167. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl 12:00

Mætt:  Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Guðmundur Ólafsson, Elvar Eyvindsson, Birkir Tómasson, varamaður,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem  setti fund og stjórnaði honum.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:

1. Heilsugæslumál – Guðmundur Benediktsson, yfirlæknir mætir til fundarins.
Guðmundur fór yfir stöðu Heilsugæslunnar í Rangárþingi. Rætt um að óska eftir fundi með Magnúsi Skúlasyni, framkvæmdastjóra HSU til að ræða málefni heilsugæslunnar og framtíð hennar í Rangárþingi.
 
2. Viðauki, endurskoðun fjárhagsáætlunar Rangárþings eystra 2012.- áður lagt fram í byggðaráði 31. okt.s.l.

Viðauki samþykktur samhljóða.

3. Drög að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2013, ásamt áætlun til 2016, áður lagt fram í byggðaráði 31. okt. s.l.

Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi bókun.

Þar sem Dvalarheimilið Kirkjuhvoll er ekki lengur rekið af sérstakri stjórn teljum við að Sveitarstjórn beri að fylgjast með rekstrinum, bæði hvað fjárhag varðar sem og almennan rekstur og stjórnun.  Velferðarnefnd hefur ekki fundað um heimilið og virðist það vera á nokkrum vergangi, hvað þetta varðar. Við leggjum til að framtíðarlausn verði fundin og þessu komið í betri skorður. Einnig teljum við að reikningar stofnunarinnar eigi að liggja fyrir samhliða reikningum sveitarfélagsins og þá skuli fjalla um áætlaðan rekstur þess á sama tíma.  Með þessu erum við ekki að gagnrýna rekstur heimilisins á nokkurn hátt.

Birkir Arnar Tómasson
Elvar Eyvindsson

Sveitarstjóra falið að fara yfir þessi mál með löggiltum endurskoðanda sveitarfélagsins.

Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

4. Tillaga að umsóknum um IPA styrki annars vegar til kornþurrkunarstöðvar og hins vegar v. lýðháskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að vera aðalumsækjandi um IPA styrk vegna kornþurrkunarstöðvar. 

Sveitarstjórn samþykkir að vera meðumsækjandi um IPA styrk til lýðháskóla í Skógum. UMFÍ er aðal styrkumsækjandi.

Samþykkt samhljóða.

5. Deiliskipulag í Ytri- Skógum.

Bókun vegna deiliskipulags Ytri-Skóga:

Lögð er fram greinargerð skipulags- og byggingarnefndar þar sem er yfirlit yfir athugasemdir sem gerðar voru við tillögu að deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga og svör við þeim.  Sveitarstjórn samþykkir greinargerðina og að allir sem gerðu athugasemdir fái senda greinargerðina í heild.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Ytri-Skóga dags. 25. september 2012 með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

6. Álagningarreglur Rangárþings eystra 2013.

ÚTSVAR
• Útsvarshlutfall    14,48% 

FASTEIGNAGJÖLD

• Fasteignaskattur, íbúðir og útihús, A-stofn   0,36% af fasteignamati  Fasteignaskattur, atvinnuhúsnæði, B-stofn   1,32% af fasteignamati
• Fasteignaskattur, opinbert húsnæði    1,32%  af fasteignamati
• Lóðarleiga       1,00% af fasteignamati lóðar
• Holræsagjald       0,25% af fasteignamati
• Vatnsgjald er skv. sérstakri gjaldskrá             0,23%  af fasteignamati 
• Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld eru skv. sérstakri gjaldskrá

GJALDDAGAR FASTEIGNAGJALDA:

Gjalddagar eru: 1. febrúar – 1. mars –1. apríl – 1. maí – 1. júní – 1.júlí – 1. ágúst  
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga

Gjalddagi er einn ef gjald er lægra en 15.000 þann 5.apríl og eindagi 5.maí

Álagningarreglur 2013 samþykktar samhljóða.

