Fundur haldinn í Umhverfis og náttúruverndarnefnd Re fimmtudaginn 6. september 2016 í félagsheimilinu Hvoli kl 20.00, mættir voru Agnes Antonsdóttir, Ásta Halla Ólafsdóttir, Hallur Björgvinsson og Katrín Birna Viðarsdóttir.    

Efni fundarins var ósk um umsögn nefndarinnar við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra.  
Nefndarmenn voru sammála um að að kynningarefnið hefði verið sent nefndinni allt of seint til umfjöllunar og væri í raun og veru algjör sýndarmennska þar sem búið er að taka allar ákvarðanir varðandi svæðið og skipulag þess nú þegar, en lýsir yfir ánægju með jákvæðar breytingar á svæðinu.  
Telur nefndin þó að vanmetin sé þörfin fyrir fjölda bílastæða við þjónustuhús, einnig telur nefndin að þörf sé á að endurskoða og minnka tjaldsvæði á Mosatúni með tilliti til gönguleiða og aðgengi að Gljúfrabúa þar sem svæðið er komið að þolmörkum sem og álags og umferðar sem skapar ákveðna hættu fyrir gesti svæðisins.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi  slitið kl. 21.45

 

Agnes Antonsdóttir
Ásta Halla Ólafsdóttir
Hallur Björgvinsson
Katrín Birna Viðarsdóttir