Fundargerð
16. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn 
fimmtudaginn 6. febrúar 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mætt: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson

Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1310016 Ytri-Skógar – Aðalskipulagsbreyting
1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting 
1402002 Straumur – Deiliskipulag
1402003 Fljótsdalur 1 og 2 – Beiðni um breytingar á stærð
1402004 Brúnir – Beiðni um breytingu á lóðarmörkum Bakkafjöruvegar
1402005 Holt – Landskipti 
1402006 Steinar 1, Beinakot – Landskipti
1402007 Kirkjulækur 3 – Landskipti 
1402008 Seljaland, Eystra-Seljaland – Landskipti og samruni
1402009 Markarfljót – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu varnargarðs
1402010 Hvolsvöllur – Umsókn um leyfi fyrir ljósleiðaralögn
1401020 Ytri-Skógar – Tillögur að lóðastækkun Farfuglaheimilisins Skógum
1402012 Austurvegur 2 – Ósk um lóðastækkun og tilfærslu á mastri

ÖNNUR MÁL:
1305004 Seljalandsfoss – Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi
1402013 Erindi Minjastofnunar vegna viðhalds Seljavallalaugar
1310028 Hallskot lóð 1 – Athugasemdir vegna moldarmanar
1401008 Hellishólar, tjaldsvæði – Möguleg óleyfisframkvæmd

AFGREIÐSLUR BYGGINGARFULLTRÚA:

1401009 Réttarmói 7 – Umsókn um byggingarleyfi


SKIPULAGSMÁL

1310016 Ytri-Skógar - Aðalskipulagsbreyting
Svæði S15 (Fossbúð og nágrenni) sem skilgreint er sem svæði fyrir þjónustustofnanir, verði breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (V5) og jafnframt stækkað til suðurs á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. Tillagan var tekin fyrir og samþykkt á síðasta fundi nefndarinnar. En vegna breytinga á afmörkun svæðisins er tillagan tekin fyrir að nýju.
Breyting frá áður samþykktri tillögu tekur til stækkunnar verslunar og þjónustusvæðis V5, úr 3,6 ha. í 3,8 ha. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Afgreiðslu tillögunnar var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Lögð er fram endurbætt tillaga deiliskipulagsbreytingar til kynningar. 
Farið yfir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ytri-Skóga. 

1402002 Straumur - Deiliskipulag
Árný Þórarinsdóttir fyrir hönd Hrafns Jóhannssonar, óskar efitir heimild til deiliskipulagsgerðar vegna Straums í Austur Landeyjum, Rangárþingi eystra. Skipulagssvæðið nær yfir lögbýlið Straum. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis, byggingu fyrir þjónustu við ferðamenn, ásamt skógrækt. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili deiliskipulagsgerð. Nefndin mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. 

1402003 Fljótsdalur 1 og 2 – Beiðni um breytingar á stærð
Anna Runólfsdóttir, Margrét Runólfsdóttir og Pétur Runólfsson, óska eftir breytingu á stærð lóðanna Fljótsdalur 1 ln.221899 og Fljótsdalur 2 ln.221900 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á stærð lóðanna Fljótsdalur 1 ln.221899 og Fljótsdalur 2 ln.221900.


1402004 Brúnir – Beiðni um breytingu á lóðarmörkum Bakkafjöruvegar
Vegagerðin óskar eftir breytingu á lóðarmörkum Bakkafjöruvegar á lóðinni Brúnir vegur ln.218558 skv. meðfylgjandi greinargerð og uppdráttum unnum af Vegagerðinni. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á lóðamörkum Bakkafjöruvegar á lóðinni Brúnir vegur ln.218558.


1402005 Holt – Landskipti 
Kirkjumálasjóður kt. 530194-2489, óskar eftir að stofna 1380m² lóð úr jörinni Holt ln.163769, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Sigurgeiri Skúlasyni, landfræðingi dags. 9. janúar 2014. Lögbýlisréttur fylgir áfram jörðinni Holt ln. 163769.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 


1402006 Steinar 1, Beinakot - Landskipti
Páll Magnús Pálsson kt.121168-4219, óskar eftir að stofna 49m² lóð úr landinu Steinar 1 Beinakot ln. 220788, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Glámu Kím dags. 24. janúar 2014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.


