16. fundur Héraðsnefndar Rangæinga, kjörtímabilið 2002-2006, haldinn að Leirubakka í Landsveit og að Laugalandi í Holtum, fimmtudaginn 2. febrúar 2006, kl. 14:00.

Mætt: Tryggvi Ingólfsson, formaður, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Jónas Jónsson, Ólafur Eggertsson, Bergur Pálsson, Lúðvík Bergmann og Sigurbjartur Pálsson. Einnig situr fundinn Guðmundur Einarsson.

1. Heimsókn í Heklusetrið ehf. að Leirubakka í Landsveit:
Fundurinn hófst með heimsókn að Leirubakka í Landsveit sem var til kynningar fyrir Héraðsnefndina á framkvæmdum við Heklusetrið. Eigendur Leirubakka sem hafa sótt um styrk til Héraðsnefndarinnar vegna framkvæmdanna, kynntu húsakynni og áform um sýningahald, ráðstefnur, kynningar og fræðastarfsemi.

Eftir skoðun á Heklusetrinu ehf. var fundurinn færður að Laugalandi í Holtum og fram haldið þar.

Formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

2. Umsókn um styrk frá Heklusetrinu ehf.:
Lögð fram umsókn frá Heklusetrinu ehf. um styrk, dagsett 7/12 2005, vegna uppbyggingar á sýningaraðstöðu að Leirubakka í Landsveit.

Eftir umræður var eftirfarandi tillaga mótuð:
Héraðsnefnd leggi fram kr. 4.000.000 sem styrk eða hlutafé í Heklusetrinu ehf. árið 2006 með því skilyrði, að það fé renni til stofnframkvæmda sem nú standa yfir við sýningarsali, annddyri og aðra aðstöðu. Árin 2007 og 2008 leggi Héraðsnefnd fram kr. 3.000.000 í viðbótarstyrk eða hlutafé hvort ár, með því skilyrði, að það fé renni til framkvæmda við sýningaraðstöðu um sögu Heklu og eldgosa í henni ásamt sýningu á jarðeðlisfræðilegum þáttum eldjallsins. Sýningaraðstaða þessi verður í svokölluðum "rana" að mestu leyti. Gerður verði samningur við Heklusetrið ehf. um þessi framlög gegn skilyrðum um, að framkvæmdir verði við þá áfanga í stofnframkvæmdum sem kynntir hafa verið.

Héraðsnefnd tekur jákvætt í að verða við tillögunni, en þar sem framlög sem þessi eru ekki í samþykktri fjárhagsáætlun Héraðsnefndar fyrir árið 2006, fer hún fram á, að sveitarstjórnirnar veiti viðbótarframlagi til hennar vegna þessa málefnis.

3. Kornvellir:
Lagt fram að nýju bréf frá Þorvaldi Jónssyni, kt. 220465-3739 og Báru Rúnarsdóttur, kt. 250475-4549, ábúendum á Kornvöllum með beiðni um að þau fái jörðina keypta. Erindi þetta var áður lagt fram á 15. fundi Héraðsnefndar þ. 15. desember 2005.

Lúðvík Bergmann tekur ekki þátt í umræðu eða afgreiðslu á erindi þessu.

Lagt til að framangreindir ábúendur fái Kornvelli keypta fyrir kr. 100.000 á hvern hektara.
Samþykkt samhljóða.

4. Útgarður:
Lagt fram bréf frá Ólöfu Kristófersdóttur, dagsett 6. janúar 2006, með tilmælum um að hún fái keypta lögbýlið Útgarða í Rangárþingi eystra. Lögbýlið var stofnað með erfðafesturétti árið 1966.

Að auki fer Ólöf fram á að fá keypta eða leigða spildu sem kölluð er „Fjárhúsagirðing”. Spildan er hluti af landi sem Ólöf hefur leigt af Héraðsnefndinni samkvæmt samningi frá 1/6 2001. Ólöf vill að öðru leyti segja þeim samningi upp þar sem búsakapur hefur dregist saman á hennar vegum.

Lögð fram tillaga um að Ólöfu verði seld jörðin Útgarður í Rangárþingi eystra fyrir kr. 100.000 á hektara og með fylgi einnig spilda sem kölluð er "Fjárhúsagirðing". Héraðsnefnd fellst á uppsögn Ólafar á leigusamningi um "Öldurima".

Samþykkt samhljóða.

5. Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu:
Lögð fram drög að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Rangávallasýslu. Drögin voru samin af nefnd á vegum Héraðsnefndar og upphaflega lögð fram á haustfundi þ. 15/12 2005. Jónasi Jónssyni og Guðmundi Inga Gunnlaugssyni var á haustfundinum falið að fara yfir drögin og leggja þau fram á ný á þessum fundi.

Héraðsnefnd samþykkir drögin samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar staðfestingar sveitarstjórnanna. Komi ekki fram athugasemdir fyrir 1. mars n.k. verður fjallskilasamþykktin send til landbúnaðarráðuneytisins til staðfestingar og auglýsingar í Stjórnartíðindum.

6. Umsókn um styrk frá Hestamannafélaginu Geysi:
Lögð fram umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfs að upphæð kr. 500.000 frá Hestamannafélaginu Geysi, dagsett 5. september 2005.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn um styrk frá Skógræktarfélagi Rangæinga:
Lögð fram umsókn um styrk frá Skógræktarfélagi Rangæinga vegna starfsemi félagsins á árinu 2006, dagsett 25/11 2005. Umsóknin virðist ekki hafa borist fyrir haustfundinn 15/12 2005 og er þ.a.l. lögð fram nú. Styrkur til félagsins var samþykktur á haustfundinum.

Til kynningar.

8. Önnur mál:
a) Lagt fram afrit af bréfi frá Páli A. Pálssyni hrl. fyrir hönd Héraðsnefnda Rangæinga og V-Skaftfellinga, dagsett 25. janúar 2006, til Sigurmars K. Albertssonar hrl. vegna kröfu erfingja gefenda 69% jarðarinnar Ytri-Skóga um að jörðinni verði skilað vegna vanefnda á skilyrðum fyrir gjöfinni. Páll hafnar kröfu erfingjanna algjörlega enda hafa engin rök komið fram sem styðja réttmæti hennar.

Til kynningar.




Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 17.00.