155. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 25. ágúst 2016 kl. 10.00

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane. L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður byggðarráðs leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram. Formaður óskaði eftir að fá að leggja fram tillögu um breytingu á fræðslunefnd Rangárþings eystra. Arnheiður Dögg Einarsdóttir óskar eftir að hætta í fræðslunefnd þar sem hún hefur hafið störf hjá Skólaskrifstofu Rangárþings – og Vestur Skaftafellssýslu. Í hennar stað komi Lilja Einarsdóttir oddviti. Tillagan samþykkt samhljóða. 

Erindi til byggðarráðs:

1.1608045 Tilboð JÁVERK ehf. í viðbyggingu við Dvalarheimilið Kirkjuhvol. Sveitarstjóri lagði fram tilboð frá Verkafyrirtækinu JÁVERKI en tilboð þeirra hljóðar uppá kr. 512.554.817. sem er næst lægsta tilboðið sem barst í verkið. Áður hafði tilboði Tré og straums verið hafnað á þeim forsendum að ekki var hægt að verða við kröfum um upplýsingar varðandi ákveðna þætti tilboðsins. Byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 19. ágúst að taka tilboði Jáverks. Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Jáverks.

2.1608035 Kauptilboð og söluyfirlit í fasteignina Ásbrún: Sveitarstjóri lagði fram tilboð frá Einari Jónssyni og Unni Maríu Sævarsdóttur í eignina að upphæð          kr. 13.100.000. Það var eina tilboðið sem barst. Byggðarráð samþykkir tilboðið. Sveitarstjóra falið að skrifa undir nauðsynleg skjöl vegna sölunnar.

3.1608034 Tryggingabréf vegna lóðarinnar Austurvegur 14. Sveitarstjóri lagði fram tryggingarbréf vegna lóðarinnar við Austurveg 14 og minnisblað frá útibússtjóra Landsbankans á Hvolsvelli. 
Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

4.1608036 Félags-  skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu varðandi fyrirhuguð foreldrafærninámskeið. Sveitarstjóri lagði fram erindi frá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu þar sem hvatt er til þess að sérstök foreldranámskeið verði haldin í sveitarfélögunum kostnaður vegna námskeiðanna veri greidd af aðildarfélögum. Byggðarráð samþykkir erindið og fagnar hugmyndinni.

5.1605043 Vegagerðin, viðbrögð við bókun sveitarstjórnar þann 9. júní sl. varðandi varnargarð við Þórólfsfell um að niðurstöður rannsókna lægju fyrir, fyrir 1. ágúst 2016. Sveitarstjóri lagði fram bréf frá Vegagerðinni og Landgræðslunni frá 27. júlí s.l. þar sem stofnanirnar af óhjákvæmilegum ástæðum fara fram á frest til þess að skila niðurstöðum Vatnaskila vegna rannsókna á rennsli Markarfljóts til 1.september og lokaniðurstöðu 1. október. Áður hefur sveitarstjóri verið í sambandi við stofnanirnar og hvatt til þess að þessar niðurstöður liggi fyrir sem allra fyrst. Einnig hefur sveitarstjóri verið í sambandi við nýjan landgræðslustjóra vegna málsins. 


6.1606047 Bréf Ástvaldar Óskarssonar dags. 21.07.16 varðandi ferðaþjónustu og aðstöðu við Eyjafjallajökul / Hamragarðaheiði.  Sveitarstjóri lagði fram erindið og er falið að hafa samandi við Ástvald Óskarsson vegna hugmynda um ferðaþjónustu og aðstöðu við Eyjafjallajökul. Byggðarráð samþykkir að bjóða Ástvaldi til fundar þar sem hann kynnir hugmyndir sínar.
      
7.1608033 Bændasamtök Íslands, ályktun samþykkt að Búnaðarþingi 2016. Sveitarstjóri lagði fram ályktanir búnaðarþings um fjallskil og send hafa verið bréf til fjallskilanefnda í sveitarfélaginu til þess að fá svör og upplýsingar sem kallað er eftir. Lagt fram til kynningar.

8.1601088 Landbótasjóður Landgræðslu ríkisins, uppgræðsla á Emstrum. Sveitarstjóri lagði fram staðfestingarblað vegna aðgerða sem hlotið hafa styrk úr Landbótasjóði á Emstrum en  samningurinn er á  milli sveitarfélagsins og Landgræðslunnar. Lagt fram til kynningar.

9.1608039 Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, samningur um verköku á akstri fyrir eldri borgara tengda Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Sveitarstjóri lagði fram undirritaðan samning Félagsþjónustunnar og Baldurs Ólafssonar þar sem Baldur sér um akstur fyrir eldri borgara í tengslum við Hjúkrunar og- og dvalarheimilið Kirkjuhvol frá           15. ágúst s.l. Byggðarráð staðfestir samninginn. 

10.1608046 Styrkbeiðni: Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Sveitarstjóri lagði fram bréf  frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði þátttökugjald eins nemanda í sumar og helgardvöl í Reykjadal að upphæð kr.  49.000. Byggðaráð samþykkir að greiða þátttökugjaldið. 

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

1.1608037 510. fundur stjórnar SASS 05.08.16 Staðfest.
2.1608038 Fundur í fjallskilanefnd V-Eyfellinga 05.08.16 Staðfest.

Mál til kynningar:

1.1608040 Íbúðalánasjóður, framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir.
2.1603001 Leyfisbréf Guðmundar Guðmundssonar, Núpi 05.08.16
3.1607101 Leyfisbréf Hótels Skóga 27.07.16
4.1607003 Yfirferð tilboða samkvæmt útboði 2016-2 vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðarakerfis.
5.1607003 Kæra Fjarskipta hf. til kærunefndar útboðsmála vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðarakerfis.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonLilja Einarsdóttir_______________________________________________
Kristín ÞórðardóttirChristiane L. Bahner