1402007 Kirkjulækur 3 – Landskipti 
Ingibjörg E Sigurðardóttir kt. 311266-4469, óskar eftir að stofna 800m² lóð úr jörðinni Kirkjulækur 3 ln.164039, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 30. janúar 2014. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.


1402008 Seljaland, Eystra-Seljaland – Landskipti og samruni
Kristján Ólafsson kt. 220756-099, Óli Kristinn Ottóson kt.300560-7099 og Auður Jóna Sigurðardóttir kt.130158-3749, óska eftir að stofna 92,47 ha lóð úr landinu Seljaland ln.163797. Eftir skiptin mun hin nýja lóð verða sameinuð Eystra-Seljalandi ln.163760 og Seljaland ln.163797 verður sameinuð Seljalandi ln.163795. Uppdráttur og greinargerð er unnin af Höllu Kjartansdóttur hjá BSSL. 
Kristján Ólafsson vék af fundi undir þessum lið. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samruna spildnanna við Eystra-Seljaland ln.163760 og Seljaland ln.163795. 


1402009 Markarfljót – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu varnargarðs
Vegagerðin kt.680269-2899, sækir um framvkæmdaleyfi fyrir lengingu varnargarðs við ósa Markarfljóts um 250m. Tilgangur varnargarðsins er að færa ósinn sem samsvarar lengd garðsins til austurs og þar með að draga úr framburði sem safnast saman í Landeyjahöfn. 
Kristján Ólafsson vék af fundi undir þessum lið. 
Framkvæmdin var kynnt Skipulagsstofnun vegna hugsanlegs mats á umhverfisáhrifum. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að megináhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum verði færsla óss Markarfljóts til austurs, en að hvorki sé líklegt að um verði að ræða neikvæð áhrif vegna landbrots upp með farvegi fljótsins eða að ósinn muni færast lengra í austur en ætlað er með tilkomu garðsins. Breyting á leiðigarði við Markarfljót sé því ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lengingu varnargarðs við ósa Markarfljóts um 250 m. með fyrirvara um leyfi landeigenda og Fiskistofu. Nefndin vill ítreka að Markarfljót verði stokkað af með varnargörðum allt niður að ósi austan megin fljótsins


1402010 Hvolsvöllur – Umsókn um leyfi fyrir ljósleiðaralögn
Orkufjarskipti hf. kt.561000-3520, sækja um leyfi til að leggja ljósleiðaralögn frá tengivirki Landsnets við Hvolsvöll og að dælustöð Orkuveitunnar, Hvolsvelli skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu leyfis til Orkufjarskipta hf. 


1401020 Ytri-Skógar – Tillögur að lóðastækkun Farfuglaheimilisins Skógum
Jóhann Geir Frímannsson og Eyja Þóra Einarsdóttir leggja fram tillögur að stækkun lóðar Farfuglaheimilisins Skógum ln. 163731.
Afgreiðslu erindisins frestað. 


1402012 Austurvegur 2 – Ósk um lóðastækkun og tilfærslu á mastri
Guðlaug Helga Ingadóttir, óskar eftir því að við endurskoðun miðbæjarskipulags Hvolsvallar verði gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar Austurvegur 2, til vesturs eins mikið og mögulegt er. Einnig er óskað eftir því að mastrinu sem stendur á lóðinni verði fundinn nýr staður. 
Skipulagsnefnd vísar erindinu til vinnu við endurskoðun miðbæjarskipulags. 

ÖNNUR MÁL:

1305004 Seljalandsfoss – Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi
Heimir Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir sækja um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir veitingavagni sínum við Seljalandsfoss sem rann út þann 31. janúar 2014. 
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir veitingavagninum við Seljalandsfoss til eins árs. 


1402013 Erindi Minjastofnunar vegna viðhalds Seljavallalaugar
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.  


1310028 Hallskot lóð 1 – Athugasemdir vegna moldarmanar
Til kynningar. 


1401008 Hellishólar, tjaldsvæði – Möguleg óleyfisframkvæmd
Til kynningar. Byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu samkvæmt umræðum á fundi


AFGREIÐSLUR BYGGINGARFULLTRÚA:


1401009 Réttarmói 7 – Umsókn um byggingarleyfi
Mathías Óskarsson kt. 160144-4329, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Réttarmói 7 ln. 208135, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Ellerti Má Jónssyni dags. 7. janúar 2014.
Byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform 10. janúar 2014. 


Fundi slitið 12:25