

Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 100.000,- framlagi til söfnunarinnar í tilefni af því að fyrsta barn ársins er úr sveitarfélaginu og fæddist á Landsspítalanum.

13. Tillaga að viðmiðunartekjum vegna tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega.
Samþykkt samhljóða.

14. Sameining félagsmála- og barnaverndarnefndar frá 1. janúar 2013.

Eftirtaldir fulltrúar eru tilnefndir af hálfu Rangárþings eystra:

Oddur Árnason, aðalmaður      Ásta Brynjólfsdóttir, varamaður
Björk Arnardóttir, aðalmaður    Gyða Björgvinsdóttir, varamaður

Sveitarstjórn þakkar fráfarandi nefndarmönnum góð störf.

15. Fyrirspurn frá Guðmundi Ólafssyni, fulltrúa VG.

Á sveitarstjórnarfundi þann 4. október sl. var samþykkt að vísa til umræðu í landbúnaðarnefnd reglum um lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu.
Hefur landbúnaðarnefnd fjallað um málið ?

Hver er niðurstaðan ef svo er og af hverju hefur ekki verið birt fundargerð ?

Svar:
Já, fundargerð landbúnaðarnefndar rataði ekki í réttar hendur fyrr en nú. Málið er enn í
umfjöllun en svar frá VÍS barst 28. desember varðandi tryggingaþátt þessa máls.
Sveitarstjórn samþykkir að boða landbúnaðarnefnd til fundar, ásamt fulltrúa Vegagerðar,
Ólafi Dýrmundssyni frá Bændasamtökunum og tryggingasérfræðingi til að fara yfir þessi
mál.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:

1. fundur skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra frá 20.12.12
Byggingamál:
B012 – 2012 – Hvolstún 30
B013 – 2012 – Hvolstún 33
B014 – 2012 – Skógar, farfuglaheimili
B015 – 2012 – Miðkriki, lóð 2a
B016 – 2012 – Ytra-Seljaland
Afgreiðslur nefndarinnar staðfestar.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra frá 20.desember 2012
samþykkt í heild sinni.

2. 10. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 03.10.12 Staðfest.
3. 11. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 13.12.12 Staðfest.
Samkvæmt 5. lið fundargerðarinnar samþykkir sveitarstjórn að fenginn verði verkefnisstjóri til að stýra vinnu við skólastefnu sveitarfélagsins. Fundargerðin staðfest.
4. Stjórnarfundur Héraðsbókasafns Rangæinga 18.12.12 Staðfest.
5. fundur í Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla 16.08.12 Staðfest.
6. fundur í Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla 19.09.12 Staðfest.
7. fundur í Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla 05.12.12 Staðfest.
8. 4. fundur landbúnaðarnefndar Rangárþings eystra 31.10.12 Staðfest.

Fundargerðir v/ samvinnu í sveitarfélögum
1. 11. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2010-2014 05.12.12 Staðfest.
2. Auka aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 05.12.12 Staðfest.
3. 32. stjórnarfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 05.12.12 Staðfest.
4. 25. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 05.12.12 Staðfest.
5. 122. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
05.12.12 Staðfest.
6. Fundur í stjórna Byggingar- og skipulagsfulltrúa Rangárþings bs. 28.12.12 Staðfest.
7. Minnispunktar v. fundar um hugsanlega samvinnu Mýrdals – Skartárhrepps og
Rangárþings eystra.

Mál til kynningar:

1. Skógræktarfélag Íslands, bréf dags. 30.11.12, ályktun frá aðalfundi á Blönduósi 24. - 26. september 2012.
2. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs., bréf dags. 03.12.12,
varðandi leiguverð á félagslegu húsnæði.
3. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 26.11.12, eftirlit með fjölda
skóladaga.
4. Umhverfisráðuneytið, bréf dags. 19.12.12, varðandi undanþágu frá starfsleyfi fyrir
urðunarstað Hulu bs. á Skógasandi.
5. Fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12.12.12
6. Fræðsluferð Félags íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundafulltrúa til Svíþjóðar í
nóvember 2012.
7. 10. verkefundur vegna Íþróttamiðstöðvar á Hvolsvelli 28.12.12
8. Kynningargögn vegna vatnsaflsvirkjunar við Neðra Klif.
9. Vinarbæjarheimsókn til Verde 10.-12. okt. s.l.
10. Kramfors kommun úrsögn úr vinarbæjartengslum.
11. Mennta- og menningarmálaráðuneytið v. styrks á fjárlögum 2009 til Sögusetursins
á Hvolsvelli.
12. Steinsholt fundargerðir v. Fjallabaks frá 6. nóv. 28. nóv. og 13. des. s.l.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20

Haukur G. Kristjánsson               
Lilja Einarsdóttir
Guðlaug Ósk Svansdóttir     
Elvar Eyvvindsson                                                                
Birkir A. Tómasson                
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðmundur Ólafsson