- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
156. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 29. september 2016 kl. 8:10
Mætt: Birkir Arnar Tómasson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Lilja Einarsdóttir, Christiane. L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Sveitarstjóri óskaði efir að leggja fram þrjú erindi sem ekki eru á dagskrá fundarins: Annars vegar bréf frá skólastjóra vegna óska um styrk til Barnakórs Hvolsskóla vegna söngferðar til Danmerkur og hins vegar minnisblað frá Ólafi Rúnarssyni starfsmanni skipulgsfulltrúa vegna neysluvatns í Vestur Landeyjum og Njálsbúð – Gamli skólinn, tillaga að skipulagi.
Erindi til byggðarráðs:
1.1609043 Styrkumsókn: Ljósmyndaklúbburinn 860+ vegna útisýningar. Sveitarstjóri kynnti erindi klúbbsins – samþykkt að styrkja klúbbinn um kr. 350.000. Byggðarráð þakkar klúbbnum fyrir að glæða miðbæ Hvolsvallar lífi með þessum hætti.
2.1609039 Menntamálaráðuneytið bréf dags. 06.09.16 Eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Örk. Sveitarstjóri kynnti erindið – Byggðarráð telur að stjórnendur leikskólans hafi brugðist rétt við úttektinni. Stjórnendur leikskólans eiga hins vegar erfitt með að uppfylla kröfur um faglært fólk en það er viðvarandi vandamál flestra leikskóla landsins.
3.1609027 Bréf Ástu Höllu Ólafsdóttur og Garðars Þorgilssonar, ósk um að leigja hluta af Félagsheimilinu Njálsbúð. Sveitarstjóri kynnti erindið og sagði einnig frá öðrum umsækjendum sem hafa komið á hans fund. Ljóst er að eðlilegt er að leiguliðar verði einnig húsverðir félagsheimilisins.
Einnig er undir þessum lið fjallað um tilboð í Njálsbúð frá Garðari Guðmundssyni og Elsu Gehringer.
Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur og sveitarstjórn mun síðan taka ákvörðun um leigutaka.
4.1609051 Kauptilboð frá Ríkissjóði í húsnæði sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16. Sveitarstjóri kynnti kauptilboðið og sagði frá fundi sem hann hefur átt m.a. með lögreglustjóra vegna þessa. Fyrir liggja tvö verðmöt óháðra fasteignasala og er tilboðið samhljóða hærra matinu. Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun. Ná þarf samkomulagi um afhendingartíma sem er æskilegur við áramót 2017-18. Söluverði verði varið til endurnýjunar húsnæði að Austurvegi 4.
5.1609053 Samkomulag milli hlutaðeigandi sveitarfélaga Kötlu Geopark dags. 13.09.16 Sveitarstjóri kynnti erindið. Byggðarráð samþykkir erindið sem er fólgið í því að áhugaverðir staðir í Kötlu UNESCO Geopark verði unnir í samvinnu annars vegar Kötlu jarðvangs og hins vegar sveitarfélagsins. Staðina má sjá á http:www.katlageopark.is/media/39154/Geological-report.pdf.
6.1609055 Erindi frá fulltrúa L-listans varðandi viðræður við Rangárþing ytra og íþróttafélög vegna hugsanlegs samstarfs varðandi akstur íþróttaiðkenda milli sveitarfélaga. Sveitarstjóri kynnti erindið. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað. Hins vegar hefur enn ekki verið fundin lausn á hver á að greiða þann kostnað sem hlýst af sameiginlegum akstri.
7.1609056 Erindi frá fulltrúa L-listans varðandi beiðni um að komið verði fyrir biðskýli við N1 á Hvolsvelli fyrir námsmenn í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað varðandi erindið. Hann lagði einnig fram samskipti við framkvæmdastjóra SASS. Ákveðin útfærsla er á biðskýlum hjá Strætó ehf. Þar kemur m.a. fram að slíkt skýli kostar um kr. 1.200.000.
8.Ákvörðun um tengigjöld v. ljósleiðara í framhaldi af fundi, þriðjudaginn 27. sept. sl. Byggðaráðsmenn ræddu ýmis mál varðandi ljósleiðaravæðingu undir Eyjafjöllum. Samþykkt var að inntökugjald skuli vera kr. 300.000 á hvert inntak. Slíkt gjald skal einnig innheimt hjá eigendum frístundahúsa á svæðinu auk útlagðs kostnaðar við lagningu leiðarans frá stofnlögn að inntaki. Sveitarstjóra falið að vinna að ítarlegri gjaldskrá.
9.Erindi Hvolsskóla varðandi ferð Barnakórs Hvolsskóla til Danmerkur.
Samþykkt að styrkja kórinn sem nemur kr. 12.000,- fyrir hvert barn.
10.Minnisblað Ólafs Rúnarssonar dags. 26.09.16 varðandi bráðabirgðalausn á afhendingu neysluvatns í Vestur-Landeyjum þ.e. Þúfu og Grímsstöðum. Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:
1.1609042 Fundargerð Aðalfundar Vottunarstofunnar Túns 24.08.16 Staðfest.
2.1609050 Fundargerð 2. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Fossbúðar 12.09.16 Staðfest.
3.1609052 247. fundur Sorpstöðvar Suðurlands 06.09.16 Staðfest.
Mál til kynningar:
1.1609041 Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2017.
2.1609040 Framlög vegna nýbúafræðslu 2017.
3.1609038 Ársreikningur Sælubúsins 2015.
4.1609049 Íþróttafélagið Suðri, boð í 30 ára afmæli félagsins.
5.1609054 Íbúðalánasjóður, framkvæmd laga um almennar íbúðir dags. 12.09.16
6.1609048 Bréf til Rangárþings ytra dags. 20.09.16 varðandi vatnsveitu á Bakkabæi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00
Ísólfur Gylfi Pálmason
Lilja Einarsdóttir
Birkir A. Tómasson
Christiane L. Bahner