7. Bréf vegna umferðaröryggis við Austurveg dags. 11.10.12

Sveitarstjórn þakkar erindið en þegar hafnar viðræðum við Vegagerðina um frágang-og endurbætur á þjóðvegi 1 um Hvolsvöll.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að fela Samgöngu-og umferðarnefnd að fara yfir umferðaröryggismál í þéttbýli og dreifbýli í sveitarfélaginu og gera tillögur til úrbóta eins fljótt og auðið er.

8. Drög að tímabundnum leigusamningi félagsheimila til dansleikjahalds.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningsdrögunum í samræmi við umræður á fundinum.

9. Drög að reglum um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði í aðildarsveitarfélögum Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs.

Reglurnar samþykktar samhljóða.

10. Drög að samkomulagi um grisjun í Tunguskógi.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

11. Afmælisnefnd v. 80 ára afmælis Hvolsvallar 2013.

Samþykkt samhljóða að stofna afmælisnefnd.

12. Fjallabakssvæðið norðan Mýrdalsjökuls lýsing á rammaáætlun.

Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og mælist til að stýrihópur verkefnisins auglýsi og kynni hana þegar allar sveitarstjórnir hafa afgreitt hana.  Lýsingin verði kynnt á heimasíðu Rangárþings eystra þegar hún verður auglýst.

Samþykkt samhljóða.

13. Skotfélagið Skyttur, bréf dags. 01.10.12, sem frestað var á síðasta byggðarráðsfundi.

Samþykkt að veita styrk kr. 300.000,-  Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Skotfélagsins í samræmi við umræður á fundinum.

14. Lóðaumsókn.  Sigurður Ágúst Guðjónsson sækir um parhúsalóð, Hvolstún 33a og 33b.

Samþykkt að úthluta lóðinni til Sigurðar.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:

1. 115. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra 31.10.12 Staðfest.
2. 2. fundur skipulags- og byggingarnefndar 30.10.12 Staðfest.
 
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu:

1. 12. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu bs. 31.10.12
2. 145. fundur í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallsýslu bs. 16.10.12

Erindi til kynningar:

1. Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 21.09.12, fyrirspurn um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
2. Tilmæli til fræðslunefndar Rangárþings eystra dags. 19.10.12
3. Tölvubréf frá Guðfinnu Þorvaldsdóttur dags. 22.10.12, vegna deiliskipulagsbreytinga í Skógum.
4. Bréf frá Lögmönnum dags. 22.10.12, varðandi fyrirhugaða málssókn Íslenska gámafélagsins ehf á hendur Rangárþingi eystra.
5. Bréf Úrskurðarnefndar um upplýsingamál dgs. 25.10.12
6. Bréf Markaðsstofu Suðurlands varðandi uppskeruhátíð 16. nóvember o.fl.
7. Fundarboð aukaaðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2012, sem haldinn verður 8. nóvember n.k.
8. Skaftárhreppur, bréf dags. 23.10.12, varðandi námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
9. Fornleifavernd ríkisins, bréf dags. 30.10.12, varðandi deiliskipulag Núpi 1 og 2 í landi Þórunúps Rangárþingi eystra.
10. Þjóðskrá Íslands, bréf dags. 29.10.12, skráning og mat hafnarmannvirkja.
11. RARIK, bréf dags. 30.10.12, lagning rafstrengs í Þórsmörk.
12. Ferðafélags Íslands, bréf dags. 24.10.12, lagning rafstrengs í Húsadal í Þórsmörk.
13. Bréf Forsætisráðuneytisins dags. 01.11.12 varðandi deiliskipulag í Þórsmörk.

 

Fleira ekki rætt fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:15

Haukur G. Kristjánsson

Lilja Einarsdóttir

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Birkir Tómasson

Elvar Eyvindsson

Guðmundur Ólafsson

Ísólfur Gylfi Pálmason