15. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn á skrifstofu sveitarstjóra Rangárþings eystra, mánudaginn 31. mars 2008 kl. 10.00.

Mættir: Egill Sigurðsson, Örn Þórðarson og Ágúst Ingi Ólafsson. Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund og stjórnaði honum. Örn ritaði fundargerð.

 

  1. Ársreikningur 2007
    Lagður fram og ræddur ársreikningur Brunavarna bs. Gerðar voru leiðréttingar varðandi lið 9. í skýringum, þar sem upphæðir höfðu farið línuvillt. Samþykkt að staðfesta og árita ársreikninginn. 

  2. Yfirlit um reksturinn fyrstu mánuðina 2008
    Lagt fram yfirlit yfir rekstur fyrstu mánuði 2008. Þar kom fram að heildarrekstrargjöld 2008 væru samtals 20.933.500,- kr. sem er leiðrétting frá því sem kom frá á 14. fundi, sbr. lið 2. Leiðrétt rekstraráætlun er samþykkt.

  3. Ákvörðun um aðalfund 2008
    Ákveðið að halda aðalfund kl. 16 þriðjudaginn 15. apríl nk. að Suðurlandsvegi 1 á Hellu. Formanni falið að senda sveitarstjórnarmönnum aðildarsveitarfélaganna aðalfundarboð.

  4. Önnur mál

    Eldvarnareftirlit á þjónustusvæði Brunavarna bs. Lagt fram til kynningar uppkast að samningi milli Brunavarna og Eldstoða ehf. Umræðu um erindið vísað til aðildarsveitarfélaga Brunavarna bs.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og fundi slitið kl. 11:15.

Ágúst Ingi Ólafsson 
Örn Þórðarson
Egill Sigurðsson 
Böðvar Bjarnason